Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2001, Page 31

Læknablaðið - 15.11.2001, Page 31
FRÆÐIGREINAR / TÍÐNI KRANSÆÐASJÚKDÓMA Kransæðastífla telst „hugsanleg“ ef dæmigerður brjóstverkur sem stendur í minnst 20 mínútur er til stað- ar en minni breytingar á línuriti eða á hjartaensímum. Banvæn kransæðastífla er skráð örugg ef skil- merkjum að ofan fyrir ekki banvæna kransæðastíflu er fullnægt eða ef krufning leiðir í ljós nýlegt hjarta- vöðvadrep eða nýlega stíflu í kransæð. Banvæn kransæðastífla er skráð líkleg ef síðustu einkenni bentu til kransæðastíflu eða saga var um kransæðasjúkdóm en krufning var ekki gerð eða krufning sýndi kransæðaþrengingar eða merki um gamalt hjartadrep en ekki nein önnur merki um banvænan sjúkdóm (7). Gæðaeftirlit vegna skráningar kransæðastíflu var framkvæmt af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og var einkum fólgið í tvennu: eftirliti með kóðun hjarta- línurita samkvæmt Minnesota kóða og eftirliti með skráningu og flokkun hugsanlegra nýrra tilfella kransæðastíflu. Hungarian Institute of Cardiology, Búdapest, hafði í samvinnu við Minnesota Coding Centre í Bandaríkjunum eftirlit með kóðun hjartalínurita. A tímabilinu 1983-1994 voru send átta sinnum frá Búdapest 60-100 hjartalínurit til allra rannsóknar- stöðva MONICA verkefnisins. Starfsfólk MONICA rannsóknarinnar á Islandi sendi til baka úrlestur línu- ritanna samkvæmt Minnesota kóða. Úrlesturinn var borinn saman við viðmiðunarkóða Hungarian Insti- tute of Cardiology og Minnesota Coding Centre. Misræmi var síðan reiknað eftir sérstökum formúlum (8). Úrlestur taldist viðunandi ef heildarmisræmi í kóðum var minna en 50% en taldist góður ef mis- ræmi var innan við 30%. Úrlestur MONICA stöðvar- innar á Islandi reyndist í öllum átta línuritasöfnum góður eða viðunandi. Háskólinn í Dundee, Skotlandi, hafði eftirlit með skráningu kransæðastíflu. A tímabilinu 1983-1995 voru sjö sinnum sendar sjúkraskrár (14-30 eintök) og MONICA stöðvum falið að skrá þær samkvæmt regl- um MONICA verkefnisins. Úrlausnir voru síðan bornar saman við viðmiðunarskráningu Háskólans í Dundee og gefin stig fyrir á bilinu 0-2. í öllum þess sjö söfnum náði íslenska stöðin tveim stigum. Upplýsingar um dánartíðni vegna kransæðasjúk- dóms fram til 1981 eru fengnar frá Hagstofu íslands. Heildarfjöldi látinna og fjöldi látinna úr blóðþurrðar- sjúkdómum hjarta (fimm ára meðaltöl) hefur verið skráður frá 1911-1990 (1). Samsvarandi upplýsingar fyrir tímabilið 1991-1994 eru fengnar úr Heilbrigðis- skýrslum (9) og óbirtum gögnum frá Hagstofu (10). Upplýsingar um dánartíðni kransæðasjúkdóms eftir kyni og aldri verða fyrst aðgengilegar 1951 og hafa verið birtar í Læknablaðinu tvívegis, fyrra upp- gjörið (2) náði yfir tímabilið 1951-1976 en það seinna yfir tímabilið 1951-1985 (3). Hér á eftir verður stuðst við þessi uppgjör en þau framlengd til ársloka 1996 og í því efni byggt á tölum úr Heilbrigðisskýrslum. Table I. Number of deaths from all-causes and from ischemic heart disease. Men and women. Annual means.* Year Total deaths Ischemic heart disease (IHD)deaths IHD deaths as percentage of total deaths (%) 1911-1915 1,237 53 (4.3) 1916-1920 1,296 64 (4.9) 1921-1925 1,347 70 (5.2) 1926-1930 1,202 87 (7.2) 1931-1935 1,242 105 (8.4) 1936-1940 1,227 126 (10.2) 1941-1945 1,262 137 (10.8) 1946-1950 1,125 155 (13.7) 1951-1955 1,102 178 (16.1) 1956-1960 1,177 229 (19.4) 1961-1965 1,284 288 (22.5) 1966-1970 1,415 371 (26.2) 1971-1975 1,466 384 (26.2) 1976-1980 1,444 433 (30.0) 1981-1985 1,626 496 (30.5) 1986-1990 1,712 472 (27.6) 1991-1995 1,694 473 (27.9) * Source: Public Health Reports. Icelandic Historical Statistics. Tötfrœðiaðferðir: Gögnin úr MONICA rannsókn- inni voru flokkuð í hópa eftir greiningarári, kyni og fimm ára aldursflokkum. Poisson aðhvarfsgreining var notuð við alla úrvinnslu nema á dánarhlutfalli (case fatality), þar sem notuð var lógistísk aðhvarfs- greining. í fyrsta lagi var reiknuð tímaþróun aldurs- staðlaðra talna fyrir heildartíðni (attack rate), það er ný og endurtekin tilfelli, nýgengi (incidence rate) og dánartíðni (mortality rate). Viðmiðunarþýði í aldurs- stöðlun var svokallaður heimsstaðall (world popula- tion) (11). Þessar niðurstöður eru sýndar á myndum. I öðru lagi voru mynduð líkön með aðhvarfsgrein- ingu fyrir aldursbundnar niðurstöður, þar sem hvort kyn var reiknað fyrir sig og óháðar breytur voru aldur, ártal, aldur í öðru veldi og margfeldi aldurs og ártals. Síðasta breytan var notuð vegna mjög sterks samspils (interaction) aldurs og tímaþróunar. Líkön- in voru síðan notuð til þess að reikna tölur, sem sýnd- ar eru í töflum. í þriðja lagi var lækkun dánartíðni frá 1981 til 1998 skipt í þrennt. Það, sem rekja mætti til lækkunar nýgengis, var fundið sem margfeldi (eftir hópum) lækkunar nýgengis og dánarhlutfalls. Það, sem rekja mætti til lækkunar á tíðni endurtekninga (recurrence rate), sem er mismunur heildartíðni og nýgengis, var reiknað sem margfeldi lækkunar á tíðni endurtekninga og dánarhlutfalls. Þá lækkun dánar- tíðni, sem eftir stóð, var talið að rekja mætti til lækk- unar dánarhlutfalls. Niðurstöður A töflu I má sjá þróun dánartíðni vegna blóðþurrðar- sjúkdóma í hjarta samkvæmt upplýsingum Hagstofu (1). Þó tölurnar séu ekki staðlaðar með tilliti til ald- urs eða kyns, kemur ljóslega fram að dánartíðni vegna blóðþurrðarsjúkdóma í hjarta er mjög lág í byrjun síðastliðinnar aldar en fer jafnt og þétt vax- andi allt fram yfir 1980 en stendur eftir það nokkurn Læknablaðið 2001/87 891

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.