Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2001, Síða 66

Læknablaðið - 15.11.2001, Síða 66
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRAMTÍÐ LANDSPÍTALA Verður nýr spítali byggður upp við Hringbraut? „Húsasóttin11 í rénun og fylgi við Hringbrautina fer vaxandi Umræður hafnar um innra skipulag Landspítala háskólasjúkrahúss NÚ NÁLGAST ÓÐUM SÚ ÖGURSTUND AÐ ÍSLENSK stjórnvöld ákveði í eitt skipti fyrir öll hvar starfrækja skuli sameinaðan Landspítala háskólasjúkrahús og þar með stærsta vinnustað landsins. Nefnd á vegum heilbrigðisráðherra ætlar að skila tillögum í lok nóv- ember eða byrjun desember um það hvar best sé að koma þessari starfsemi fyrir og ráðherra tekur ákvörðun á grundvelli þeirra. Þá verður væntanlega til lykta leitt eitt mesta deiluefni íslenskra heilbrigðis- mála á síðari árum. En það verður ýmislegt um að ræða þótt staðsetningin liggi fyrir. Það á meðal ann- ars eftir að ákveða hvernig innra skipulag hins sam- einaða sjúkrahúss á að líta út. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að deildar meiningar hafa verið um staðsetningu sjúkrahússins. Margir ráðgjafar hafa verið til kvaddir að segja kost og löst á hinum ýmsu leiðum sem hægt væri að fara í þróun spítalans. Hafa sumir haft á orði að eitthvað hljóti öll þessi skýrslugerð að kosta og hvort ekki væri nær að eyða þeim peningum í uppbygginguna. Hvað sem því líður þá skiluðu danskir ráðgjafar skýrslu fyrr á þessu ári þar sem þeir töldu upp þrjá kosti: 1. nýbygging á Vífilsstöðum, 2. uppbygging í Fossvogi og 3. uppbygging við Hringbraut. Hröð uppbygging eða langlífar skammtímalausnir? Eins og fram kemur í greininni um framtíð Landspítala háskólasjúkrahúss hafa margar skýrslur og úttektir verið gerðar á staðsetningu og húsnæðisþörf sjúkrahússins. Ein sú viðamesta er frá danska ráðgjafarfyrirtækinu Ementor en hún var lögð fram fyrr á þessu ári. Þar eru dregnir upp helstu sjáanlegir kostir og lagt mat á þá, hvað mælir með þeim og hvað gegn þeim. Ljóst er á skýrslunni að Dön- unum finnst vænlegasti kosturinn að velja framtíðarsjúkrahúsinu stað í Fossvoginum. í skýrslunni segir að Landspítalinn þurfi um það bil 120.000 fermetra af hús- næði sem dugi honum fram til 2020. Þegar allar núverandi byggingar sem sjúkrahúsið starfar í eru lagðar saman er heildarfermetrafjöldinn sem það hefur yfir að ráða 160.000 fermetrar sem skipt- ist þannig í grófum dráttum: Hringbraut 60.000 fermetrar Fossvogur 30.000 fermetrar Annað 70.000 fermetrar Undir síðastnefnda liðnum eru Landakot, Grensásdeild, Arnarholt, Kleppsspítali og Vífilsstaðaspítali. A Hringbraut er verið að reisa barnaspít- ala upp á 3.600 fermetra sem ekki er með í þessum tölum. Á tveimur stöðum eða einum? Ljóst er að ef Vífilsstaðir yrðu fyrir valinu þyrfti að byggja öll hús frá grunni. 1 Foss- vogi þyrfti meira að byggja upp en við Hringbraut en á móti kemur að töluvert af núverandi húsnæði við Hringbraut þyrfti að endurnýja og sumar byggingar yrðu rifnar. A öllum þremur stöðum er nægt landrými sem sjúkrahúsið hefur greiðan aðgang að. Danirnir nefna að vísu sem hugsan- lega langtímalausn að starfrækja sjúkra- húsið á báðum stöðum og leggja þá lil að allar sómatískar sérgreinar verði á öðr- um staðnum en geðdeildir, endurhæfing, langlegudeildir og ýmis önnur þjónusta verði á hinum staðnum. Háskólastarf- semi verði á báðum stöðum en rann- sóknastofur verði í einni byggingu á öðr- um hvorum staðnum. Auk þess sem áður er nefnt tína Dan- irnir til þann kost við Hringbrautina að hún er nær Háskóla Islands. Þeir nefna þá ókosti við Hringbraut að erfitt sé að sjá hvernig mögulegt sé að tengja ný- byggingar við núverandi byggingar með hagkvæmum hætti, að sennilega þyrfti að ílytja geðdeild í Fossvog og að grípa þyrfti til ýmissa bráðabirgðaráðstafana meðan á framkvæmd stendur lil að spít- alinn geti starfað óhindrað á meðan. Eins og áður segir eru Danirnir hrifn- ir af Fossvogi þótt þar þurfi meira að byggja og lengra sé úr Fossvogi vestur í Háskóla. Kostirnir sem þeir sjá eru þeir að með því að byggja upp í Fossvogi yrði nánast til nýr spítali, þar þyrfti ekki að fjarlægja neinar byggingar og starfsemi spítalans yrði ekki fyrir verulegum trufl- unum vegna byggingarframkvæmda. Kostirnir við að byggja upp nýjan spítala á Vífilsstöðum væru þeir sömu og í Fossvogi. A Vífilsstöðum þyrfti hins vegar að byggja meira og vegalengdin vestur á Mela lengist enn meir. 25 ára skammtímalausnir? Hver sem niðurstaða Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra verður er ljóst að leggja þarf í mikinn kostnað við uppbygg- ingu sjúkrahússins á næstu árum. Einnig blasir við sú mynd að sjúkrahúsið verður starfrækt á tveimur stöðum um ófyrirsjá- anlegan tíma. Danirnir benda á að reynsla manna sé sú að skammtímalausnir eigi það til að verða æði langlífar. Þeir miða við að þær geti staðið í allt að aldarfjórðung. Það þarf að taka með í reikninginn þegar ákvarðanir verða teknar um framtíð sjúkrahússins. 926 Læknablaðið 2001/87 J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.