Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2002, Síða 14

Læknablaðið - 15.02.2002, Síða 14
FRÆÐIGREINAR / BEINÞYNNING Tafla II. Almennir áhættubættir fyrir beinbvnnineu. Hár aldur. Reykingar. Konur eru I þrefalt meiri áhættu. Hreyfingarleysi. Saga um beinbrot á fulloröinsárum. Dettni/byltur (auka brotaáhættu). Ættarsaga um beinþynningu (foreldrar). Kalk- og D-vítamínskortur. Grannholda (BMI* < 20). Minnkuö líkamshæö (> 4cm). * BMI = Body Mass Index - Þyngdarstuöull Tafla III. Dæmi um önnur Ivf og sjúkdómaflokka er geta orsakaö beinþynningu. • Flogaveikilyf. • Ofskömmtun á skjaldkirtilshormóni (einnig ofstarfsemi í skjaldkirtli). • Endurtekin háskammta sterapúlsmeöferö. • lllkynja sjúkdómar í beinum. • Iktsýki og aðrir gigtarsjúkdómar, til dæmis fjölvöövagigt (PMR). • Langvinnir lungnateppusjúkdómar. • Langvinnir meltingarfæra- eöa lifrarsjúkdómar. • Sarcoidosis. • Langvinnir taugasjúkdómar, til dæmis MS. • Líffæraígræöslur. Tafla IV. Ábendinear fyrir beinbéttnimælingu. • Allir sem byrja sykursterameðferö þar sem skammturinn verður hærri en 7,5mg prednisólón og áætluö meöferö lengri en þrír mánuðir ættu aö gangast undir DEXA-beinþéttnimælingu í upphafi sykursterameöferöar. • Mælinguna mætti endurtaka innan eins árs eftir aö sykursterameöferð er hafin, hvort sem sjúklingurinn hefur fengiö sértæka lyfjameöferö eöa eingöngu al- menna forvörn. • Sjúklingar sem þegar eru á sykursterameðferð og hafa einhvern annan þekktan áhættuþátt (sbr. töflu II og III) eöa sögu um beinþynningarbrot. og meðhöndlun beinþynningar hjá sjúklingum sem þurfa langtíma sykursterameðferð, og eru byggðar á gagnrýndum rannsóknarniðurstöðum og bestu þekk- ingu sem völ er á í dag (evidence based medicine). Heimildaleit var gerð í Medline frá 1997 og Cinahl frá 1982 til janúar 2001. Sérstaklega var leitað í Cochrane, DARE, EBM og Best Evidence, auk helstu staða sem vinna leiðbeiningar með gagnreynd- um aðferðum (evidence based medicine). Meðferð- artillögur þessar verða endurskoðaðar reglulega og nýjum upplýsingum komið á framfæri á heimasíðu landlæknis (www.landlaeknir.is). Meingerö Neikvæð áhrif sykurstera á bein eru háð skammta- stærð og lengd meðferðarinnar (12). Til viðbótar neikvæðum áhrifum sykurstera á beinhag hafa þeir einstaklingar sem þurfa langtíma sykursterameðferð oft undirliggjandi sjúkdóma sem einnig valda bein- tapi. Það er ekki fullljóst í dag hvernig sykursterar valda beinþynningu, en ætla má að verkun þeirra sé margþætt (4). Helstu þættir sem eru taldir liggja að baki meingerð sykursteratengdrar beinþynningar eru: • bein áhrif á virkni beinfruma með því að minnka framleiðslu þeirra á stoðefni beinsins og þar af leiðandi verður minni nýmyndun/uppbygging á beini • minnkað frásog kalks vegna minni verkunar D- vítamíns í þörmum • aukinn útskilnaður á kalki í gegnum nýru • áhrif á hormónabúskapinn með minnkuðu seyti kynhormóna sem óbeint veldur aukinni beineyð- ingu Auk þess að valda umtalsverðu beintapi hafa sykursterar neikvæð áhrif á innri uppbyggingu beins- ins þannig að hættan á beinbrotum er meiri en bein- þéttni segir til um - sjá síðar (13, 14). Langtíma sykursteranotkun getur auk þess valdið vöðvarýrnun og minnkuðum vöðvakrafti sem hægir á beinný- myndun og eykur hættuna á byltum og beinbrotum. Enginn sykursteraskammtur er hættulaus með tilliti til beinþynningar og geta jafnvel sterar í innúðaformi valdið beintapi (15). Því er ráðlagt að beita forvörnum og eftirliti hjá þeim einstaklingum sem eru á langtíma innöndunarmeðferð. Þá er nauðsynlegt að taka tillit til þeirra ráðlegginga sem hér fara á eftir þegar endur- tekin dreypismeðferð með sykursterum er notuð. Skilgreiningar Það er unnt að mæla beinþéttni með tölvusneið- myndatækni, ómtækni og DEXA-aðferð (dual- energy x-ray absorptiometry) (16, 17). Síðastnefnda aðferðin er sú áreiðanlegasta miðað við kostnað og gagnlegust í eftirliti. DEXA beinþéttnimælar eru til staðar á Landspítala í Fossvogi og Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóða heilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO) er um beinþynningu að ræða (osteoporosis) þegar mæld beinþéttni með DEXA er 2,5 staðalfrávik neðan við meðal bein- þéttni ungra einstaklinga af sama kyni (T-gildi < -2,5). Beinrýrnun (osteopenia) er skilgreind sem T-gildi á bilinu -f1,0 til -f2,5. Við tiltekið T-gildi eru tvöfalt meiri líkur á að einstaklingar á langtíma sykurstera- meðferð beinbrotni en þeir sem ekki hafa notað sykurstera. Því er samkomulag um að ráðleggja með- ferð einstaklinga á langtíma sykursterameðferð sem um beinþynningu væri að ræða ef beinþéttnistuðull (T-gildi) er lægri en -f1,5 (18). Meðferð Ráðlagt er að mæla beinþéttni og meta aðra áhættu- þætti í upphafi langtíma sykursterameðferðar eða áður en hún hefst ef mögulegt er. Þá er mikilvægt að kynna sjúklingi forvarnarleiðir. Einstaklingar sem eru í aukinni áhættu, þeir sem eru með lága bein- þéttni (T-gildi < -=-1,5) eða eiga sögu um beinþynning- arbrot, þurfa sértæka lyfjameðferð í upphafi sykur- sterameðferðar. I þessu sambandi er rétt að benda á að einungis þriðja hvert samfallsbrot í hrygg er greint klínískt og er því oft ástæða til að kanna sérstaklega 102 Læknablaðið 2002/88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.