Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2001, Page 87

Læknablaðið - 15.11.2001, Page 87
FRÁ HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTI OG LANDLÆKNI Lyfjamál 98 Lyfjakostnaður landsmanna Á FYRSTU SEX MÁNUÐUM ÞESSA ÁRS VARÐ HEILDAR- lyfjakostnaður Iandsmanna tæpar 6.000 milljónir króna og haldi áfram sem horfir fer hann líklega í um það bil 13.000 milljónir króna á árinu, reiknað á há- marksverði með virðisaukaskatti samkvæmt lyfja- verðskrá. Á árinu 2000 var lyfjakostnaðurinn 10.437 milljónir króna reiknaður með sama hætti. Á fjárlög- um ársins 2000 voru Tryggingastofnun ríkisins ætlað- ar 4.725 milljónir króna til greiðslu á lyfjakostnaði. Á fjárlögum fyrir 2001 voru 4.755 milljónir króna ætlað- ar til hins sama og í fjárlagafrumvarpi fyrir 2002 er þessi upphæð 5.116 miiljónir króna. Eins og oft hefur verið bent á eru læknar hér á landi fljótir til að taka ný lyf í notkun og þessu til sönnunar kemur hér súlurit sem sýnir söluverðmæti nýrra lyfja, lyfjapakkninga og samheitalyfja sem fengið hafa markaðsleyfi frá og með árinu 1999. Þetta er sundurliðað í aðalflokka ATC-kerfisins og nefnd nokkur söluhæstu lyfin í hverjum flokki. Ef spáin fyrir 2001 gengur eftir mun kostnaður vegna þessara lyfja verða um 17% af heildarkostnaði. Með slíku áframhaldi er auðsætt að sífellt erfiðara verður að fjármagna lyfjakostnaðinn. Ekkert lát er á streymi nýrra lyfja, sem í mörgum tilfellum reynast hrein við- bót við fyrri meðferðarúrræði, án þess að sýnilegur betri árangur náist. Dæmi um þetta er lyfið rófekoxíb (Vioxx). Það fékk markaðsleyfi hér 1. mars 2000. Á miðju ári 2001 benda sölutölur til þess að um það bil 3000 manns séu að taka lyfið að staðaldri miðað við að venjulegir dagskammtar séu samkvæmt ábending- um Sérlyfjaskrár. Ársmeðferð kostar um 70.000 krónur á mann eða 210 milljónir króna fyrir 3000 manns. Þar af má ætla að almannatryggingar greiði að minnsta kosti 150 milljónir króna. Milljónir króna Ný lyf og pakkningar frá 1999 2500 ■ A Losec MUPS, Xenical, Nexium og fleiri □ B Dianeal, Plavix, Hemohes og fieiri □ C Sivacor, Carduran retard, Cozaar og fleiri □ D Terbicil, Propecia og fleiri ■ G Viagra, Detrusitol, Puregon og fieiri □ H Sandosten Lar, Norditropin simplexx og fleiri ■ J Pentavac, Priorix, Puregon og fleiri □ L Rebif, Campto, Casodex, Enbrel, Remicade og fleiri ■ M Vioxx, Orudis, Modifenac og fieiri □ N Zyban, Comtess, Oropram, Zyprexa og fleiri □ R Seretide, Ventolin discus, Symbicort og fleiri ■ S Cosopt, Oculac og fleiri □ V Alutard og fleiri Læknablaðið 2001/87 947

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.