Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 27
FRÆÐIGREINAR / GJÖRGÆSLA inni fjölgað um rúmlega 1% á ári að meðaltali og í heild hefur fjölgunin verið 32% eða um 74 þúsund manns (6). Fjölgun innlagna á gjörgæsludeild (2,5- 3% á ári) er þó meiri en sem nemur mannfjölda- þróun. Hlutfall innlagna á gjörgæsludeild af heildarinnlögnum á sjúkrahúsið hefur hins vegar lækkað nokkuð eða úr 6% í 4,5% en að meðaltali var þetta hlutfall 5,2% fyrir allt tímabilið. Vegna breytinga á starfsemi sjúkrahússins er erfitt að draga ályktanir af þessu hlutfalli en það virðist vera svipað og í Bandaríkjunum (2). Á gjörgæsludeild SHR eru lagðir inn flestir þeir sem hljóta lífshættulega áverka á Islandi og ásamt gjörgæsludeildum Landspítala og Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri er þar að finna veikustu sjúklingana. Hlutfallslega hefur þó innlögnum vegna slysa ekki fjölgað en það mætti skýra með aukinni notkun bflbelta, öruggari bflum, betra vegakerfi og bættu öryggi á vinnustöðum. Senni- lega eru möguleikar til meðferðar margra alvar- legra sjúkdóma betri en áður og það leiðir sjálfsagt af sér fleiri sjúklinga sem þurfa gjörgæslumeðferð. Þetta endurspeglast nokkuð í hinni miklu aukningu á innlögnum eftir meiriháttar skurðað- gerðir sem virðist vera helsta ástæðan fyrir fjölgun innlagna eins og sést á mynd 6. Stöðug aukning var á fjölda sjúklinga sem þurfa meðferð í öndunarvél en þrátt fyrir það hefur meðallegutími styst, sérstaklega síðasta tímabilið. Forsendur fyrir öndunarvélarmeðferð (alvarleg hjarta- og öndunarbilun, lost, alvarlegir brjóst- hols-, kviðar- og höfuðáverkar, erfiðar skurðað- gerðir) hafa lítið breyst þannig að ástæðan hlýtur að vera aukinn fjöldi mikið veikra sjúklinga. Þrátt fyrir þetta og sívaxandi álag á starfsfólk deildarinnar hefur dánarhlutfall lækkað á síðasta áratug. Horfur sjúklinga frá lyflækningadeildum hafa þó breyst tiltölulega lítið. Hugsanleg skýring á þessu er að með tilkomu gæsludeildar og hjarta- gæsludeildar hefur þeim fækkað mikið á síðustu árum sem leggjast inn á gjörgæsludeild til eftirlits eftir hjartaáfall og lyfjaeitranir. Horfur þessara sjúklinga eru almennt góðar og fækkun þeirra gæti við heildaruppgjör skyggt á betri árangur meðferðar þeirra sem eru mikið veikir. Stór hluti sjúklinga frá lyflækingadeild sem í dag eru lagðir inn á gjörgæsludeild eru í það alvarlegu ástandi að þeir þurfa öndunarvélarmeðferð. Má því í raun segja að góður árangur hafi einnig náðst með þessa sjúklinga þar sem dánarhlutfall hefur haldist svipað eða jafnvel lækkað þrátt fyrir fækkun frískari sjúklinga. Dánarhlutfall sjúklinga frá háls-, nef-, og eyrnadeild og bæklunarlækningadeild hélst svipað á tímabilinu en hið lága dánarhlutfall má að nokkru skýra með því að allir sjúklingar með fjöl- áverka innritast á skurðlækningadeild. Lækkun dánarhlutfalls er mest áberandi hjá sjúklingum frá skurðlækningadeild og heila- og taugaskurð- lækningadeild. Ætla má að framfarir í gjörgæslu- lækningum og gjörgæsluhjúkrun skýri þann árangur sem hefur náðst. Vöktunarmöguleikar hafa aukist mikið með betri og fullkomnari tækjum og miklar framfarir hafa orðið í notkun öndunarvéla ásamt því að stöðugt betri lyf við sýkingum og alvarlegum líffærabilunum eru til umráða. Meðallegutími styttist á síðasta áratug sem einnig má skýra með framförum í læknisfræði, sérhæfingu og aukinni þekkingu þannig að með- ferðin er markvissari og fljótvirkari. Aukið álag gæti einnig átt þátt í þessu að einhverju leyti þar sem þrýstingur á útskrift sjúklinga eykst. Rann- sóknin tekur hvorki tillil til ástands við innlögn né eftir útskrift eða langtímahorfa en sérstök rann- sókn er í gangi þar sem slíkt er metið með APACHE II stigunarkerfi (7). Fróðlegt væri að sjá hvernig ástand sjúklinga við innlögn hefði þróast á tímabilinu en ekki var byrjað að skrá APACHE II stig fyrr en árið 1994 og upplýsingar ekki fáanlegar fyrir allt tímabilið. Ályktun Ef niðurstöður rannsóknarinnar eru dregnar saman sést að innlögnum hefur stöðugt fjölgað, hlutfall eldri og veikari sjúklinga hefur aukist og mest aukning er á innlögnum eftir meiriháttar skurðaðgerðir. Þrátt fyrir þetta hefur dánarhlutfall lækkað og meðallegutími styst. Árangur starfseminnar virðist því góður og framþróun í læknisfræði og hjúkrun virðist skila sér í batnandi horfum sjúklinga sem þurfa á þjónustu deildarinnar að halda. Það er því mikilvægt að hlúa vel að þessari starfsemi í framtíðinni til að viðhalda og bæta þann árangur sem náðst hefur. Þakkir Höfundar færa Curtis Snook Iækni bestu þakkir fyrir yfirlestur á enskri samantekt og góðar ábendingar. Vísindasjóður Borgarspítalans veitti styrk til þessarar rannsóknar. Heimildir 1. Textbook of Critical Care. Shoemaker, Ayres, Grenvik, Holbrook. 3rd ed. Philadelphia, USA: WB Saunders Company; 1995. 2. Halpern NA, Wang JK, Alicea M, Greenstein R. Critical care medicine: observations from the department of Veterans affairs' intensive care units. Crit Care Med 1994; 22: 2008-12. 3. National estimates of intensive care costs in Canada and the United States. Crit Care Med 1990; 18:1282-6. 4. Ársskýrslur Borgarspítalans, síðar Sjúkrahúss Reykjavíkur 1970-1998. 5. Borgarspítalinn 10 ára. Afmælisrit. Læknablaðið 1978; 64/ Fylgirit 6. 6. Mannfjöldi samkæmt þjóðskrá 1960-1998. Hagstofa Íslands/Landshagir. www.hagstofa.is 7. Einarsson EÖ, Sigvaldason K, Nielsen NC. Mat á horfum sjúklinga sem leggjast inn á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur [ágrip]. Læknablaðið 1998; 84: 307. Læknablaðið 2000/86 753
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.