Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 38
T FRÆÐIGREINAR / LYFJAFRÆÐI hugsanlega einnig dregið beint úr þessum einkennum vegna áverkunar á G viðtæki (sjá næsta kafla). í þessu sambandi er athyglisvert, að paracetamól, sem er aðalhitastillandi lyfið við veirusýkingar í börnum, bætir líðan barnanna og þau verða virkari og síður syijuð, þótt hitalækkunin sé ekki alltaf mikil (67). E. Bólgueyðandi verkun endurmctin: Eins og áður er nefnt var það fyrst árið 1967 að endanlega var sýnt fram á, að stærri skammta af aspiríni þyrfti til þess að fá fram bólgueyðandi verkun en verkjadeyfandi verkun (19). Svipað gildir um önnur salílyf. Kenning Vanes (25), að hömlun á cýklóoxí- genasavirkni sé að baki verkunar salílyfja, skýrir ekki til fullnustu hvers vegna mismunandi skammta þarf til þess að fá fram verkjadeyfandi og bólgueyðandi verkun. Ef kenning Vanes ætti skilyrðislaust að geta skýrt bólgueyðandi verkun salflyfja, yrði að ætla, að þeir cýklóoxígenasar, sem ríkjandi væru við bólgu- svörun (einkum COX 2, en einnig COX1), væru síður næmir gegn áverkun sahlyfja en þeir cýklóoxígenasar, sem kæmu að sársauka eða sótthita. Ekkert styður að svo sé. Hlýtur því hitt að teljast líklegra, að salflyf verki með einhverjum öðrum hætli á bólgusvörun í stórum skömmtum og það sé sá verkunarháttur, sem valdi mestu um bólgueyðandi verkun þeirra, enda þótt hömlun á myndun prostaglandína komi vafalaust einnig til. Hér breytir ekki miklu, þótt Vane og samstarfsmenn hafi síðar sýnt fram á, að salícýlsýra væri að líkindum virkur cýklóoxígenasablokkari in vivo (26) og aðrir hefðu einnig fundið, að salicýlsýra gæti blokkað COX 2 eftir innleiðslu með interlevkíni- 1 í heilum frumum (68), en vitað var, að hún hefði enga slíka verkun í venjulegum tilraunum in vitro. Samband salflyfja og prostaglandína er með tilliti til bólgueyðandi verkunar sérlega flókið. Petta mótast af tvennu. Sums staðar í líkamanum vernda prosta- glandín eða prostacyklín í litlu magni frumur og draga úr líkum á því, að áreiting á frumurnar leiði til losunar á bólguvökum á borð við IL-1 eða TNFot og leiði til bólgusvörunar, en annars staðar valda prostaglandín, eða stuðla að, flestum einkennum um bólgusvörun, og þá gjarnan eftir innleiðslu á COX 2 af völdum IL- 1 eða TNFa. Magi og í minna mæli þarmar eða nýru eru dæmi um líffæri þar, sem heilindi frumna (cellular integrity) ráðast af hæfilegri þéttni prostaglandína eða prostacyklíns. Við liðbólgur eða aðra bólgu- sjúkdóma er þéttni prostaglandína, einkum PGE^, aftur á móti að jafnaði um of og er liður í bólgusvörun. Salflyf með verkun á cýklóoxígenasa á báðum stöðum geta því haft öfug áhrif á öðrum staðnum miðað við hinn. I fyrra tilvikinu stuðla lyfin að bólgusvörun, en í því síðara draga þau úr bólgu- svörun. í fyrra tilvikinu innleiða salflyf sem sagt bólgusvörun vegna vöntunar á prostaglandínum eða prostacyklíni, en þau hamla bólgusvörun í stórum skömmtum í síðara tilvikinu þar, sem ofgnótt er af þessum lífefnum. Við skulum nú huga að þessu nokkru nánar. I tilraunum með rottur veldur indómetacín (gefið í maga) fleiðri eða sárum í maganum. Jafnframt vex magn TNFa í blóðinu og aðlíming (adhesion) neutró- fflla hvítfrumna að æðum í magaslímhúð. Þetta er skýrt á þann veg, að TNFa (eins og einnig IL-1 og IL- 2) geti innleitt myndun á aðlímingarprótínum á borð við ICAM-1 og selektín (69). í hliðstæðum rann- sóknum, einnig með rottur, var sýnt fram á, að hálfri klukkustundu eftir gjöf indómetacíns óx þéttni TNFa í blóðinu og jafnframt myndun ICAM-1 í æðum í netju (70). Þessir höfundar sýndu einnig fram á, að forgjöf með dexametasóni eða PGE^ gat komið í veg fyrir vefjaskemmdir í maga af völdum indómetacíns. Þeir bentu jafnframt á, að prostaglandín gætu dregið úr losun á TNFa úr gleypifrumum og mastfrumum. Hvorir tveggja þessara höfunda álykluðu, að ástæðan fyrir skemmdum af völdum indómetacíns í þessum tilraunum væri bólgusvörun með aukinni íferð hvít- frumna þar, sem losun TNFa skipti meginmáli. í báðum tilraunum gat pentoxífyllín (er skylt koffi'ni) enn fremur dregið úr losun á TNFa og komið í veg fyrir vefjaskemmdirnar. Ekki er vitað til fullnustu hvernig pentoxífyllín verkar í þessu tilviki. Líklegast er, að efnið hamli fosfódíesterasa, er klýfur cAMP. Er því þess vegna haldið fram, að aukið magn cAMP hafi hamlandi áhrif á losun TNFa (71). Trúlega má skýra hamlandi áhrif PGE^ á losun þessa lífefnis með hliðstæðum hætti (sjá á eftir). Þrátt fyrir niðurstöður fyrrgreindra rannsókna má samt ætla, að prostaglandín hafi andstæða verkun í frumum í vélindi. Meginhluti arakídonsýru (70%) í frumum í vélindi hvarfast fyrir tilstilli lípóoxígenasa og þær afurðir, sem þannig myndast, eru nauðsyn- legar fyrir heilindi frumnanna. Ef magn prosta- glandína eykst, er aukin hætta á bólgusvörun. Salflyf, sem hamla cýklóoxígenasa (mynd 4), auka það magn arakídonsýru, sem umbrotnar fyrir tilstilli lípóoxí- genasa, og draga þannig úr hættu á bólgusvörun í vélindi (72). Þetta er enn til vitnis um margþætt gildi prostaglandína í líkamanum. PGE^ og prostacyklín verka á G viðtæki (G prótínviðtæki) í innþeli æða (og víðar), annað hvort á svokölluð EP viðtæki eða IP viðtæki eða hvort tveggja. Afleiðing þessarar áverkunar er aukning á cAMP (cýklískt andenósínmónófosfat) í frumum með eftirfarandi minnkun á þéttni Ca^+. Þetta leiðir til slökunar á sléttum vöðvafrumum í æðaþelinu og víkkunar æðanna og hömlunar á klumpun blóðflagna, en jafnframt til minnkaðs gegndræpis, minni aðlímingar hvítfrumna á æðaveggi svo og minni gegnferðar þeirra út um æðaveggina og í aðliggjandi vefi (24,73). í tilraunum með beinagrindarvöðva úr köttum getur prostacyklín dregið úr gegndræpi æða, bæði beint og af völdum TNFa eða histamíns, í minna 764 Læknablaði ð 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.