Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 33
FRÆÐIGREINAR / LYFJAFRÆÐI hitastillandi verkun salílyfja svo og hjáverkanir frá maga og þörmum við hömlun á myndun prostaglandína. Síðar kom í ljós, að hamlandi verkun salílyfja á myndun prostaglandína er vegna hömlunar á cýklóoxígenasa (mynd 4). Síðari tilraunir hafa jafnframt sýnt, að gott samhengi er yfirleitt milli hömlunar salflyija á cýklóoxígenasa í tilraunaglösum og bólgueyðandi verkunar til lækninga. Frá þessu eru þó vissar undantekningar svo sem, að salicýlsýra virðist hamla cýklóoxígenasa mun meira í líkamanum eftir inntöku en í tilraunaglösum (25,26) og paracetamól, sem virðist einungis hamla cýkló- oxígenasa í miðtaugakerfinu (27), en það hefur raunar enga bólgueyðandi verkun. Samtímis og Vane birti sína grein 1971, birtu tveir af samverkamönnum hans grein þar, sem sýnt var fram á, að blóðflögur úr sjálfboðaliðum, sem tekið höfðu aspirín eða indómetacín, gátu ekki myndað prostaglandín (reyndist síðar vera tromboxan) (28). Par með var einnig ljóst, að hömlun aspiríns á klumpun blóðflagna og lenging blæðingartíma væri vegna hömlunar á prostaglandínum eða líkum efnum. Árið 1975 fundu sænskir vísindamenn (29), að í blóðflögum myndast efni út frá arakídonsýru, sem fékk nafnið tromboxan (fullt heiti er tromboxan A^) (mynd 4). Petta efni dregur saman æðar og klumpar blóðflögur og stuðlar þannig að segamyndun. Stuttu síðar eða 1976 fundu svo Vane og samverkamenn hans (30) annað efni í innþeli æða, prostacyklín, sem myndast hliðstætt við tromboxan (mynd 4), en verkar alveg andstætt því, það er að segja hamlar klumpun blóðflagna og víkkar æðar og kemur í veg fyrir segamyndun. Við venjulegar aðstæður er verkun þessara tveggja lífefna í jafnvægi þannig, að segamyndun verður ekki í ótíma. Síðar átti eftir að koma í ljós, að aspirín hamlar mun lengur myndun tromboxans en prostacyklíns (26). Þetta leiddi svo til þess að farið var að nota acetýlsalicýlsýru á nýja ábendingu, til segavama, sem rætt verður sérstaklega á eftir. Sem síðar tilkomin aukaafurð af þessum rann- sóknum um gildi prostaglandína fyrir heila magaslímhúð (og þarmaslímhúð) er það að setja salflyf á markað í lyfjaformi með prostaglandínum eða afbrigðum þeirra (mísóprostól) til þess að draga úr hjáverkunum frá maga og þörmum. Ein slík samsetning er Arthotec® (31), sem er hér á markaði. Enn meiri áhuga vekur, að níturoxíð (köfnunar- efnisoxíð), sem nú hefur sannast, að er lífefni, getur sérhæft dregið úr áverkun aspiríns og annarra salflyfja á slímhúð í maga og í minna mæli í þörmum. Búin hafa verið til nítróafbrigði af díklófenaki (32) og aspiríni, svokallað nítróaspirín (5). Pessi mtrósambönd lofa mjög góðu, og nítróaspirín gæti gerbreytt notkun á aspiríni. Þessi lyf eru enn ekki á markaði. íyrst einangraður 1976 og greindur 1988. Um það bil tveimur árum síðar eða 1990 var annars konar cýklóoxígenasi greindur sem afurð annars gens. Pessir tvenns konar cýklóoxígenasar eru líkir að gerð og hvata báðir oxun á arakídonsýru sem fyrsta stig í myndun prostaglandína og skyldra efna og eru dæmigerð samenzým (ísóenzým) (mynd 4). Eldri cýklóoxígenasinn er kallaður nr. 1 (langoftast stytt í COX1) og sá yngri nr. 2 (stytt í COX 2) (33)*. Við bólgusvörun, eins og þekkt er við ýmsa bólgusjúkdóma, myndast einkum COX 2 í hvítfrumum og gleypifrumum, sem dragast að staðnum þar, sem bólgan er. COX 2 er sömuleiðis, og fremur en COX 1, álitinn koma við sögu verkja og sótthita, sem samfara eru bólgusvörun. COX 1 er hins vegar ríkjandi í slímhúð maga og einkum þó í blóðflögum. f nýrum eru bæði COX 1 og COX 2 og skipta máli fyrir rétta starfsemi nýma. í ristli er mun meira af COX 2 en COX 1. í legi eru bæði COX 1 og COX 2 og prostaglandín mynduð þar skipta miklu máli fyrir hríðir, egglos og þar með fijósemi svo og myndun og festingu fylgjunnar. Svo virðist sem prostaglandín mynduð af COX 2 skipti hér meira máli. f miðtaugakerfinu eru einnig bæði COX 1 og COX 2, sem þar tengjast meðal annars skynjun sársauka. Sérstaka athygli vekur að COX 2 finnst í kjama frumna og prostaglandín, sem þar myndast, geta haft áhrif á frumuskiptinguna, og COX 2 eykst marktækt í ristli við ristilkrabbamein. Margt er þó greinilega enn á huldu og óljóst um innbyrðis vægi þessara enzýmkerfa fyrir rétta starfsemi hffæra og raunar einnig við bólgusvömn og sársauka (33-35). fyrir tilstilli eðlilegrar örvunar í líkamanum eða vegna áreitis afmargs konar toga. Arakídonsýra, sem losnar fyrir tilstilli fosfólípasa, hvarfastýmist fyrir tilstilli lípóoxígenasa eða cýklóoxígenasa, sem er þekktur í tveimur gerðum (COXlog COX2). Salílyf blokka hann. Afurð áverkunar cýklóoxígenasa á arakídonsýru er PGG^, semfyrir tilstilli peroxídasa, en það enzým ersamtengt cýklóoxígenasa, breytist í PGH^. PGII^ er í raun móðurefni PGEj, PGD^ ogfleiri prostaglandína, svo og tromboxasans og prostacyklíns. * Skammstöfunin COX er einnig notuð um cytókrómoxídasa c. Læknablaðið 2000/86 759
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.