Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2001, Page 83

Læknablaðið - 15.11.2001, Page 83
UMRÆÐA & FRÉTTIR / (ÐORÐAPISTILL 138 Fótaóeirð Jóhann Heiðar Jóhannsson Netfang: johannhj@landspitali.is JÓN SlGMUNDSSON, BARNALÆKNIR, HRINGDI OG VILDI fá tillögu að íslensku heiti á restless legs syndrome. Læknisfræðiorðabók Dorlands lýsir fyrirbærinu þannig: djúplœg, óþœgindatilfinning í kálfum við setu eða legu, sérstaklega rétt fyrir svefn, sem leiðir til óviðráðanlegrar löngunar til að hreyfa fœturna. Sam- heiti eru restless legs og Ekbom syndrome. Lýsingin í læknisfræðiorðabók Stedmans er heldur áhrifameiri: ólýsanleg óróatilfinning, kippir eða eirðarleysi, sem kemur fyrir ífótleggjum eftir að gengið er til hvílu og leiðir oft til svefnleysis; léttir tímabundið við að ganga um. Þar er að auki vísað í almenna samheitið akuthisia. Um akathisia var fjallað í 102. pistli (Lbl 1998; 84:596) og stungið upp á heitinu óeirð. Beinast liggur því við að nefna fyrirbærið fótaóeirð eða, ef menn vilja vera mjög nákvæmir, heilkenni fóta- óeirðar. Hreyfingaraskanir Jón er nákvæmnismaður og lét ekki kyrrt liggja við þessa úrlausn. Hann bætti því við að sjúklingar með fótaóeirð gætu einnig haft sérkennilegar, ósjálfráðar útlimahreyfingar í svefni eða vöku. Slikt nefnist periodic limb inovements in slcep eða periodic Iimb movements while awake. Undirritaður sá ekki annan kost en að þýða þessar samsetningar nánast orðrétt: lotuhreyfingar (út)lima í svefni og lotuhreyfmgar (út)lima í vöku. Að lokum lét Jón þess getið að útlimahreyfingar í svefni gætu valdið marktækum svefntruflunum og nefndist fyrirbærið þá periodic limb movement disorder. Hreyfingaraskanir voru fyrrum nefndar dyskinesias (ft.). Þá rifjaðist upp tillaga Þorkels Jóhannessonar frá 101. pistli (Lbl 1998; 84:505), að nota orðhlutann -hreyfni til að þýða heiti sem táknuðu tegund eða eðli lireyfinga og enduðu á gríska orðhlutanum -kincsia. Movement disorder verður samkvæmt því hreyfniröskun og sennilega er óhætt að halda áfram og þýða alla sam- setninguna lotuhreyfniröskun útlima. Local, systemic Hjördís Harðardóttir, læknir á sýkladeild Land- spítala, hringdi og bað um tillögu að íslenskun á heit- unum local treatment og systemic treatment. Fyrra heitið ætti ekki að vera neitt vandamál. Enska lýsingarorðið local er komið úr miðaldalatínu þar sem nafnorðið locus (ft. loci) merkir staður. íðorðasafn lækna notar ýmist staðbundinn eða stað- til að þýða local og localis. Tölvuorðabók Máls og menningar bætir við þýðingunum nœrlœgur og staðar-. Treatment er meðferð og því má tala um stað- bundna meðferð, staðarmeðferð eða staðmeðferð, samanber heitið staðdeyfing. Fyrstnefnda samsetn- ingin er án efa sú sem mest er notuð. Síðara heitið er ekki alveg eins auðvelt í þessu samhengi. Enska lýsingarorðið systcmic er komið úr grísku þar sem systema merkir kerfi eða heild í til- teknu skipulagi. Iðorðasafn lækna gefur þýðinguna kerfistengdur, en notar að auki almennur eða dreifður í samsetningum og bendir á að systemic sé notað um það sem varðar allan líkamann. Það hljómar ekki rétt að meðferð, sem á að ná til alls líkamans, sé nefnd kcrfistcngd og litlu skárra er að segja að hún sé dreifð. Undirritaður lagði því til við Hjördísi að hún talaði um almenna meðferð í sínum texta. Gaman væri að fá fréttir af öðrum hugmyndum. Preload, afterload Asta Thoroddsen, hjúkrunarfræðingur, kom að máli við undirritaðan vegna heitanna preload og after- load. Hvorugt er að finna í Iðorðasafni lækna. Sam- kvæmt tiltækum læknisfræðiorðabókum var heitið ventricular preload notað unt mældan blóðþrýsting í slegli við lok þanbils eða hlébils (diastole). Nú mun þetta vera útreiknuð stærð, skilgreind sem spennan í slegilvegg áður en samdráttur hefst. Ventricular afterload var á sama hátt notað um þann mælda slagæðaþrýsting sem dælt er á móti í slagbili (systole), en nú um útreiknaða spennu í slegilveggnum eftir að samdráttur hefst. Undirritaður ráðfærði sig strax við tvo hjarta- lækna. Annar notaði ekki íslensk heiti, en hinn, Árni Kristinsson, sagðist nota heitið fylliþrýstingur um preload og mótstaða um afterload. Undirritaður fékk strax löngun til að gera úr þessu samstæðu og lagði til við Ástu að hún notaði heitið fylliþrýstingur um preload og tæmiþrýstingur eða mótþrýstingur um afterload. Um reiknuðu gildin gæti þó verið réttara að nota heitin fyllispenna og tænúspenna. Ambulant Ingunn Þorsteinsdóttir, læknir á meinefnafræðideild Landspítala, hringdi og var að leita að íslensku heiti til að tákna ambulant rannsóknir á rannsóknarbeiðn- um. Undirrituðum kom þá ekkert betra í hug en utanspítalarannsóknir. Latneska sögnin anibularc merkir að ganga og „ambulant" sjúklingur er gang- andi, andstætt við það að vera rúmliggjandi. íðorða- safn lækna þýðir lýsingarorðið ambulant þannig: á fótum, fótavistar-, ferlivistar-. Notkunin hefur þó í seinni tíð takmarkast við það sem er utan stofnunar og ekki náð til sjúklinga sem hafa fótavist eða eru á ferli innan stofnunar. Lipurt væri nú að nota heitin fcrlisjúklingar, ferlirannsóknir og ferliaðgerðir, og að láta heitið ferliverk ekki verða of sértækt. Læknablaðið 2001/87 943

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.