Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 30
T FRÆÐIGREINAR / LYFJAFRÆÐI Mynd 1. Felix Hoffmann, þýskur lyfjafrœðingur og efnafrœðingur, „faðir" aspiríns. Hann samtengdi (bjó til) í ágúst 1897 fyrstur manna hreina acetýlsalicýlsýru með því að acetýlera salicýlsýru. í sama mánuði samtengdi hann heróín, díacetýlmorfín, með því að acetýlera morfín. Hann birti ekkert um vinnu sína, en vinnubókafœrslur hans erutil(l). Ljósm.: Jóhannes Long eftir mynd í (1). Aspirín er enn að 100 árum liðnum í fullu gildi og sennilega hefur ekkert lyf verið meira notað. Þá eru yngri lyf með aspirínlíka verkun, hér sameiginlega nefnd salílyf, meðal mest notuðu lyfja. Það vekur því vissulega athygli, er vísindamenn í læknastétt halda því fram í fullri alvöru og með góðum rökum, að aspirín sé of lítið notað á vissar ábendingar (2)! Nýr skilningur á verkjadeyfandi verkun aspiríns (3,4) eða væntanleg tilkoma nítróaspiríns (5) á nýrri öld mun og síst draga úr notkun lyfsins. Gróska í rannsóknum á aspiríni og öðrum salílyfjum og á nýjum notkunarmöguleikum þessara lyfja er næsta ótrúleg, og þetta eru lyf sem engir, lærðir eða leikir, komast undan að nota. I þessum texta, sem lokið var við í júlí 2000, er einkum leitast við að rekja nýlegar eða nýjustu rannsóknir á aspiríni og aspirínlíkum lyfjum (sahlyfjum), er flestar tengjast áhrifum þessara lyfja á prostaglandín og skyld efni. Er þar átt við rannsóknir, sem unnar hafa verið á um það bil 30 ára tímabili frá 1971 og fram á árið 2000 (kafli III). Til þess að tengja þær rannsóknir við það, sem á undan er farið, er nauðsynlegt að huga lítillega að tilurð og forsögu acetýlsalícýlsýru og ferils hennar og aspirínlíkra lyfja fyrstu 70 árin eða svo (um það bil 1900-1970) (kaflar I og II). Að lokum er svo reynt að meta stöðu aspiríns og skyldra lyfja í dag (kafli IV). I. Forsaga og tilurð acetýlsalicýlsýru Lærðir læknar vissu í fornöld, að í berki víðis (og í fleiri plöntum) væru efni, sem gætu lækkað sótthita og dregið úr bólgum og úr margs konar verkjum (1,6,7). Á miðöldum virðist þessi vitneskja hins vegar hafa glatast úr fræðum lærðra lækna, en haldist hjá alþýðu manna, þótt ekki væri á bækur sett. Það var fyrst með skrifum prests nokkurs í Englandi, Stone að nafni, á síðari hluta 18. aldar, að vitneskja um lækningamátt víðibarkar barst á ný til lærðra lækna (8). Árið 1828 tókst að vinna efni úr víðiberki, sem fékk nafnið salicín og árið eftir að hreinsa það og kristalla. Um 10 árum síðar tókst að vinna úr salícíni lífræna sýru, sem fékk nafn af víðinum (salix = víðir á latínu), og nefndist salicýlsýra (1). Árið 1835 einangraði þýskur efnafræðingur, Löwig að nafni, sýru úr mjaðurt (Spirea ulmaria, öðru nafni Filipendula ulmaria), er hann kallaði spírsýru (9). Brátt kom í ljós, að í báðum tilvikum var um sömu sýru að ræða, salicýlsýru. Þótti nú sýnt, að salicýlsýra væri endanlega hið virka efni í víðiberki og fleiri plöntum. Salicýlsýra varð þó ekki að marki aðgengileg til lækninga fyrr en eftir 1874 (1). Á næstu árum var salicýlsýra (og í minna mæli salicín) mjög mikið notuð til lækninga (10-13). Segja má, að fáeinum árum eftir að salicýlsýra varð almennt aðgengileg, hafi legið fyrir, að hún hefði þrenn meginlyfhrif: verkja- deyfandi verkun, hitastillandi verkun og bólgueyðandi verkun. Riess (11) mælti með því að nota salicýlsýru í formi natríumsalts til þess að draga úr ertingu í hálsi og maga og vondu bragði í munni af völdum lyfsins. Salicýlsýra var síðan nær eingöngu notuð þannig. Þrátt fyrir notkun salicýlsýru í formi natríumsalts í lausn þótti lyfið erta um of í maga og hálsi og alvarlegar eitranir af völdum lyfsins voru heldur engan veginn óþekktar. Þetta varð beint og óbeint hvati þess, að menn í lyfjaverksmiðjunni Bayer í Þýskalandi fóru að velta fyrir sér, hvort búa mætti til afbrigði af salicýlsýru, er tæki henni fram í þessu efni. Felix Hoffmann (1868-1946) var lyfjafræðingur og efnafræðingur, sem lengi starfaði hjá Bayer (mynd 1). Sagan segir, að faðir hans hafi þjáðst af gigt og þurft að taka mikið af natrímsalicýlati. Hann þoldi mjög illa bragð lyfsins (sætukennt) og enn verr ertandi áhrif þess í maga. Varð þetta sennilega hvati þess, að Hoffmann reyndi að endurbæta lyfið. Svo mikið er víst, að 10. ágúst 1897 tókst honum fyrstum að framleiða hreina acetýlsalicýlsýru út frá salicýlsýru (1). yfirmaður Hoffmanns, mun hafa komið fram með tillögu til nafns á acetýlsali- cýlsýru, nefnilega aspirín. Nafnið er þannig samsett, að a stendur fyrir acetýl, spir fyrir spírsýru og ín er ending (14,15). Með þessu nafni var lyfið Aspirin® svo sett á markað í mars 1899. Yfirmaður lyfjarannsóknadeildar Bayer var þá læknir, Heinrich Dreser (1860-1924) að nafni (1). Dreser birti árið 1899 grein um lyfjafræði acetýlsalicýlsýru (15). Af ritgerðinni er ljóst, að Dreser hefur talið acetýlsalicýlsýru forlyf salicýlsýru og acetýlsalicýlsýra umbrotnaði í hana í líkamanum. Helstu kostir acetýlsalicýlsýru voru að hans dómi, að með því að nota hana í stað salicýlsýru mætti komast hjá slæmu bragði af salicýlsýru og ertingu í munni og maga. Neðanmáls í grein sinni (Hoffmann og Eichengriin eru hvergi nefndir!) nefnir Dreser tvo lækna, sem fyrstir birtu reynslu sína af aspiríni í aprfl og maí árið 1899. Annar þessara manna, Witthauer, lýsti ári síðar skilmerkilega og í stuttu máli hitastillandi verkun aspiríns og verkjadeyfingu við margs konar verki meðal annars við mígreni og illkynja sjúkdóma (16). Nokkur helstu atriði um forsögu og tilurð acetýlsalicýlsýru eru dregin saman í töflu I. Arthur Eichengrún, 756 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.