Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2002, Síða 22

Læknablaðið - 15.02.2002, Síða 22
FRÆÐIGREINAR / KRABBAMEIN ( ENDAÞARMI Table 1. The number of patients diagnosed with rectal carcinoma in Landspítalinn between 1980-1995. Period (years) n % 1980-1983 7 16 1984-1987 11 26 1988-1991 12 28 1992-1995 13 30 43 100 Table II. The symptoms of 43 patients diagnosed with rectal carcinoma at Landspítalinn 1980-1995. Main symptoms* n % (n=43) Pain 16 37 Rectal bleeding 33 77 Mucous in stool 6 14 Change in bowel habits 27 63 Anemia 5 12 Tenesmus 3 7 Intestinal obstruction 1 2 Urinary retention 3 7 Svmotoms due to metastases 5 12 * Patients can have more than one symptom. Table III. Time from the onset of symptoms until the diagnosis of rectat carcinoma at Landspítalinn 1980- 1995. Weeks n % < i 3 8 1-4 4 10 4-12 9 22 12-48 10 25 > 48 14 35 40* 100 * Information was lacking in 3 cases. Brottnám endaþarms er tæknilega krefjandi og árang- ur eftir aðgerð háður því hvaða aðgerð er fram- kvæmd. Staðbundið endurvakið krabbamein (local recurrence) er helsta vandamálið eftir skurðaðgerð og greindist hjá 20-30% sjúklinga fyrir tveimur ára- tugum (4-6). Erlendis hefur með bættri aðgerðar- tækni tekist að draga úr tíðni staðbundins endur- vakins krabbameins í kringum 5% (9-12). Enn aðrar rannsóknir hafa sýnt rúmlega helmings fækkun stað- bundins endurvakins krabbameins með því að geisla æxlin fyrir skurðaðgerð og lífshorfur þessara sjúk- linga eru marktækt betri en þeirra sem ekki fá geisla- meðferð (8,13-18). í þessari afturskyggnu rannsókn voru yfirfarnar sjúkraskrár sjúklinga sem greindust með endaþarms- krabbamein á Landspítalanum á árunum 1980-1995. Markmið rannsóknarinnar var að kanna einkenni sjúklinganna, tíma frá byrjun einkenna til greiningar og meðferð með tilliti til lífshorfa þeirra. Rannsóknin er beint framhald af rannsókn á ristilkrabbameini á Landspítaia á sama tímabili en niðurstöður þeirrar rannsóknar hafa áður birst í Læknablaðinu (19). Efniviöur og aðferðir Rannsóknin er afturskyggn og nær til sjúklinga sem greindust með kirtilkrabbamein í endaþarmi (adeno- carcinoma recti) á Landspítalanum á tímabilinu frá 1. janúar 1980 til 31. desember 1995. Upplýsingar um greinda sjúklinga með endaþarmskrabbamein fékkst frá krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands (KÍ) og tölvuskrá Landspítalans. Endaþarmur var skilgreindur frá efri mörkum endaþarmsops að ristli við brún spjaldhöfða (promontorium) eða 15 cm frá endaþarmsopi. Endaþarmi var skipt í þriðjunga, neðsta þriðjung, 0-5 cm frá endaþarmsopi, miðhluta endaþarms, 5,1-10 cm frá endaþarmsopi og efsta þriðjung endaþarms, 10,1-15 cm frá endaþarmsopi. Alls greindust 43 sjúklingar, 22 karlar (51%) og 21 kona (49%). Meðalaldur við greiningu var 73 (bil 54- 96) ár. Upplýsingar um einkenni við greiningu og hversu mikil töf varð á greiningu krabbameinsins, rannsóknir og meðferð sjúklinganna fengust úr sjúkraskrám. Annars var um líknandi (palliative) að- gerð að ræða. Upplýsingar um meingerð krabba- meinanna fengust úr gögnum Rannsóknastofu Há- skólans í meinafræði. Kannað var nýgengi sjúkdómsins á rannsókna- tímabilinu, skráð einkenni við greiningu og hversu mikil töf varð á greiningu æxlanna. Helstu rannsókn- ir og meðferð voru einnig skráðar, þar á meðal blóð- rauðagildi í þeirri innlögn sem leiddi til greiningar. Sjúklingarnir voru stigaðir samkvæmt stigunar- kerfi Dukes (20). Hjá fjórum vantaði upplýsingar um stigun. Lífshorfur sjúklinganna við greiningu voru reikn- aðar með líftöflum Kaplan-Meier (21) og einnig voru sjúklingar teknir með í útreikningana sem ekki geng- ust undir skurðaðgerð. Við samanburð á Dukes-stig- un og lífshorfum var beitt kí-kvaðratprófi en t-prófi við aðra útreikninga. Marktekt í útreikningum mið- aðist við p-gildi < 0,05. Niðurstöður Alls greindust 43 sjúklingar með krabbamein í enda- þarmi á Landspítalanum á árunum 1980-1995. í töflu I er sýndur fjöldi greindra tilfella á fjögurra ára tíma- bilum. Ekki reyndist vera um marktæka aukningu að ræða milli tímabila. Einkenni sjúklinga eru sýnd í töflu II. Algengasta einkennið var blóð í hægðum (77%) en hægðabreyt- ingar (63%) og verkir í kviðar- og grindarholi (37%) komu þar næst á eftir. Einkenni vegna blóðleysis (12%) og frá meinvörpum (12%) greindust sjaldnar. Tafla III sýnir tímalengd frá upphafi einkenna til greiningar. Innan viku frá upphafi einkenna greind- ust aðeins þrír sjúklingar en flestir sjúklinganna (83%) höfðu haft einkenni í meira en mánuð, þar af 14 (35%) lengur en ellefu mánuði. Enginn sjúklingur greindist fyrir tilviljun en hjá þremur vantaði upplýs- ingar um tímalengd einkenna. 110 Læknablaðið 2002/88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.