Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2001, Page 30

Læknablaðið - 15.11.2001, Page 30
FRÆÐIGREINAR / TÍÐNI KRANSÆÐASJÚKDÓMA skýrslum Hagstofu íslands að á tímabilinu 1961-1965 dóu alls 1284 einstaklingar hér á landi, 261 vegna ill- kynja æxla, 288 vegna blóðþurrðarsjúkdóma í hjarta og 158 vegna sjúkdóma í heilaæðum. A tímabilinu 1986-1990 eru samsvarandi tölur 1712 alls, 430 vegna illkynja æxla, 472 vegna blóðþurrðarsjúkdóma í hjarta og 176 vegna sjúkdóma í heilaæðum (1). Af hjartasjúkdómum eru kransæðasjúkdómar langal- gengastir eða um 80%. Svo virðist sem þessir sjúk- dómar hafi verið sjaldgæfir sem dánarorsök í byrjun síðustu aldar (1) en tíðni þeirra farið vaxandi, sérstak- lega eftir síðari heimsstyrjöld og allt fram á áttunda áratuginn en tíðnin þá aftur farið að lækka (2,3). I þessari grein verður reynt að gera nánari grein fyrir þróun kransæðadauða hér á landi á síðustu öld en fyrst og fremst athugaðar breytingar á nýgengi, dánartíðni og dánarhlutfalli með niðurstöðum sem fengist hafa með svokallaðri MONICA rannsókn á Islandi. Efniviður og aðferðir MONICA rannsóknin (multinational monitoring of trends and determinants in cardiovascular disease) er fjölþjóðleg rannsókn undir yfirumsjón Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar. Þátttökuríki eru 28 talsins og rannsóknarstöðvar 41. Tilgangur hennar er að kanna breytingar á tíðni kransæðasjúkdóms og meta að hve miklu leyti slíkar breytingar tengjast breytingum á þekktum áhættuþáttum, daglegum lifnaðarháttum, heilbrigðisþjónustu og félagslegum aðstæðum (4). I þessu skyni eru skráð öll tilfelli bráðrar krans- æðastíflu meðal fólks á aldrinum 25-64 ára á tiltekn- um svæðum (25-74 ára í sumurn löndum þar með talið Island) á 10 ára tímabili til að kanna hvort breytingar verði á tíðni þessa sjúkdóms og fylgst með breytingum helstu áhættuþátta hans með þremur úrtakskönnunum, í upphafi rannsóknartímabilsins, á miðju tímabilinu og í lok þess. Einnig eru breytingar á meðferð sjúkdómsins athugaðar með sérstökum könnunum í upphafi og við lok rannsóknar. Samkvæmt beiðni heilbrigðisyfirvalda (landlækn- is) og með leyfi Tölvunefndar tók Hjartavernd að sér þessa rannsókn hér á landi og hófst skráning krans- æðastíflutilfella 1983 en undirbúningsvinna og for- könnun hófst í maí 1982, þegar sérstakur starfsmaður var ráðinn til verkefnisins. Skráningin var aftur- skyggn og byrjaði 1. janúar 1981 og nær nú til 31. des- ember 1998. Skráð eru öll þekkt eða ætluð tilfelli kransæðastíflu meðal fólks á aldrinum 25-74 ára á landinu öllu. Við skráningu og öflun heimilda er grannt fylgt handbók MONICA WHO verkefnisins (3). Grunnur MONICA rannsóknarinnar er samræmdar tölvu- skrár yfir útskriftargreiningar frá tölvudeild Ríkis- spítalanna (Landspítalans og heilbrigðisstofnana landsbyggðarinnar), Landakots og Borgarspítala (síðar Sjúkrahúss Reykjavíkur), gerðar fyrir Rann- sóknarstöð Hjartaverndar. Skráningin spannar allt landið og er afturskyggn. Skráð er fyrsta og öll endur- tekin tilfelli kransæðastíflu sem greinasl með meira en 28 dag millibili. Farið er á sjúkrastofnanir landsins og sjúkraskrár lesnar yfir af skrásetjurum, sérþjálfuð- um frá gæðaeftirlitsstöðvum Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar og hafa sömu tveir aðilar unnið við skrásetningu gagnanna frá upphafi. Rannsakaðar eru sjúkraskrár lifandi einstaklinga sem hafa greininga- númer 410-411 við útskrift og einnig látinna með greiningarnúmer 410-414 samkvæmt hinni Alþjóð- legu sjúkdóma- og dánarmeinaskrá ICD-9. Skrásetj- arar yfirfara dánarvottorð allra einstaklinga 25-74 ára á Hagstofu íslands og allar krufningaskýrslur á Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði og Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri og kóða samkvæmt skilmerkjum MONICA rannsóknarinnar. Lokagreining MONICA rannsóknarinnar á kransæðastíflu byggir á sögu einkenna, þróun hjarta- línurita þar sem lesið er úr hjartalínuritum sam- kvæmt Minnesota kóða (6) og gildum hjartaensíma. Lesið er úr fyrsta og síðasta hjartalínuriti í sjúkra- vistinni og tveimur línuritum þar á milli sem sýna mestu breytingu. Skráð eru hæstu gildi hjartaensíma innan 72 klukkustunda frá upphafi einkenna. Leitað er heimilda um fyrri sögu um kransæðastíflu eða hjartasjúkdóm og krufninganiðurstöður skráðar samkvæmt ICD-9 kóðum. Með samþættingu þessara atriða eru tilfellin sundurgreind í eftirfarandi grein- ingarflokka (diagnostic categories): 1. Örugg, bráð kransæðastífla (definite acute myo- cardial infarction). 2. Hugsanleg, bráð kransæðastífla eða kransæða- dauði (possible acute myocardial infarction or coronary death). 3. Hjartastopp vegna blóðþurrðar (ischaemic car- diac arrest). 4. Ekki bráð kransæðastífla eða kransæðadauði (no acute myocardial infarction or coronary death). 9. Tilfelli sem leiddi til dauða en upplýsingar ófull- komnar (fatal case with insufficient data) (7). I þessari grein eru einungis taldir þeir sem voru skráðir í flokk 1 eða 2. Skilmerki þessara flokka voru eftirfarandi: Ef kransæðastíflan leiðir ekki til dauða (innan 28 daga) telst kransæðastíflan örugg (definite) ef: (1) þróun á Minnesota kóðum á sér stað á endurteknum línuritum það er (a) þróun frá engri Q-bylgju í ákveðna Q-bylgju; eða (b) minni Q-bylgjuþróun ásamt vaxandi ST-lækkun, vaxandi ST-hækkun, eða vaxandi T-bylgju viðsnúningi; eða (c) viðvarandi ST- hækkun ásamt vaxandi T-bylgju viðsnúningi í línurit- um teknum daglega eða (2) hjartaensím sem eru tvö- falt hærri en normalgildi, annað hvort ásamt dæmi- gerðum einkennum og línuriti sem ekki er eðlilegt eða með þróun breytinga í hjartariti sem skráð eru „líkleg“ og minni einkennum sem ekki leiða til dauða. 890 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.