Læknablaðið - 15.11.2001, Síða 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AÐALFUNDUR LÍ
Aðalfundur Læknafélags íslands
Stríðsöxín grafin formlega í friðí og spekt
Aðalfundur Læknafélags Íslands var haldinn í
aðalstöðvum félagsins í Hlíðasmára í Kópavogi dag-
ana 12. og 13. október. Fundurinn fór fram með hefð-
bundnu sniði og hans verður tæpast minnst fyrir nein
stórtíðindi. Það væri þá helst að þar var formlegur
endir bundinn á deilu félagsins við íslenska erfða-
greiningu ehf. vegna fyrirhugaðs gagnagrunns á heil-
brigðissviði.
Nýr heilbrigðisráðherra, Jón Kristjánsson úr
Framsóknarflokki, ávarpaði aðalfundargesti í upp-
hafi fundar og gafst fundarmönnum kostur á að
leggja fyrir hann nokkrar fyrirspurnir að ávarpinu
loknu. Meginefni ávarps ráðherra var helgað frum-
varpi til laga um breytingar á lögum um heilbrigðis-
þjónustu og lögum um almannatryggingar sem nefnt
hefur verið Samninganefndarfrumvarpið. Þetta
frumvarp lék nokkurt hlutverk á fundinum þótt það
hefði enn ekki verið lagt formlega fram á Alþingi.
Ráðherra gerði það að umtalsefni og á málþingi sem
haldið var morguninn eftir kynntu fulltrúar hans úr
ráðuneytinu efni þess en þá án þess að því væri dreift.
Fundarmenn áttu því í nokkrum erfiðleikum að tjá
sig um efni þess og bar umræðan keim af því.
Auk þess að ræða um þetta frumvarp fagnaði ráð-
herra því að LÍ og íslensk erfðagreining skyldu hafa
„grafið stríðsöxina" í samskiptum sínum vegna
gagnagrunns á heilbrigðissviði. Einnig fór ráðherra
nokkrum orðum um rekstrarform í heilbrigðisþjón-
ustu og þá umræðu sem á sér stað um þau. Þar tíund-
aði hann ýmsar röksemdir sem hann sagði að vildu
oft gleymast í hita leiksins en sagði svo:
„Nú má alls ekki skilja orð mín svo að ég sé ein-
hver andstœðingur einkarekstrar í sjálfu sér. Það er ég
alls ekki, enda stuðningsmaður þess að mörgu leyti
ágœta fyrirkomulags sem er nú ríkjandi hjá okkur í
heilbrigðisþjónustunni. Þar er að finna umfangsmik-
inn einkastofurekstur sem þrífst ágætlega sýnist mér
við lilið heilsugœslunnar og sjúkrahúsanna, en ég er
með orðum mínum að árétta að ég er andsnúinn
einkarekstri þar sem hœtta er á að hagsmunum tiltek-
inna þjóðfélagshópa séfórnað á altari sérhagsmuna.
Að mínum dómi verður að skipuleggja heilbrigðis-
þjónustuna þannig að fyrst og síðast sé gengið út frá
hagsmunum þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda.
Ég fullyrði að það er enginn pólitískur vilji fyrir því að
breyta íslenskri heilbrigðisþjónustu þannig, að sá
meirihluti skjólstœðinga ykkar sem ég nefndi hér að
framan [það er, böm, aldraðir og öryrkjar, Lbl.] þurfi
að fara að kaupa sér einkatryggingar til að fá nauð-
synlega heilbrigðisþjónustu. Það gagnast mér hins
vegar prýðilega pólitískt að þessi mál skuli nú vera í
brennipunkti því ég finn vel hvaða hljómgrunn
sjónarmiðin sem ég hef gert hér að umræðuefni eiga
meðal almennings. “
Jón Kristjánsson heilbrigð-
is- og tryggingamálaráð-
herra ávarpar aðalfund
Lœknafélags íslands í
stólnum sem Sighvatur gaf
en Ingibjörg fœrði.
Blómlegt bú
Að ávarpi heilbrigðisráðherra loknu var gengið til
hefðbundinna aðalfundarstarfa. Fluttar voru skýrslur
um hag og starfsemi félagsins, Læknablaðsins og
hinna ýmsu sjóða. Allt var þar með mesta blóma,
hagnaður af rekstri félagsins og blaðsins, auk þess
sem sjóðir félagsins standa vel. Það var einna helst að
Lífeyrissjóður lækna hefði orðið fyrir nokkrum
hremmingum vegna sviptinga á verðbréfamörkuðum
en þó ekki svo að þær ógnuðu sjóðnum. Á móti verð-
falli innlendra hlutabréfa vóg gengislækkun krón-
unnar sem leiddi til þess að tekjur af erlendum verð-
bréfum jukust.
Árshátíð lækna
Minnt er á,árshátíð lækna sem haldin verður á Broad-
way Hótel íslandi laugardagskvöldið 19. janúar2002.
Mikil og góð þátttaka hefur verið í árshátíðum síðustu
ára og er þess vænst að læknar láti ekki sitt eftir liggja
að gleðjast saman með myndarbrag á komandi hátíð.
Tilhögun verður nánar auglýst í næsta Læknablaði.
Stjórn Læknafélags Reykjavíkur
Læknablaðið 2001/87 919