Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2001, Qupperneq 44

Læknablaðið - 15.11.2001, Qupperneq 44
FRÆÐIGREINAR / BRÉFASKIPTI Læknablaðið vísindarit? Pað var með athygli að við undirritaðir lásum grein- ina Algengar orsukir svefnröskunar hjá íslenskum börnum sem gangast undir svefnrannsókn (1) eftir þá Hákon Hákonarson og Arna Þórsson. Lofsvert er að nýjar rannsóknaraðferðir séu teknar í notkun til að skilgreina betur svo umfangsmikið og margþætt vandamál sem svefnraskanir í börnum er. I þessari rannsókn er meðal annars notuð pH mæling til að kanna tengsl súrs vélindabakflæðis við svefnraskanir og kæfisvefn. Höfundar komast að þeirri niðurstöðu að 69 af 89 börnum, rannsökuð með pH mælingu, hafi verið með óeðlilegt mynstur eða rnagn vélindabakflæðis og leiddi það til meðferðar. Vélindabakflæði er algengt fyrirbrigði í heilbrigð- um börnum á fyrstu mánuðum lífs (2) og vandaverk að skilgreina hvað er eðlilegt og hvað ekki. Það vakti athygli okkar að hcldur óhefðbundin skilgreining á sjúklegu bakflæði var notuð í þessari grein. Annars vegar var notað fall um tvö stig sem viðmiðun fyrir bakflæði og gildir þá einu hvort um er að ræða til dæmis fall frá pH 7 niður í 5 eða 5 niður í 3. Oftast hefur fall niður fyrir pH 4 verið notað sem merki um súrt bakflæði upp í vélinda. Hins vegar skilgreina höf- undar heildartíma bakflæðis meiri en 4% af mæling- artíma sem sjúklegt. Þetta er heldur frjálsleg skil- greining og líklega tekin frá rannsóknum á fullorðn- um. Til eru heimildir sem sýna að að allt að 10% vélindabakflæði við eins árs aldur geti verið eðlilegt (2). Það er því líklegt að þrengri skilgreiningar hefðu breytt niðurstöðum. Framsetningu niðurstaðna er einnig ábótavant. Talað er um að yfir 90% barna (engar tölur gefnar) hafi svarað vel meðferð við sex vikur, að mati for- eldra, og vísað í töflu I sem gefur ekki frekari upplýs- ingar. Gaman væri að vita hvort endurteknar mæling- ar séu til og/eða staðlaðar spurningar fyrir og á með- ferð til að styðja þessa fullyrðingu. Hætt er við að lesendur fái miður heppileg skila- boð um tengsl svefnraskana og vélindabakflæðis við lestur þessarar greinar. Meðferð við vélindabakflæði í þessurn börnum samanstóð af cisapríði og ranitidíni í flestum tilfellum. Þó að ekki sé umdeilt að meðhöndla skuli öndunartruflanir orsakaðar af vélindabakflæði er lyfjameðferð við svefnröskunum almennt ekki að öllu laus við hættu á alvarlegum aukaverkunum og má benda á að cisapríð hefur verið tekið af markaði í Bandaríkjunum og nokkrum öðrum löndum. Það er okkar álit að ofantalin atriði dragi úr vís- indagildi þessarar greinar. Ábyrgð Læknablaðsins er hér mikilvæg. Val á sér- fróðum ritrýnum og gagnrýnin ritstjórn er nauðsyn- leg. Ritrýnir með sérþekkingu á viðkomandi sviði (pH mælingum) og kunnugur börnum hefði getað bent á vankanta og þar með gert höfundum kleift að skýra mál sitt betur. Lúther Sigurðsson, Úlfur Agnarsson sérfræðingar í meltingar- og næringarsjúkdómum barna Heimildir 1. Hákon Hákonarson, Árni Þórsson. Algengar orsakir svefn- röskunar hjá íslenskum börnum sem gangast undir svefnrann- sókn. Læknablaðið 2001; 87: 799-804. 2. Vandenplas Y, Sacre-Smith L. Continous 24 hour pH eso- phageal pH monitoring in 285 asymptomatic infants 0-15 months old. J Ped Gastroenterol Nutr 1987; 6: 220-4. Svar við athugasemd vegna vísindagreinar Höfundar þakka þeim Lúther Sigurðssyni og Úlfi Agnarssyni fyrir áhuga þeirra á grein okkar Algengar orsakir svefnröskunar hjá íslenskuni börnum sem gangast undir svefnrannsókn. Eins og þeir LS og ÚA benda réttilega á, þá sýna niðurstöður rannsóknarinn- ar að 69 af 89 börnum sem rannsökuð voru með pH mælingu voru með óeðlilegt munstur eða magn vél- indabakflæðis sem leiddi til meðferðar. Einnig benda þeir á, að vélindabakflæði er algengt fyrirbrigði í heilbrigðum börnurn á fyrstu mánuðum lífs og vanda- verk að skilgreina hvað sé eðlilegt og hvað ekki og benda í þessu sambandi á 15 ára gamlar heimildir sem gefa til kynna að allt að 10% vélindabakflæði við eins árs aldur geti verið eðlilegt. Hvað varðar þessa síðari athugasemd, er nauðsynlegt að leiðrétta ákveðnar rangfærslur. Sú rannsóknaraðferð sem notuð var til að meta hvort um sjúklegt vélindabakflæði var að ræða hjá þeim börnurn sem rannsóknarniðurstöður okkar ná yfir er óskyld þeirri aðferðafræði sem þeir LS og ÚA vitna í. Börnin voru rannsökuð með pH mæli (sem mælir vélindabakflæði bæði efst og neðst í vélindanu) og er mælingin samtvinnuð við öndunar- mælingu og mælingu á svefnstigum og svefnmunstri. Ef ekki komu fram tengsl vélindabakflæðis við óreglu á öndunarniunstri, lækkun á súrefnismettun eða röskun á svefnstigum var rannsóknin talin eðlileg og barnið ekki meðhöndlað. Sýrufall á pH mæli sem nam 904 Læknablaðið 2001/87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.