Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2001, Side 9

Læknablaðið - 15.11.2001, Side 9
FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN Reynir Tómas Geirsson Höfundur er prófessor og forstöðulæknir við Kvennadeild Landspítala háskólasjúkrahúss Pillan fertug Á þessu ári eru 40 ár síðan notkun samsettu getnað- arvarnatöflunnar, sem gjarnan er nefnd „pillan“, hófst í Evrópu. Það var í formi sérlyfsins Anovlar, frá þýska fyrirtækinu Schering, en ári áður, 1960, hafði fyrsta getnaðarvarnapillan, Enovid, frá Searle, kom- ið á markað í Bandaríkjunum. Pillan barst til Islands árið 1966. Fáar læknisfræðilegar uppgötvanir hafa haft eins víðtæk áhrif til að bæta hag kvenna. Rétt eftir seinni heimsstyrjöldina mun Herbert Hoover, þáverandi Bandaríkjaforseti, hafa sagt að þrjár undirstöður frelsis („pillars of freedom") væru tjáningarfrelsi, ferðafrelsi og trúfrelsi. Hinn merki skoski fæðinga- læknir, Sir Dugald Baird, bætti við fjórða frelsinu nokkru síðar; frelsi frá óhóflegri frjósemi. Það frelsi kom með pillunni. Fyrir 40 árum var úr litlu að velja. Fólk treysti á „örugga“ tímann eða rofnar samfarir. Smokkurinn var eina áreiðanlega getnaðarvörnin, ef varlega var farið, en hann fékkst ekki víða. Ekki var leyft að gera fóstureyðingar nema við óvanalegar aðstæður. Pillan breytti lífi karla og kvenna. Með henni kom frelsi til að velja hvenær og hve oft börn urðu til, frelsi til að njóta kynlífs án ótta um óráðgerða þungun og frelsi frá óhóflegri frjósemi fyrri ára. Um 60-70% allra þungana eru óvelkomnar eða verða ekki til á réttum tíma í lífi fólks. Nærri 600 000 konur deyja af völdum þungana í heiminum á hverju ári, ein á hverri mínútu og vel það. í nóvember 1999 fór fjöldi jarðarbúa yfir sex milljarða og aukning fólksfjölda í heiminum er um 85 milljónir á ári, þannig að fjöldi jarðarbúa verður með óbreyttri fjölgun um 10 milljarðar eftir 50 ár; - „unless population growth is halted by man, population growth will halt man,“ sagði John F. Kennedy 1961. Tvær af hverjum þrem þungunum eru óráðgerðar og einum þriðja er eytt á heimsvísu (1,2). Flestum finnst sjálfsagt að hefta fólksfjölgun í Suður- Ameríku, Afríku, Indlandi eða Kína, en því má ekki gleyma að hver einstaklingur í þróunarlöndum eyðir aðeins um fjórðung af orku og gæðum jarðar miðað við þá sem búa í þróuðu löndunum. Þess vegna skipt- ir fólksfjölgun máli alls staðar, jafnvel hér á norður- hjara veraldar, í ríku landi, þar sem við teljum að það hljóti að vera nóg pláss fyrir margfalt fleiri Islend- inga. Á það hefur verið bent, að á íslandi eru ekki óþrjótandi auðlindir, eins og best hefur komið í ljós við nýlegar umræður um virkjanamál á hálendinu og þorskstofninn í hafinu, sem virðist hafa verið veru- lega ofmetinn. Er ekki ein lausnin á framtíðar orku- og lífsskilyrðamálefnum íslendinga að hægja á fólks- fjölguninni hér? Eða er ef til vill goðgá að segja þetta við íslendinga sem oft virðast trúa því að þessi þjóð sé þeim kostum búin úr erfðum, uppruna og menn- ingu, að heill og hamingju heimsins væri best borgið með því að þar væru sem flestir íslendingar? Berum við ekki sömu ábyrgð hvert og eitt og menn gera í Kína? Sennilegt er þó að á næstu árum verði fjölgun- in hvort sem er hægari, því fæðingar hafa nú náð nið- ur undir tvö börn á hverja konu, sem er það sent þarf til að halda þjóðarstærð í horfinu. Við erum þó enn að fara gegnum einskonar millibilstíma hér. Þungun- artíðnin er enn tiltölulega há vegna óráðgerðra þung- ana, einkum meðal yngstu kvennanna og fóstureyð- ingum hefur fjölgað í kjölfarið. Aðfluttu fólki fjölgar einnig. Pillan hefur gengið í gegnum þrjú megin þróunar- skeið. Á fyrsta þróunarskeiði voru notaðir tiltölulega háir hormónaskammtar af östrógeni og prógestó- geni, einkum noretísteróni og norgestreli. Sama östrógenið hefur verið notað í pilluna frá upphafi, hin hálfnáttúrulega afleiða östradíóls sem nefnist etýníl- östradíól. Ekkert betra hefur fundist. Það er virkt í litlum skömmtum til að bæla egglos, en hefur áhrif á blóðstorkukerfið, þannig að virkni blóðstorkuferlis- ins eykst og sú östrógentengda aukaverkun sem oft- ast veldur vanda er ógleði. Skammtur þess hefur því verið minnkaður í gegnum árin úr 150 mg í hverri töflu niður í 20-35 mg, þó 50 mg töflur séu enn til og séu hentugar fyrir sumar konur, svo sem þær sem hafa flogaveiki og hvarfa því lyfinu fyrr en aðrar. Prógestógenin hafa verið framleidd sem afleiður úr testósterón-kjarna og aukaverkanirnar hafa verið samsvarandi, væg andrógen og anabólísk virkni. Pró- gesterón-áhrifin sjálf valda oft uppþembu, vökva- söfnun og þyngdaraukningu, sem margar konur taka illa. Prógestógenin hafa breyst og allmargar tegundir eru til sem kallast fyrsta kynslóð (noretísterón), önn- ur kynslóð (levonorgestrel) og þriðja kynslóð (desó- gestrel, gestóden) eftir því hvenær þau komu á mark- að. Magn prógestógena í pillunum hefur um leið minnkað og þau hafa færst frá efnum með vel grein- anleg prógesterón, andrógen og anabólísk aukaáhrif yfir í efni sem hafa tiltölulega hreina prógesterón verkun og litlar aukaverkanir. Prógesterónið sjálft. Læknablaðið 2001/87 869

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.