Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 53
FRÆÐIGREINAR / FRÆÐILEG ÁBENDING Reynir Tómas Geirsson Frá kvennadeild Landspítala Hringbraut. Leiðbeiningar um ómskoðun á meðgöngu Inngangur Eftirfarandi leiðbeiningar um ómskoðun á með- göngu voru samdar að beiðni landlæknis og birtar 1985-1986 (1) og endurskoðaðar í september 2000. Góðar ábendingar samstarfsmanna á kvennadeild Landspítalans og lækna frá öðrum stofnunum eru þakkaðar. Þessum leiðbeiningum er ætlað að stuðla að réttri og hóflegri notkun ómskoðana á meðgöngu. Leiðbeiningarnar eru almenns eðlis og ekki tæmandi varðandi notagildi ómskoðana í mæðravernd né heldur er ætlunin að telja upp allar mögulegar ábend- ingar og frábendingar. Við samningu þessara leið- beininga var einkum tekið mið af verklagsreglum á Norðurlöndum (2,3), enda eru vaxtarstaðlar fyrir fóstur á Islandi svipaðir og þar (4). Lagt er til að á meðgöngu sé að jafnaði gerð ein megin ómskoðun við 18-19 vikna meðgöngu, en aðrar skoðanir aðeins ef læknisfræðilegt tilefni (ábending) er til. Að auki má bjóða fósturskoðun til að meta líkur á litningagalla og hugsanlega sjá ummerki um nokkra aðra sköpulagsgalla við 11-13 vikna meðgöngulengd. Skoðun við 18-20 vikur er notuð til að fá góða vitneskju um meðgöngulengd, sem er reiknuð út á þeim tíma fyrir allar konur, og yfirleitt er hægt að skoða fóstur vel með tilliti til sköpulagsgalla jafnframt því að staðsetja má fylgju í leginu með nákvæmni. Ekki er mælt með því að allar konur séu skoðaðar á lokaþriðjungi með- göngu, vegna þess að þær slembirannsóknir (ran- domized trials), sem gerðar hafa verið á þessum tíma, hafa ekki sýnt ávinning af slíkum skoðunum. Á þeim tíma er því miðað við að læknisfræðileg ábending fyrir skoðun sé fyrir hendi. Tilgangur skoðana Á fyrri helmingi meðgöngu er ómskoðun gerð til að: 1. Ákvarða meðgöngulengd. 2. Greina hvort fósturútlit er eðlilegt eða óeðlilegt og finna fósturgalla eða vísbendingar sem gefa til kynna líkur á litningagalla. 3. Staðsetja fylgju og greina mögulega fyrirsæta eða lágsæta fylgju. 4. Greina fleirbura. 5. Greina afbrigðilegar þunganir (fósturvisnun, blöðrufóstur). 6. Greina afbrigði eða sjúkdóma í kynfærum (til dæmis legvöðvahnúta, blöðrumyndun í eggja- stokkum og tvískipt leg). Á síðari hluta meðgöngu er ómskoðun gerð til að: 1. Greina frávik í fósturvexti. 2. Fylgjast með fósturvexti við grun um vaxtar- seinkun eða þar sem hætta er á truflun fósturvaxtar (fyrri léttburafæðing, blóðþrýstings- hækkun, fleirburameðganga, sykursýki og fleiri sjúkdómar). 3. Greina fyrirsæta eða lágsæta fylgju og mögulega orsök blæðinga. 4. Greina fósturstöðu, svo sem við grun um sitjandi stöðu. 5. Gera blóðflæðirannsóknir (Doppler-ómun) í fóstri til frekara mats á fylgjustarfsemi og ástandi fósturs þegar það er vaxtarseinkað eða legvatn er lítið. 6. Fá síðbúna greiningu á fósturgöllum. Tímasetning skoðana og nákvæmni við ákvörðun meðgöngulengdar 1. Omskoðun á fyrstu tólf vikum meðgöngu (fyrsta trimestri) er aðeins gerð, óski læknir konu eftir því og þá fyrst og fremst ef óvissa er um meðgöngulengd eða ef blæðingar, mikil ógleði eða afbrigðileg þykkt gefa tilefni til að ætla að meðganga sé á einhvern hátt óeðlileg. Mæld er haus-daus lengd fósturs (CRL). Sú mæling hefur tvö staðalfrávik sem svara til ±4-6 daga. Skoðun má gera hvort heldur um kvið (transab- dominalt) eða um leggöng (transvaginalt). 2. Sérstök ómskoðun er möguleg til að greina líkur á litningagöllum og nokkrum sköpulagsgöll- um hjá fóstri við 11-13 vikur, svonefnd hnakka- þykktarmæling (nuchal translucency, NT). Líkur á litningagalla (einkum þrístæðu 21) eru reiknaðar út frá aldri móður, meðgöngulengd og hnakka- þykkt fósturs og áhættumat gefið. Ef líkur á litn- ingagalla eru auknar er völ á legvatnsástungu eða fylgjusýnitöku til greiningar. Þessa skoðun er ein- ungis hægt að gera þar sem fyrir hendi er starfsfólk með sérstaka þjálfun til þessa og nauðsynlegan tækjabúnað. Skoðunin er val foreldra. 3. Mælt er með að allar konur komi í ómskoðun við 18-20 vikur meðgöngu. Á þessum tíma er eina venjubundna skoðunin gerð (rútínuskoðun), en aðrar skoðanir þurfa ábendingu. Við 18-20 vikna Læknablaðið 2000/86 779
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.