Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2002, Qupperneq 75

Læknablaðið - 15.02.2002, Qupperneq 75
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐAPISTILL 141 Jóhann Heiðar Jóhannsson Netfang: johannhj@landspitali.is Endurkoma sjúkdóms TRYGGVl STEFÁNSSON LÆKNIR HRINGDl FYRIR nokkru síðan og óskaði eftir umfjöllun um recurrence, endurkomu sjúkdóms eða einkenna. Iðorðasafn lækna birtir enska nafnorðið recurrence, upptekning; og lýsingarorðin recurrens (L), aftur- hvarfs-\ og recurrent (E), 1. ítrekaður. 2. afturhvarfs-. Uppruni orðanna er rakinn til latnesku sagnarinnar recurrere, að hlaupa aftur. Læknisfræðiorðabók Dorlands gefur þýðingu á nafnorðinu recurrence, endurkoma einkenna eftir hlé (remission) og vísar í annað nafnorð, relapse, endurkoma sjúkdóms eftir að hann virðist genginn yfir. íðorðasafn lækna hefur þar valið þýðinguna bakslag. Endurkoma einkenna og teikna sjúkdóms sem virðist lœknaður. Aftur er upp- runa að leita í latínu þar sem lapsus er flótti, fall, galli eða villa. Enn eitt fræðiheitið er recrudecence sem Iðorða- safn lækna nefnir: uppblossun. Ný elnun sjúkdóms sem virtist í afturbata. Rifja má upp að sögnin að elna merkir að aukast eða vaxa. Enn er uppruni fræði- heitisins rakinn til latínu þar sem lýsingarorðið crudus merkir hrár, grófur eða hrjúfur. Heitið recrudecence mun fyrst og fremst hafa verið notað um sár sem opnuðust eða komu fram aftur. Þegar flett er upp í öðrum erlendum læknisfræðiorðabókum kemur í ljós að læknisfræðilegur merkingarmunur orðanna recurrence, relapse og recrudecence er að mestu horfinn. Æskilegt væri því að samræma þau í íðorðasafninu einnig. Undirritaður svaraði Tryggva þannig að endur- koma (einkenna eða sjúkdóms) væri það heiti sem hann helst vildi nota um recurrence. Islenska sam- heitaorðabókin gefur samheitin afturhvarf og aftur- koma, en þau hafa enga augljósa yfirburði. Til ítrek- unar má nefna dæmi: recurrent tumor verður þá endurkomið æxli eða endurkomuæxli og recurrent disease verður endurkominn sjúkdómur eða endur- komusjúkdómur. Sjúkraskrá í 137. pistli (Lbl 2001; 87: 843) var að beiðni Runólfs Pálssonar lyflæknis fjallað um íslenskt heiti á þeim hluta sjúkraskrárupplýsinga sem læknar safna kerfis- bundið við komu og innlögn sjúkiings á sjúkra- stofnun. Runólfur vildi losna við slanguryrðið „sjúrnall“ sem oft er notað í samsetningunni „að taka sjúrnal“ til að vísa í þessa fyrstu upplýsingasöfnun. Runólfur virtist í staðinn vilja nota heitið „innlagnar- nóta“, en undirritaður lagðist gegn því að tökuorðið „nóta“ fengi þennan virðulega sess og stakk upp á því að heitið sjúkraskrá mætti nota þarna í þrengri merk- ingu: 2. þœr sjúkdóms- og heilbrigðisupplýsingar sem safnað er við innlögn á heilbrigðisstofnun eða við komu til heilbrigðisstarfsmanns; auk hinnar hefð- bundnu: 1. heildarsafn sjúkragagna ákveðins sjúk- lings, sem geymd eru hjá heilbrigðisstofnun eða sjálf- stœtt starfandi heilbrigðisstarfsmanni. Sá sem safnar upplýsingunum getur sagst vera „að safna í sjúkra- skrá“ án þess að misbjóða máltilfinningu annarra. Komuskrá Nýlega var á förnum vegi kastað fram þeirri tillögu við undirritaðan að fyrsti hluti sjúkraskrárinnar heiti komuskrá. Hugmynd hins ónefnda tillöguhöfundar var sú að komuskránni tilheyrðu: innlagnarástœða og saga núverandi veikinda, fyrri heilsufarssaga, lýsing á líkamsskoðun og samantekt og fyrsta niðurstaða lœknis. Ekki er ástæða til annars en að taka tillögunni vel og biðja menn að taka hana til vandlegrar skoð- unar. I umræðunni kom einnig fram önnur tillaga: innlagnarskrá. Undirritaður hvatli þennan tillögu- höfund til að ráðast einnig í það verkefni að koma með tillögu að lipurri rammíslenskri samsetningu sem næði yfir þann algenga verknað sem á slangur- málinu nefnist „að taka sjúrnal af sjúklingi“ eða „að sjúrnalísera sjúkling“. Er ekki líka hugsanlegt að einhver annar orðhagur læknir sé búinn að leysa þrautina? Exposure í 135. pistli (Lbl 2002; 87: 667) var rætt um fyrirbærið exposure, það að verða fyrir ytri áhrifum, oftast skaðvænlegum. Hugljómum hefur enn ekki orðið og óskað er eftir aðstoð. Til að koma mönnum af stað má benda á uppruna frá latnesku sögninni exponere sem hefur margar skráðar merkingar: að bera út, setja út, setja fram, setja upp á strönd, skilja eftir óvarinn, yfirgefa, gefa út, sýna, leggja til, útskýra. Enska nafn- orðið exposure er í læknisfræðilegu samhengi oftast notað til að gefa til kynna magn, tímalengd eða alvar- leika ýmissa ytri áhrifa, til dæmis af smitverum, efn- um eða skaðlegum geislum. Rétt er að benda á að hér er enn eitt dæmið um mikla notkun nafnorða í ensku. Setninguna „The patient was subjected to minimal radiation exposure" er ekki vandi að þýða á íslensku þannig að innihaldið skili sér fyllilega: „Sjúklingurinn varð fyrir lágmarksgeislun“. Glöggir menn sjá hins vegar að nafnorðið cxposure hefur ekki verið þýtt sérstaklega og virðist ekki koma að sök. Engu að síður verðum við sennilega að eiga tiltækt samsvar- andi íslenskt nafnorð. íðorðasafn lækna birtir þýð- ingarnar: 1. aflyúpun, opnun. 2. berskjöldun. Pað að láta verða fyrir áhrifum sem geta haft skaðvœnleg áhrif svo sem afmiklum hita, kulda, geislun eða sótt- kveikjum. 3. geislaskammtur. Óskað er eftir hug- myndum og tillögum. Læknablaðið 2002/88 163
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.