Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2002, Side 83

Læknablaðið - 15.02.2002, Side 83
RÁÐSTEFNUR / ÞING ■ Ársþing Skurðlæknafélags íslands og Svæfinga- og gjörgæslulækna- félags íslands veröur haldið á Grand Hótel í Reykjavík fimmtudaginn 18. og föstudaginn 19. apríl næstkom- andi. Á fimmtudeginum verða flutt frjáls erindi og kynnt veggspjöld. Á föstudeginum verða aðalfundir Skurðlæknafélags íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags íslands og rædd önnur mál tengd skurðlækningum og svæfingum. Ágrip erinda skulu berast fyrir 15. febrúar til Margrétar Aðalsteinsdóttur hjá Fræðslustofnun lækna, með tölvupósti eða á disklingi, sjá nánari upplýsingar hér að neðan. Þau ágrip sem vísindanefnd félaganna samþykkir til flutnings á þinginu verða birt í Læknablaðinu. Vísinda- nefnd áskilur sér rétt til að hafna innsendum ágripum. Vísindanefnd áskilur sér einnig rétt til að hafna ágripum til flutnings en samþykkja þau í formi veggspjalds. Við ritun ágripa skulu eftirtalin atriði koma fram í þeirri röð sem hér segir: • Titill ágrips, nöfn og vinnustaðir höfunda, inngangur, efniviður og aðferðir, niðurstöður og ályktanir. • Nafn flytjanda skal feitletrað. • Hámarkslengd ágripa er 1800 letureiningar (characters). • Ágrip skulu skrifuð á íslensku. • Höfundar skulu geta þess hvort þeir óska eftir að flytja erindi eða sýna veggspjald. • Höfundar skulu láta þess skýrt getið hvaða útbúnað í fundarsal þeir óska eftir að nota við flutning erindisins. Nánari upplýsingar um þingið veita: Helgi H. Sigurðsson, Landspítala Fossvogi og Sveinn Geir Einarsson, St. Jósefsspítala Hafnarfirði. Ritari þingsins er Margrét Aðalsteinsdóttir hjá Fræðslustofnun lækna, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi, sími: 564 4100, bréfasími: 564 4106, netfang: magga@icemed.is AstraZeneca dagur 2. mars 2002 Að venju verður hinn árlegi fræðslu- og fagnaðardagur heimilislækna haldinn á Hótel Loftleiðum fyrsta laugardag í mars. Öldrunarlæknar eru einnig hjartanlega velkomnir. AstraZeneca dagurinn er sem fyrr skipulagður af FÍH og AstraZeneca. Yfirskrift dagsins er Framtíð heimilislækninga. Dagskráin hefst kl. 9:00 með tveggja klukkustunda almennum fundi þar sem spáð verður í stöóu og framtíð heimilislækninga á íslandi. Að því loknu verður boðið upp á þríþætta samhliða dagskrá fram að almennum fundi milli kl. 16:00 og 17:00. Nánari dagskrá mun verða send læknum sérstaklega. Fræðslunefnd FÍH AstraZeneca Læknablaðið 2002/88 171

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.