Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2000, Page 85

Læknablaðið - 15.11.2000, Page 85
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FARALDSFRÆÐI 1 Faraldsfræði í dag María Heimisdóttir Netfang: mariah@decode.is Hér hefur göngu sína nýr dálkur sem María Heimis- dóttir sérfræðingur í faralds- fræði og heilbrigðisrekstrar- hagfræði mun hafa umsjón með. Vonandi verða þessir pistlar sem flestum til gagns og jafnvel gamans. Lesendur eru hvattir til að senda inn spurningar sínar, ábendingar um áhugaverð viðfangsefni eða athugasemdir um það sem betur mætti fara. Hvert er gildi faraldsfræði fyrir lækna í dag? Þetta er jú ein elsta grein læknisfræðinnar og grundvöllur hennar eru rannsóknir á dreifingu og tíðni sjúkdóma og tengslum áhættuþátta og sjúk- dóma. Hvaða erindi hefur slík risaeðla við nútímalækna? Hafa ekki tilraunavísindi leyst þessi fræði að mestu leyti af hólmi? Vissulega hefur hlut- verk greinarinnar breyst í aldanna rás, meðal annars vegna stórstígra framfara á sviði tilraunavísinda. Ekki hefur þó dregið úr hagnýti hennar fyrir almenna lækna. Þvert á móti, aðferðir og hugtök klassískrar faraldsfræði má færa í nútímabúning, helst hvers- dagsföt, og nota í daglegu starfi lækna. Tilgangurinn með þessum pistlum er einmitt að auðvelda læknum að viðhalda og auka þekkingu sína á hagnýtri faraldsfræði og að kynna nútímanotkun á þeim verkfærum sem greinin býr yfir. Rædd verða grundvallaratriði faraldsfræði; rannsóknaraðferðir, úrvinnsla og túlkun niðurstaðna. Megináhersla verður lögð á hagnýta skilgreiningu, notkun og túlkun almennra hugtaka en formúlur og fræðilegar vangaveltur að mestu látnar liggja milli hluta. Reynt verður að endurspegla málefni líðandi stundar eftir föngum og taka fyrir efni sem tengjast þróun íslenskra heilbrigðismála. Þannig mætti til dæmis spjalla um notkun faraldsfræðilegra aðferða til að skipuleggja og meta árangur eða áhrif stefnu- breytinga eða nýjunga á heilbrigðissviði. Jafnframt verður leitast við að kynna nýstárlegar og áhuga- verðar útfærslur eða notkun á aðferðum faralds- fræðinnar. Þar má nefna gerð klínískra leiðbeininga og annarra hjálpartækja við ákvarðanatöku og mat á tækninýjungum (medical technology evaluation). Síðast en ekki síst verður rætt um notagildi faralds- fræðilegra aðferða til að henda reiður á öllum þeim rannsóknamiðurstöðum, fræðigreinum og öðrum upplýsingum sem dynja á læknum. Dæmi um slíkar aðferðir eru hnitmiðuð nálgun við lestur og mat á vísindagreinum, læknisfræði byggð á sönnunum (evidence-based medicine) og notkun klínískrar faraldsfræði við val á rannsóknum og túlkun niðurstaðna. Þannig skortir ekki hagnýt og skemmtileg viðfangsefni og því rétt að hefjast þegar handa. Kveikjan að þessum dálki var fjömgt samtal við kollega um notkun vikmarka (confldence intervals) og fer vel á að enda þennan fyrsta pistil með stuttri umfjöllun um not og túlkun þessa hugtaks. Vikmörk Vikmörk eru nokkurs konar öryggisnet sem við notum þegar við getum ekki beinlínis mælt tiltekna eiginleika í öllu þýðinu en verðum að láta okkur nægja að meta þá með því að mæla þá í úrtaki. Það er, við mælum ákeðinn eiginleika í úrtakinu og notum niðurstöðuna til að draga ályktanir eða meta (en ekki mæla) sama eiginleika innan þýðisins almennt. Setjum sem svo að við viljum kanna meðalþyngd íslenskra kvenna (þýðið). Valið er úrtak eftir ákveðnum skilmerkjum til að reyna að tryggja að úrtakið endurspegli þýðið. Konurnar í úrtakinu eru vegnar, reiknuð meðalþyngd og staðalfrávik þyngdar, en stærð þess byggist á dreifingu mæligildanna og stærð úrtaksins. Vikmörk þyngdar eru síðan fundin út frá þessum upplýsingum. Niðurstaðan gæti verið eitthvað á þennan veg: meðalþyngd 68 kíló (95% vikmörk: 66-72 kg). Fræðilega má túlka þessi vikmörk á fleiri en einn veg en hagnýta túlkunin er að við höfum 95% vissu fyrir því að hið sanna meðaltal þýðisins liggi innan þessara vikmarka (ef þyngd fylgir normal dreifingu í þýðinu). Það grundvallarhugtak gildir um notkun vikmarka, að þau eiga við um mælingar á eiginleikum úrtaks, sem notaðar eru til að draga ályktanir um, eða meta, eiginleika þýðis. Því á almennt ekki við að nota vikmörk þegar um er að ræða rannsóknir á öllu þýðinu. Ef reikna á til dæmis meðalaldur allra íslendinga samkvæmt Þjóðskrá eru vikmörk ónauð- synleg, þar sem slíkt meðaltal er byggt á öllu þýðinu. í einstaka tilfellum getur þó verið eðlilegt og gagnlegt að reikna vikmörk fyrir mælingar á eiginleikum þýðis. Þannig eru stundum birt vikmörk fyrir til dæmis nýgengi krabbameina meðal þjóða. Rökin eru þau að oft eru slíkar tölur byggðar á fáum tilfellum og því geta smávægilegar breytingar á fjölda tilfella valdið miklum sveiflum á staðtölunum án þess að um raunverulegar breytingar á dreifingu sjúkdómsins sé að ræða. Tilgangurinn með notkun vikmarka undir slíkum kringumstæðum er að leyfa lesendum að túlka niðurstöðuna eins og um úrtak sé að ræða. Vídd vikmarkanna er mælikvarði á fjölda einstaklinga sem mælingin er byggð á og gefur því vísbendingu um stöðugleika mælingarinnar. Ef bera á niðurstöðuna saman við til dæmis eldri gögn má einnig líta á skörun vikmarka sem frekari vísbendingu um að einungis sé um sýndarbreytingu að ræða. Læknablaðið 2000/86 805
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.