Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2002, Síða 40

Læknablaðið - 15.02.2002, Síða 40
UMRÆÐA & FRÉTTIR / A F SJÓNARHÓLI STJÓRNAR L( Að standa vörð um hagsmuni stéttarínnar Birna Jónsdóttir Höfundur situr í stjórn Læknafélags íslands. Sjónarmiö þau er fram koma í pistlunum Af sjónarhóli stjórnar eru höfundar hverju sinni og ber ekki að taka sem samþykktir stjórnar LÍ. Kæru félagar. Ég er ný í stjórn Læknafélags íslands og spennt að taka þátt í starfinu en er ennþá óslípuð í rennslinu. Ég hef verið að velta því fyrir mér svona í upphafi stjórnarsetu hvernig félag LI sé? Hvernig er félagið uppbyggt, hvað á það að gera, hverjir eru sameiginlegir hagsmunir lækna, hvaða sérhagsmuni og réttindi er brýnast að standa vörð um? Er uppbygging félagsins rétt eins og hún er nú þannig að sem flestir félagsmenn finni sér stað sem þeir eru sáttir við? Að standa vörð um hagsmuni félagsmanna er eitt höfuðmarkmið regnhlífarsamtaka eins og Lækna- félags íslands. Augljóst er að fyrir einstaklinginn er breytilegt frá einum tíma til annars hver eru hans helstu hagsmunamál. Þegar ég var unglæknir 1977-1980 vann ég í hópi innan Læknafélags Reykjavíkur sem safnaði fyrir barnaheimili handa læknabörnum. Á þeim tíma var þetta mikið hagsmunamál yngri lækna i Reykjavík. Við fengum ekki inni á spítalabarnaheimilunum, nema þau sem voru svo heppin að eiga hjúkrunar- fræðing sem maka. Niðurgreiddur barnaheimilis- rekstur var þá jafnréttismál í mínum huga. Kvenna- barátta hefur nú skilað þeim árangri að þótt meiri- hluti íslenskra unglækna í dag sé konur er ekki lengur grundvöllur fyrir þessum rekstri. Þarafleiðandi hefur hann nú verið lagður af, húsið selt og orðið að sjóði hjá LR. Þetta varð meðal annars til þess að ég fór að hugsa um fleiri hús í eigu lækna, það er að segja orlofshús. Má í beinu framhaldi af fréttum um fyrirhugaða skattlagningu fríðinda búast við að ríkisvaldið sem borgar orlofssjóðinn fyrir sína starfsmenn taki upp á því að skattleggja þau fríðindi? Eða er svona rekstur stéttarfélags kannski álíka úreltur og barnaheimilis- rekstur? Hvers vegna eru læknar að standa í rekstri orlofshúsa? Er ekki nær að versla beint við fagmenn? Einstaklinga sem eru að reyna að lifa af rekstri or- lofshúsa út um allt land? Bæði bjóða þeir mun fjöl- breyttara umhverfi og aðstæður, og oft líka aðra tengda þjónustu, svo sem hestaleigu, veiði og aðrar skipulagðar ferðir með leiðsögn. Kaup og kjör er mikilvægt atriði sem alltaf er beint hagsmunamál og snertir stéttarfélag. Samn- ingamál okkar lækna eru flókin og margsamsett. Læknafélag íslands skipar samninganefnd sjúkra- hússlækna og lækna hjá Reykjavíkurborg. Kjara- dómur sér um að úrskurða laun heilsugæslulækna og ný nefnd í heilbrigðisráðuneytinu hefur nú tekið að sér að semja við sjálfstætt starfandi lækna og um ferliverk við sjúkrahúsin. Óneitanlega finnst mér að tekið hafi verið fram fyrir hendurnar á Tryggingaráði sem er yfirstjórn Tryggingarstofnunar ríkisins þegar ráðið er svona fullkomlega sniðgengið í þessu atriði. Það er þó enn eitt af stóru hlutverkum TR að sjá um að kaupa þjónustu fyrir skjólstæðinga sína, það er íslenska ríkisborgara sem eru sjúkratryggðir hér, ekki satt! Kannski að gamla sjúkratryggingakerfið sé búið að ganga sér til húðar og eitthvað nýtt sé í uppsigl- ingu? Uppbygging LÍ hefur breyst gegnum tíðina en kannski er enn þörf á róttækum breytingum. Gömlu svæðafélögin hafa ekki lengur meirihluta atkvæða á aðalfundi LÍ þó þau séu nauðsynlegur vettvangur í héraði. Slík félög eru gott dæmi um þverfagleg félög sem henta vel til að standa vörð um ákveðna sameig- inlega hagsmuni einstaklinga. Önnur þverfagleg fé- lög geta tekið mið af aldri til dæmis, svo sem Félag ungra lækna og Félag eldri lækna. Kyngreining í félagsstarfi er ekkert nýtt og tiltölulega ungt Félag kvenna í læknastétt hefur haldið úti fjölbreyttu og fjölsóttu starfi undanfarin ár. Á sumum íjölmennum læknastöðvum í Reykjavík hafa menn kannski meiri sameiginlegra hagsmuna að gæta en innan síns sér- greinafélags. Hvað segja Læknasetursmenn, vilja þeir stofna félag og eiga fulltrúa á aðalfundi LI? Ákveðin lágmarkstala félagsmanna þarf auðvitað að vera á bak við sérhvern fulltrúa. Margar stórar sérgreinar telja hagsmunum sínum örugglega best borgið innan eigin vébanda en litlu greinarnar þyrftu kannski að slá sér saman til að félagatala nægði fyrir fulltrúa. Þetta gæti orðið allra skemmtilegasti dans gegn- um starfið. Byrja hjá FUL, prófa svæðisfélag, nokkur ár í sérgreinafélagi, berjast með kvenfélaginu eða Læknasetrinu, og enda að lokum í Félagi eldri lækna. Baráttukveðjur 128 Læknablaðið 2002/88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.