Læknablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 29
FRÆÐIGREINAR / LYFJAFRÆÐI
Yfirlitsgrein
Aspirín
Acetýlsalicýlsýra og önnur salílyf
Þorkell
Jóhannesson
Fyrirspurnir, bréfaskipti:
Þorkell Jóhannesson
Lyfjafræðistofnun Háskóla
Islands, Rannsóknastofu í
lyfja- og eiturefnafræði,
Ármúla 30,108 Reykjavík.
Sími: 568 0866. Bréfasími: 568
0872. Netfang: isafold@rhi.hi.is
Lykilorð: acetýlsalicýlsýra,
aspirín, tilurð, saga, önnur
salílyf, lyfhrif prostaglandín,
verkunarháttur, ný lyf nýjar
ábendingar.
Ágrip
í þessari yfirlitsgrein er litið á acetýlsalicýlsýru og
aspirín með litlu „a“ sem samheiti.
Stutt yfirlit er gefið yfir forsögu aspiríns. Felix
Hoffmann samtengdi fyrstur acetýlsalicýlsýru í
hreinu formi út frá salicýlsýru árið 1897, en þýska
lyfjaverksmiðjan Bayer setti lyfið á markað árið 1899
með nafninu Aspirin®. Aspirín var upphaflega álitið
vera forlyf salicýlsýru, þar eð acetýlsalicýlsýra var
álitin hafa sömu lyfhrif og salicýlsýra og umbrotnar
hratt í salicýlsýru in vivo. Aspirín var þó síðar fundið
að vera sjálft virkt. Acetýlsalicýlsýra hefur smám
saman orðið staðallyf meðal vaxandi fjölda
aspirínlíkra lyfja, sem með tilliti til upprunans eru hér
kölluð salflyf (enska heitið „nonsteroidal
antiinflammatory drugs“ (NSAIDs) er í raun
ónefni). Tímamótarannsóknir John Vanes og
samverkamanna hans á áttunda áratugi síðustu aldar
og síðar hafa tengt salílyf órjúfanlega við hömlun á
cýklóoxígenasa og þar með hömlun á myndun
prostaglandína og skyldra lífefna. Segavarnandi
verkun þessara lyfja, en aspirín er þar kjörlyfið, er
þannig vegna hömlunar á myndun tromboxans, og
hitastillandi verkun er vegna hömlunar á myndun
prostaglandína í miðtaugakerfinu. Verkjadeyfandi
verkun er enn fremur að rekja til hömlunar á
myndun prostaglandína bæði í miðtaugakerfinu og
utan þess. Bólgueyðandi verkun er hins vegar fremur
að rekja til hömlunar bólgutengdra fyrirbæra í eða
við æðaveggi, sem er óháð hömlun á cýklóoxígenasa,
enda þótt hömlun á myndun prostaglandína skipti
hér einnig máli. Öll salflyf hafa til skamms tíma verið
blandaðir cýklóoxígenasablokkarar (blokka bæði
COX 1 og COX 2), enda þótt aspirín blokki fyrst og
fremst COX 1. Ný salflyf með sértæka COX 2
hamlandi verkun eru sennilega engu betri en eldri
salflyf til hefðbundinna nota og alvarlegar
hjáverkanir kunna að takmarka notagildi þessara
lyfja. Pessi lyf gætu hins vegar komið að haldi við
notkun á nýjar ábendingar.
Aðfararorð
Acetýlsalicýlsýra var fyrst sett á markað 1899 undir
sérlyfjaheitinu (eða á þeim árum: sérheiti) Aspirin®
af þýska lyfjafyrirtækinu Bayer (1). Síðar hefur þetta
heiti (með litlum upphafsstaf) nánast orðið að
samheiti yfir acetýlsalicýlsýru, og er það notað svo í
þessum texta nokkuð til jafns við fullt heiti lyfsins.
ENGLISH SUMMARY
Jóhannesson Þ
Aspirin. Acetylsalicylic acid
and aspirinlike drugs. A review
Læknablaöið 2000; 86: 755-68
In this review acetylsalicylic acid and aspirin with little „a“
are considered as synonyms.
A short acount is given of the history preceeding the
synthesis of acetylsalicylic acid from salicylic acid by Felix
Hoffmann in 1897 and its marketing in 1899 as Aspirin®
by the Bayer Company. Aspirin was originally considered a
prodrug to salicylic acid since it was at that time thought
to have the same pharmacodynamic effects as salicylic
acid and is rapidly transformed to it in vivo. Later aspirin
was also found to be effective in its own right. During the
years aspirin has gradually become the standard drug
among an increasing number of aspirinlike drugs having
similar effects as aspirin and often collectively, and
somewhat misleading, named „nonsteroidal
antiinflammatory drugs" (NSAIDs). The seminal work of
John Vane and his colleagues in the 1970s and later has
irrefutably tied the effects and side effects of aspirin and
aspirinlike drugs to blocking of cyclooxigenase activity
and therefore to reduced production of prostaglandins and
related biogenic lipids. The anticoagulant effect, where
aspirin itself is the cardinal drug, is thus due to decreased
synthesis of thromboxan, whereas the antipyretic effect is
due to reduced synthesis of prostaglandins in the central
nervous system. The analgesic effect is obviously both
related to decreased synthesis of prostaglandins in the
central nervous system and outside it. On the other hand
the antiinflammatory effect is seemingly mostly due to
blocking inflammatory phenomena, without involvement of
cyclooxigenase, in the walls of vessels although blocking
the synthesis of prostaglandins also has a role. All
aspirinlike drugs have until quite recently been mixed
blockers of cyclooxigenases (COX 1 and COX 2) with
aspirin itself being the most outstanding COX 1 blocker.
New aspirinlike drugs with selective COX 2 blocking effect
are apparently not any better on classical indications than
the older drugs with mixed COX 1 and COX 2 blocking
effect and their use might moreover be limited by some
severe side effects. These drugs might, however, become
of value for use on new indications.
Key words: acetylsalicylic acid, aspirin, origin, history,
aspirinlike drugs, pharmacodynamic effects,
prostaglandins, drug mechanisms, new drugs, new
indications.
Correspondance: Þorkell Jóhannesson.
E-mail: isafold@rhi.hi.is
Læknablaðið 2000/86 755