Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2001, Side 22

Læknablaðið - 15.11.2001, Side 22
FRÆÐIGREINAR / SKIMPRÓF FYRIR BEINÞYNNINGU Inngangur Beinþynning hefur verið kölluð þögli faraldurinn. Beinn og óbeinn kostnaður við þennan sjúkdóm er mikill og með vaxandi fjölda aldraðra á íslandi er líklegt að tíðni þessa sjúkdóms eigi eftir að aukast verulega og þar með kostnaður. Samkvæmt Alþjóða- heilbrigðisstofnuninni (WHO) er beinþynning skil- greind sem beinþéttni sem er meira en 2,5 staðalfrá- vik neðan við meðaltal ungra kvenna (T-gildi minna en -2,5) og beinminnkun (osteopenia) er skilgreind sem beinþéttni sem er 1-2,5 staðalfravik neðan við meðaltal ungra kvenna. Z-gildi segir hins vegar til um hve mörgum staðalfrávikum einstaklingur er fyrir ofan eða neðan meðaltal eigin aldurshóps (1). Lág beinþéltni og hár aldur eru aðaláhættuþættirnir fyrir beinþynningu (2,3). Hingað til hefur beinþéttnimæling með DEXA (dual energy X-ray absorptiometry) mælingu verið kjörrannsókn til að greina þennan sjúkdóm (4) og þar með þá einstaklinga sem sem eru í aukinni hættu að hljóta beinbrot, aðallega mjaðmarbrot, fram- handleggsbrot og samfallsbrot á hrygg (5,6). Hins vegar krefst DEXA tækjabúnaðar sem veldur því að í flestum tilfellum er einungis hægt að gera þessa rannsókn á sumum sjúkrahúsum (7). Á síðasta áratug hefur ómun (quantitative ultra- sound, QUS) af hælbeini rutt sér til rúms sem ódýr, fljótleg og geislunarlaus aðferð lil að greina þá ein- staklinga sem eru í hættu á að fá beinbrot vegna beinþynningar. Hins vegar er ekki alveg ljóst hvað ómun mælir. Sumar rannsóknir hafa sýnt að ómun af hælbeini sé jafngóð rannsókn og DEXA til að meta áhættuna á mjaðmarbrotum síðar meir (8). Fylgnin milli ómunar og DEXA er hins vegar takmörkuð (8). Það hafa því verið uppi kenningar að ómun mæli eitt- hvað sem hafi áhrif á beinstyrk annað en beinþéttni, til dæmis bil á milli bjálka (trabeculae) í beini og/eða tengsl milli bjálka (connectivity) (8). Sumar rann- sóknir hafa sýnt að niðurstöður ómunar geti gefið viðbótarupplýsingar við DEXA til að meta áhættu á beinbrotum (9). Hælbein er þyngdarberandi bein sem er 90-95% uppbyggt af frauðbeini (10). Frauðbein hefur hraðari umsetningu en skelbein og ætti þar af leiðandi að vera kjörinn staður til að mæla beinuppbyggingu með tilliti til brotahættu (6). Húðfita yfir beininu er frekar lítil sem gerir það góðan stað til ómunar. Tilgangur þessarar rannsóknar var að bera saman þessar tvær rannsóknaraðferðir, ómun af hælbeini og DEXA, og athuga hvort til greina kæmi að nota ómun sem skimpróf fyrir beinþynningu og sérstak- lega til að finna þá einstaklinga sem ekki þyrftu að fara í DEXA mælingu. Margar fym rannsóknir hafa athugað samband beinumsetningarvísa í blóði eða þvagi við beinbrot og beinþéttni samkvæmt DEXA mælingum (11) en fáir hafa kannað tengsl beinum- setningarvísa við niðurstöðu úr ómun. Við leituðum því svara við hvort mismunur væri á sambandi bein- umsetningarvísa og ómunar annars vegar og DEXA hins vegar. Efniviður og aðferðir Öllum 418 konum í íbúaskrá Reykjavíkur sem urðu sjötugar á árinu 1997 var boðin þátttaka. Fimmtíu og sex konur mættu ekki og 46 var ekki hægt að ná í. Alls mættu því 308 konur eða 73,7%. Samsetningu þessa hóps hefur verið lýst áður (12). Hópnum var skipt í 10 jafna hópa sem kallaðir voru til rannsókn- arinnar á tímabilinu september 1997 til júní 1998. Hver hópur kom í þriðju viku hvers mánaðar. Allar konurnar svöruðu spurningalista um heilsufar, lyf og brotasögu og hæð og þyngd voru mældar. Við úr- vinnslu voru þrjár konur útilokaðar úr rannsókninni þar sem mæling á nærenda lærleggs fórst fyrir og átta voru útilokaðar vegna ofstarfsemi í kalkkirtlum. Aðrar 52 konur sem voru á meðferð með östrógeni (N=34) og/eða bisfosfónötum (N=15) eða barkster- um (N=4) voru ekki útilokaðar þar sem við vildum kanna samband ómunar og DEXA á breiðum grunni án tillits til áhættuhópa en einnig reyndist enginn munur á niðurstöðum hvort sem þær voru í hópnum eða ekki. Samþykki vísindasiðanefndar og tölvu- nefndar var fengið fyrir rannsókninni. Beinþéttnimœlingar: Við beinþéttnimælingar var stuðst við DEXA. Pessi aðferð mælir magn steinefna, aðallega kalks á flatareiningu (bone mineral density) í einingunni g/cm2 en sýnt hefur verið fram á að það endurspeglar vel beinmagnið og beinstyrkleika undir flestum kringumstæðum (13,14). Notað var tæki af gerðinni HOLOGIC QDR2000. Beinþéttnimælingar voru gerðar á lendhrygg (L2-L4) og vinstri mjöðm. I hrygg var mælt aftan frá og fram á við (posterior - anterior). Mæling á þessurn hryggjarbolum truflast ekki af öðrum beinum eins og verður í brjósthrygg vegna rifbeina. Þegar samfallsbrot voru til staðar var stuðst við mælingar á þeim lendhryggjarbolum sem óbrotnir voru. Ómarkvísi mælinga á þessum stað var 1,0% en ómarkvísi mælinga í vinstri mjöðm var 1,6% (15). Allur líkaminn var líka mældur og heildarbein- þéttni reiknuð. Vinstra hælbein var ómað með tæki frá LUNAR (Achilles). Þetta tæki notar tvenns konar tækni til að mæla beinþéttni, annars vegar hljóðhraðamælingar (speed of sound, SOS) og hins vegar dvínun á styrk breiðbandsómunar (broadband ultrasound attenua- tion, BUA) í gegnum hælbeinið. Meiri nákvæmni fæst með því að sameina þessar aðferðir en að beita hvorri fyrir sig (16) (skriflegar upplýsingar frá fram- leiðanda). Þar sem ómtækið í þessari rannsókn sýnir ákveðið hlutfall af dvínun á styrk breiðbandsómunar og hljóðhraðamælingu er ekki gefin upp nein eining heldur er niðurstaðan gefin upp sem T-gildi, það er fjölda staðalfrávika frá meðaltali ungra kvenna, eða sem Z-gildi sem er aldurstengt, það er staðalfrávik 882 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.