Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2002, Qupperneq 55

Læknablaðið - 15.02.2002, Qupperneq 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÁ LÆKNADÖGUM Þegar læknírínn breytist í sjúkling - Fróðlegt og velheppnað málþing um veikindi, starfslok og annan vanda sem læknar lenda í ekki síður en aðrar stéttir Hver á að græða græðarann þegar hann veik- ist eða verður af öðrum ástæðum ófær um að gegna störfum sínum? Hvernig bregðast læknar við þegar þeir breytast í sjúklinga? Hvernig gengur að sam- ræma læknisstarfið fjölskyldulífinu og hvenær eiga læknar að hætta að lækna? Þessum spurningum velti fullur salur af læknum fyrir sér einn eftirmiðdag á Læknadögum. Þar var haldið málþing undir heitinu A brattann sem Sigurbjörn Sveinsson formaður LÍ stjórnaði af röggsemi. Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi reið á vað- ið og greindi frá því að til hans hefðu leitað um 40 læknar á undanförnum árum vegna vandamála sem tengjast fíkn í áfengi eða lyf. Hann sagðist ekki eiga von á öðru en að slíkur vandi herjaði á lækna í svip- uðum hlutföllum og á aðrar stéttir. Hins vegar væri það einkenni á læknum að sjúkdómsinnsæi þeirra virtist minna en annarra stétta og mótþrói við með- ferð meiri. Líkamlegt ástand lækna sem leituðu með- ferðar væri líka oft verra en annarra stétta en geð- rænt ástand svipað. Þórarinn ítrekaði þá nauðsyn sem aðrir hafa bent á að nánasta starfsumhverfi lækna verði meðvitaðra um hættuna á því að læknar lendi í vanda með fíkn sína. Nú væri Landlæknisembættið eini aðilinn sem brygðist við þegar slíkur vandi kemur upp. Koma þyrfti upp greiningu sem væri í höndum óháðra fag- manna og þar þyrfti að skoða heilsufar lækna, líkam- legt og geðrænt, fjölskylduaðstæður og annað það í daglegu lífi þeirra sem gæti bent til þess að þeir ættu í vandræðum. Að trufla kollegana A eftir Þórarni töluðu þrír læknar um veikindi lækna. Tveir þeirra, Stefán Þórarinsson og Már Kristjáns- son, höfðu lent í því að veikjast alvarlega en sá þriðji, Óskar Einarsson, hafði annast Má í veikindum hans. Þeim varð tíðrætt um hlutverkaskipan lækna og sjúk- linga og hvernig hún riðlaðist þegar læknar veiktust. Stefán sagði að þessi hlutverk væru svo fastmótuð að segja mætti að þau tilheyrðu hvort sínum heiminum: vísindaheimi og mannheimi. Þegar læknirinn veikist þarf hann að skipta um hlutverk og það er meira en að segja það að gera slíkt. Til dæmis sagði Stefán að læknar væru vanir því að meta horfur sjúklinga út frá hóplíkum en skyndi- lega væri málið farið að snúast um einn einstakling og það Iækninn sjálfan. Spurningin væri skyndilega: Hvað verður um mig? Viðbrögð lækna við þessum nýju aðstæðum væru ekki alltaf jafn skynsamleg og úthugsuð og vera þyrfti. Læknirinn bregst ekki síður tilfinningalega við eigin veikindum en aðrir, honum hættir til ýmist að afneita sjúkdómnum eða gera of mikið úr honum. Það væru oft þung spor að leita til kolleganna eftir aðstoð, menn vildu ekki trufla heilbrigðiskerfið að óþörfu. Verstur væri þó ótti lækna við að verða að at- hlægi meðal kolleganna fyrir að hafa áhyggjur af heilsufarinu sem reyndust ástæðulausar. Már sagði svipaða sögu en bætti því við að það hefði verið honum dýrmæt reynsla að verða sjúk- lingur. Hann hefði brugðist þannig við að panta ekki tíma hjá lækni heldur var hann alltaf að truila kolleg- ana á göngum spítalans með erfiðum spurningum. Slíkt væri ekkert sniðugt, hvorki fyrir þann sjúka né kollegana. Það kom reyndar fram í máli margra sem tóku til máls þetta síðdegi að stór hluti lækna hefði ekki heimilislækni og leitaði sjaldan til Iæknis með formlegum hætti, auk þess sem vinnufélagarnir veigra sér við að benda á einkenni, þótt augljós væru. Reyndin væri því sú að eftirlit með heilsu lækna væri oft mun minna en hjá öðrum starfsstéttum, hversu þversagnakennt sem það kann að virðast. Hluti frummœlenda í pallborðsumrœðum ásamt fundarstjóra, talið frá vinstri: Agnes Wold, Hjalti Már Þórisson, Már Kristjánsson, Þórarinn Tyrfingsson, Tryggvi Ásmundsson og Sigur- björn Sveinsson. Aö mæla sig eöa mæla sig ekki Það var á Óskari Einarssyni að heyra að hlutverk læknis sem fær lækni sem sjúkling væri síst öfundsverð- ara en þess sem veikist. I hans tilviki bættist við að sjúklingur hans var bæði kollega, vinnufélagi og góður vinur og veiðifélagi. Ekki bætti úr skák að fyrsta at- renna að sjúkdómsgreiningu misfórst og viðbrögðin við sjúkdómnum þar af leiðandi ekki rétt. Óskar sagði hafa fyllst sjálfsásökun og jafnvel misst svefn af þessum sökum. Hvemig á ég að segja honum þetta? Er kannski rétt að fá annan Iækni? Get ég í raun ráð- lagt sérfræðingnum eitthvað? í annarri tilraun tókst greiningin vel, sjúklingurinn brást rétt við meðferð og Læknablaðið 2002/88 143
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.