Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2002, Qupperneq 77

Læknablaðið - 15.02.2002, Qupperneq 77
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FARALDSFRÆÐI 15 Faraldsfræði í dag Aldursstöðlun María Heimisdóttir Netfang: mariah@decode.is Aldur er oft mjög sterkur raskandi þáttur í faraldsfræðilegum rannsóknum og getur haft mikil áhrif á niðurstöður, svo sem dánartíðni (mortality rate) og nýgengi sjúkdóma. Slíkar niðurstöður eru iðulega bornar saman milli mismunandi hópa eða við gögn annars staðar frá, til dæmis frá öðrum löndum, svæðum eða frá öðrum tíma. Ef aldursdreifing hóp- anna sem bera á saman er mismunandi getur það raskað niðurstöðunum og í raun gert þær algerlega ósambærilegar. Nokkrar leiðir eru færar til að draga úr slíkri röskun. í fyrsta lagi má beita fjölþáttagrein- ingu (multivariable analysis) til að einangra og meta áhrif aldurs á niðurstöðuna. í öðru lagi má skilgreina aldurshópa og bera niðurstöðurnar saman milli sam- bærilegra aldurshópa. Raskandi áhrifa aldurs gætir æ minna eftir því sem aldursbilið sem notað er til að skilgreina hópana er þrengra. í þriðja lagi má staðla niðurstöðurnar með tilliti til aldurs. Aldursstöðlun er algeng aðferð til að útiloka eða draga úr raskandi áhrifum aldurs. Tökum aldurs- stöðlun á dánartíðni í almennu þýði sem dæmi en sömu reglum má einnig beita í öðrum tilvikum. Hrá dánartíðni (crude mortality rate) endurspegl- ar annars vegar dánartíðni mismunandi aldurshópa innan þýðisins og hins vegar hlutfall hvers aldurshóps af heildarþýðinu. Þannig er hrá dánartíðni vegin með aldursdreifingu þýðisins. Beita má aldursstöðlun á beinan (direct) eða óbeinan (indirect) hátt til að draga úr raskandi áhrifum aldurs á dánartíðnina með því að reikna heildardánartíðni. Algengara er að nota beina aldursstöðlun en sú aðferð felst í fjórum skrefum (1): 1) Velja staðalþýði með þekkta aldurs- dreifingu. Val þess byggist oft á hefðum á hverjum stað, þannig eru manntalsupplýsingar frá 1940 eða 1980 gjarnan lagðar til grundvallar aldursstöðlun í Bandaríkjunum. 2) Margfalda dánartíðni í hverjum aldurshóp rannsóknarþýðisins með fjölda einstak- linga í sama aldurshóp í staðalþýðinu. Niðurstaðan er sá fjöldi dauðsfalla sem vænst er í hverjum aldurshóp rannsóknarþýðisins miðað við aldursdreifingu stað- alþýðisins. 3) Leggja saman fjölda dauðsfalla sem vænst er í hverjum aldurshóp til að fá heildarfjölda dauðsfalla sem vænst er í þýðinu. 4) Deila í þennan heildarfjölda dauðsfalla með heildarfjölda einstak- linga í staðalþýðinu til að fá aldursstaðlaða heildar- dánartíðni. Þessi skref eru endurtekin fyrir öll rann- sóknarþýði eða hópa sem bera á saman. Dánartíðni sem stöðluð hefur verið á þennan hátt er túlkuð sem sú dánartíðni sem fengist hefði ef rannsóknarþýðið hefði haft sömu aldursdreifingu og staðalþýðið. Öll rannsóknarþýði sem stöðluð hafa verið á þennan hátt eru því sambærileg hvert við annað (og við staðal- þýðið) en aldursstöðluð dánartíðni er í sjálfu sér ekki raunveruleg heldur afleidd niðurstaða. Óbein aldursstöðlun er framkvæmd á gagnstæðan hátt. Þannig er dánartíðni staðalþýðisins í hverjum aldurshópi notuð til að margfalda með fjölda einstak- linga í sambærilegum aldurshópi innan rannsóknar- þýðisins. Þannig fæst fjöldi dauðsfalla sem vænst hefði verið í hverjum aldurshópi ef dánartíðnin innan þeirra hefði verið söm og í staðalþýðinu. Ef deilt er í þennan fjölda með fjölda einstaklinga í viðkomandi aldurshóp fæst dánartíðni sem bera má saman við heildardánartíðni í staðalþýðinu. Dánartíðni sem stöðluð hefur verið með þessum hætti er eingöngu hægt að túlka í samhengi við staðalþýðið en ekki sem sjálfstæða niðurstöðu. Staðlað dánartíðnihlutfall (standardized mortality ratio) byggist á óbeinni aldursstöðlun og túlkun slíkra hlutfalla grundvallast á aldursstöðluninni. Bein aldursstöðlun hentar yfirleitt betur en óbein aldursstöðlun. Þó getur óbeina aðferðin verið æski- legri ef um er að ræða mjög lítið rannsóknarþýði þar sem tíðnitölur eru mjög viðkvæmar fyrir smávægileg- um sveiflum í fjölda atburða. Við slíkar aðstæður má stundum jafna út tíðnitölur með því að reikna meðal- tíðni yfir lengra tímabil, til dæmis meðaldánartíðni yfir fimm ár í stað eins árs. Ef það er óæskilegt má beita óbeinni aldursstöðlun til að jafna tíðnina með því að staðla hana að dánartíðni staðalþýðisins sem er jafnan nokkuð stöðug. Aldursstöðlun er gagnlegt verkfæri en á aðeins að beita þegar hennar er þörf því eins og áður sagði eru aldursstaðlaðar niðurstöður ekki raunverulegar nið- urstöður heldur afleiddar og verður að túlka sem slíkar. Almennt má segja að aldursstöðlun sé æskileg ef bæði eftirfarandi skilmerki eru til staðar: 1) Ut- koman sem verið er að rannsaka er tengd aldri. 2) Hóparnir sem bera á saman hafa ólíka aldursdreif- ingu. Þessi skilmerki gilda ekki aðeins um stöðlun heldur almennt fyrir aðgerðir til að hefta áhrif rask- andi þátta. Þau hugtök og aðferðafræði sem beitt er við ald- ursstöðlun má einnig nota við stöðlun með tilliti til annarra þátta, svo sem kynþáttar eða líkamsþyngdar. Heimild: 1. Greenberg RS. Medical Epidemiology. Appleton & Lange, Norwalk 1993,41. Læknablaðið 2002/88 165
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.