Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2001, Page 66

Læknablaðið - 15.11.2001, Page 66
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRAMTÍÐ LANDSPÍTALA Verður nýr spítali byggður upp við Hringbraut? „Húsasóttin11 í rénun og fylgi við Hringbrautina fer vaxandi Umræður hafnar um innra skipulag Landspítala háskólasjúkrahúss NÚ NÁLGAST ÓÐUM SÚ ÖGURSTUND AÐ ÍSLENSK stjórnvöld ákveði í eitt skipti fyrir öll hvar starfrækja skuli sameinaðan Landspítala háskólasjúkrahús og þar með stærsta vinnustað landsins. Nefnd á vegum heilbrigðisráðherra ætlar að skila tillögum í lok nóv- ember eða byrjun desember um það hvar best sé að koma þessari starfsemi fyrir og ráðherra tekur ákvörðun á grundvelli þeirra. Þá verður væntanlega til lykta leitt eitt mesta deiluefni íslenskra heilbrigðis- mála á síðari árum. En það verður ýmislegt um að ræða þótt staðsetningin liggi fyrir. Það á meðal ann- ars eftir að ákveða hvernig innra skipulag hins sam- einaða sjúkrahúss á að líta út. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að deildar meiningar hafa verið um staðsetningu sjúkrahússins. Margir ráðgjafar hafa verið til kvaddir að segja kost og löst á hinum ýmsu leiðum sem hægt væri að fara í þróun spítalans. Hafa sumir haft á orði að eitthvað hljóti öll þessi skýrslugerð að kosta og hvort ekki væri nær að eyða þeim peningum í uppbygginguna. Hvað sem því líður þá skiluðu danskir ráðgjafar skýrslu fyrr á þessu ári þar sem þeir töldu upp þrjá kosti: 1. nýbygging á Vífilsstöðum, 2. uppbygging í Fossvogi og 3. uppbygging við Hringbraut. Hröð uppbygging eða langlífar skammtímalausnir? Eins og fram kemur í greininni um framtíð Landspítala háskólasjúkrahúss hafa margar skýrslur og úttektir verið gerðar á staðsetningu og húsnæðisþörf sjúkrahússins. Ein sú viðamesta er frá danska ráðgjafarfyrirtækinu Ementor en hún var lögð fram fyrr á þessu ári. Þar eru dregnir upp helstu sjáanlegir kostir og lagt mat á þá, hvað mælir með þeim og hvað gegn þeim. Ljóst er á skýrslunni að Dön- unum finnst vænlegasti kosturinn að velja framtíðarsjúkrahúsinu stað í Fossvoginum. í skýrslunni segir að Landspítalinn þurfi um það bil 120.000 fermetra af hús- næði sem dugi honum fram til 2020. Þegar allar núverandi byggingar sem sjúkrahúsið starfar í eru lagðar saman er heildarfermetrafjöldinn sem það hefur yfir að ráða 160.000 fermetrar sem skipt- ist þannig í grófum dráttum: Hringbraut 60.000 fermetrar Fossvogur 30.000 fermetrar Annað 70.000 fermetrar Undir síðastnefnda liðnum eru Landakot, Grensásdeild, Arnarholt, Kleppsspítali og Vífilsstaðaspítali. A Hringbraut er verið að reisa barnaspít- ala upp á 3.600 fermetra sem ekki er með í þessum tölum. Á tveimur stöðum eða einum? Ljóst er að ef Vífilsstaðir yrðu fyrir valinu þyrfti að byggja öll hús frá grunni. 1 Foss- vogi þyrfti meira að byggja upp en við Hringbraut en á móti kemur að töluvert af núverandi húsnæði við Hringbraut þyrfti að endurnýja og sumar byggingar yrðu rifnar. A öllum þremur stöðum er nægt landrými sem sjúkrahúsið hefur greiðan aðgang að. Danirnir nefna að vísu sem hugsan- lega langtímalausn að starfrækja sjúkra- húsið á báðum stöðum og leggja þá lil að allar sómatískar sérgreinar verði á öðr- um staðnum en geðdeildir, endurhæfing, langlegudeildir og ýmis önnur þjónusta verði á hinum staðnum. Háskólastarf- semi verði á báðum stöðum en rann- sóknastofur verði í einni byggingu á öðr- um hvorum staðnum. Auk þess sem áður er nefnt tína Dan- irnir til þann kost við Hringbrautina að hún er nær Háskóla Islands. Þeir nefna þá ókosti við Hringbraut að erfitt sé að sjá hvernig mögulegt sé að tengja ný- byggingar við núverandi byggingar með hagkvæmum hætti, að sennilega þyrfti að ílytja geðdeild í Fossvog og að grípa þyrfti til ýmissa bráðabirgðaráðstafana meðan á framkvæmd stendur lil að spít- alinn geti starfað óhindrað á meðan. Eins og áður segir eru Danirnir hrifn- ir af Fossvogi þótt þar þurfi meira að byggja og lengra sé úr Fossvogi vestur í Háskóla. Kostirnir sem þeir sjá eru þeir að með því að byggja upp í Fossvogi yrði nánast til nýr spítali, þar þyrfti ekki að fjarlægja neinar byggingar og starfsemi spítalans yrði ekki fyrir verulegum trufl- unum vegna byggingarframkvæmda. Kostirnir við að byggja upp nýjan spítala á Vífilsstöðum væru þeir sömu og í Fossvogi. A Vífilsstöðum þyrfti hins vegar að byggja meira og vegalengdin vestur á Mela lengist enn meir. 25 ára skammtímalausnir? Hver sem niðurstaða Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra verður er ljóst að leggja þarf í mikinn kostnað við uppbygg- ingu sjúkrahússins á næstu árum. Einnig blasir við sú mynd að sjúkrahúsið verður starfrækt á tveimur stöðum um ófyrirsjá- anlegan tíma. Danirnir benda á að reynsla manna sé sú að skammtímalausnir eigi það til að verða æði langlífar. Þeir miða við að þær geti staðið í allt að aldarfjórðung. Það þarf að taka með í reikninginn þegar ákvarðanir verða teknar um framtíð sjúkrahússins. 926 Læknablaðið 2001/87 J

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.