Læknablaðið - 15.11.2001, Qupperneq 24
FRÆÐIGREINAR / SKIMPRÓF FYRIR BEINPYNNINGU
Table III. QUS, -2.5 T-score, for diagnosis of osteoporosis, -2.5 T-score in DEXA.
Osteporosis by DEXA
Yes No
Screening Positive 44 126 PPV: 44/170=25.8%
by QUS Negative 4 123 NPV: 123/127=96.8%
Sens: 44/48=91.7% Soec: 123/249=49%
PPV: positive predictive value; NPV: negative predicitve value; Sens: sensitivty; Spec: specificity.
Figure 2. Receiver
operating characteristic
curve showing the relation-
ship between sensitivity
and specificity for various
QUS T-scores in the
diagnosis of osteoporosis
at the hip as defined by the
WHO criteria (T-score =
-2.5 for DEXA total hip).
Table IV. Spearman's correlation between baseline characteristics and bone measurements.
Variable QUS Total hip DEXA
Height 0.128 0.202*
Weight 0.302* 0.457*
Fat mass 0.193* 0.293*
Lean body mass 0.231* 0.380*
Serum calcium -0.00457 0.052
Serum phosphate -0.0995 -0.0932
Serum creatinine 0.0627 0.139
Intact PTH -0.0274 -0.0277
25-OH-D -0.0391 -0.0200
Alkaline phosphates -0.00027 0.0156
Serum osteocalcin -0.177* -0.225*
Urine osteomark -0.234* -0.295*
*p<0.005
Sensitivity (true positive rate)
Figure 3. Receiver
operating characteristic
curve showing the relation-
ship between sensitivity
and specificity for various
QUS Z-scores in tlie
diagnosis of osteoporosis/
osteopenia at the hip as
defined by Z-score = -1.0
for total hip DEXA.
Sensitivity (true positive rate)
Til greiningar á beinþynningu í mjöðm samkvæmt
skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar mið-
að við DEXA fundum við að besta samband næmis
og sértækis í ómun var fyrir T-gildi -2,5. Pá fékkst
91,7% næmi og 49,0% sértæki. Jákvætt forspárgildi
var 25,8%. Neikvætt forspárgildi 96,8% (tafla III).
Við reiknuðum út næmi og sértæki ómunar til grein-
ingar á beinþynningu rniðað við önnur viðmið. Pær
niðurstöður eru sýndar á ROC grafi. Þar sést að auka
má sértækið á kostnað næmis og öfugt (mynd 2).
Við könnuðum einnig samband næmis og sértækis
fyrir Z-gildi -1,0 samkvæmt DEXA mælingum og
ýmis Z-gildi ómunar. Besta sambandið fannst ef mið-
að var við Z-gildi 0,0 í ómun sem er nálægt -2,5 stað-
alfrávik í T-gildi. Næmi var 89,6% og sértæki var
56,6%. Jákvætt forspárgildi var 28,5% og neikvætt
forspárgildi var 96,6% (mynd 3).
Samræmi milli ómunar á hælbeini og DEXA mæl-
inga í mjöðm til greiningar á beinþynningu var reikn-
að með kappa-tölfræði. T-gildi -2,5 var notað fýrir
báðar mælingar og var k=0,25 sem er frekar lágt en
þó meira en tilviljunum háð (p<0,01). Samræmi mið-
að við Z-gildi = -1,0 í DEXA og Z-gildi = 0,0 í ómun
var k=0,202 sem einnig er meira en tilviljunum háð
(p<0,01). Samræmið telst þó engan veginn gott þar
sem k undir 0,4 er talið merki um frekar lítið sam-
ræmi (sjá aðferðir).
Fylgnin milli beinmælinganna og líkamsþátta og
blóðprufa er sýnt í töflu IV. Marktæk fylgni var við
þyngd og fituhlutfall. Einnig var marktæk fylgni við
osteocalcin og N-teleopeptíð en ekki fylgni milli ann-
arra mælinga í blóði. Fylgnistuðull fyrir DEXA mæl-
ingar var heldur hærri en fyrir ómun en fylgnin er
annars svipuð, hvort sem miðað er við ómun eða
DEXA.
Brotasaga: Eitt hundrað tuttugu og fjórar (41,8%)
konur höfðu brotnað einu sinni eða oftar frá því að
þær voru 25 ára. Meðaltal DEXA í mjöðm var 0,731
±0,112 g/cnr í brotahópnum en 0,779±0,130 g/cm2 í
hinum. Samsvarandi T-gildi eru -1,18±1,18 og -1,61
±1,20. Petta er marktækur munur (p=0,001). Munur-
inn milli hópanna var öllu meiri í ómskoðuninni eða
T-gildi -3,11±0,94 og -2,40±1,21 (p=0,0001).
Umræða
I þessari rannsókn kom í ljós þokkaleg fylgni ómunar
og DEXA á mismunandi mælistöðum (0,40-0,57).
Best var fylgni ómunar við DEXA mælingar á
mjöðm. Hins vegar var samræmi milli ómunar og
DEXA til greiningar á beinþynningu frekar lítið.
Miðað við T-gildi = -2,5 bæði í DEXA og ómun
fékkst gott næmi og þokkalegt sértæki sem bendir til
að nota megi ómun sem skimpróf.
Tæki til ómunar á hælbeini eru orðin útbreidd í
heiminum og þegar er farið að nota þessi tæki hér á
landi, meðal annars í lyfsölum. Því er nauðsynlegt að
niðurstöður þessara mælinga verði staðlaðar og at-
hugað hvernig eigi að túlka þær. Ef nota á ómun sem
skimpróf þarf næmið að vera gott þannig að rannsókn-
in missi af sem fæstum með beinþynningu. Með það í
huga benda niðurstöður okkar til að besta samband
næmis og sértækis til greiningar á beinþynningu sam-
kvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinn-
ar náist ef miðað var við T-gildi = -2,5 í ómun. Þá
fékkst 91,7% næmi og 49,0% sértæki. Jákvætt forspár-
gildi var einungis 25,8%. Neikvætt forspárgildi var
hins vegar 96,9%. Þetta þýðir að ef kona mælist já-
kvæð í ómun (T-gildi undir -2,5 í ómun) eru 25,8%
líkur á að hún sé með beinþynningu, ef hún mælist hins
vegar fyrir ofan í ómun (yfir -2,5 í T-gildi) eru 96,9%
884 Læknablaðið 2001/87