Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2002, Qupperneq 14

Læknablaðið - 15.10.2002, Qupperneq 14
FRÆÐIGREINAR / ALVARLEGAR AUKAVERKANIR KÍNÍNS Table I. Clinical and laboratorv features of the patients (the most abnormal laboratorv values are shown). Patient Age No. of Clinical Hb WBC/ PMN Platelets PT APTT FDP/D-dimer LDH Creatinine Quinine- no. (yrs) hospital presentation (g/L) (xl09/L) (XIO’/L) (sec) (sec) (mg/L) (U/L) (rrmol/L) dependent admissions antibodies i 79 3 Fever, nausea, vomiting, abdominal pain 107 1.2 79 - - - - - - 2 53 1 Fever, nausea, vomiting 127 17.2/16.7 166 - - - 607 89 - 3 60 3 Nausea, vomiting, abdominal pain 103 2.0 87 21.2 57.8 >40/- 656 102 4 65 2 Fever, chills, nausea, abdominal pain 130 6.7/6.2 151 . . 527 81 5 75 1 Fever, nausea, vomiting, diarrhea 158 0.7 62 _ _ . 245 64 Granulocytes 6 52 2 Fever, nausea, vomiting, diarrhea, abdominal pain, anuria 108 0.9/0.7 95 19 52 -/32-64 10940 750 Platelets 7 69 1 Fever, nausea, vomiting, diarrhea, abdominal pain, oliguria 61 3.2/1.95 28 18.5 29 -/6.5 5383 963 Platelets Abbreviations are: Hb, hemoglobin; WBC, white blood cells: PMN, polymorphonuclear leukocytes; PT, prothrombin time; APTT, activated partial thromboplastln time; FDP, fibrin degradation products; LDH, lactate dehydrogenase. lagi sem er algengt vandamál, sérstaklega meðal aldr- aðra. Vöðvakrampi sem oftast er nefndur sinadráttur getur verið mjög sársaukafullur og geta tíð köst haft slæm áhrif á lífsgæði. Meðferð hefur miðað að því að fyrirbyggja eða lina einkennin og er kínín það með- ferðarúrræði sem mest hefur verið beitt frá því byij- að var að nota það í þessum tilgangi fyrir 60 árum (1). Verkunarmáti lyfsins er óviss en það virðist auka torleiðnitíma hreyfiendaplötu þverrákóttra vöðva og minnka þannig samdráttarhæfni þeirra (2). Kínín getur haft margvíslegar alvarlegar auka- verkanir í för með sér. Meðal þeirra er svonefnt kína- barkarheilkenni (cinchonism) sem orsakast af beinni eiturverkun lyfsins og einkennist af ógleði, uppköst- um, niðurgangi, eyrnasuði, heymarskerðingu, and- litsroða, svitamyndun og höfuðverk (3). Við alvarleg- ar eitranir koma fyrir sjónskerðing, blóðsykurfall, lífshættulegar hjartsláttartruflanir, lágþrýstingur, með- vitundarleysi og krampar. Kínín getur einnig valdið aukaverkunum sem stafa af ofnæmisviðbrögðum gegn lyfinu og er ónæm- isblóðflagnafæð (immune thrombocytopenia) þekkt- ust þeirra (4). A síðustu árum hefur verið lýst tilfell- um af blóðkornafæð (pancytopenia), blóðstorkusótt (disseminated intravascular coagulation, DIC) og blóðlýsu- og nýrnabilunarheilkenni (hemolytic- uremic syndrome, HUS) (5-7). Fundist hafa kínínháð mótefni gegn blóðflögum, kleyfkyrningum og rauð- um blóðkornum í sermi slíkra sjúklinga (7,8). Hér er greint frá sjö tilfellum alvarlegra aukaverk- ana kíníns sem uppgötvast hafa hérlendis á undan- förnum árum. Sjúkrahúsi Reykjavíkur á tímabilinu 1978-2000. Upplýsinga um klínísk einkenni og niðurstöður rann- sókna var aflað úr sjúkraskrám. Sérstaklega var kannað hvort merki væru um blóðkornafæð, blóð- lýsu af völdum smáæðakvilla (microangiopathic hemolysis), blóðstorkusótt og skerta nýrnastarfsemi. Þá var athugað með hvaða hætti sýnt var fram á að um aukaverkun kíníns væri að ræða, magn kíníns sem tekið var inn og tímalengd frá töku þess til upphafs einkenna. Loks var athugað hvaða meðferð sjúkling- arnir fengu og hver afdrif þeirra urðu. Greining kínínliáðra mótefna í sermi Hjá þremur sjúklingum var leitað að kínínháðum mótefnum gegn blóðflögum og/eða kleyfkymingum í sermi með flæðisfrumugreiningu. Blóðflögur og kleyfkyrningar voru einangraðir úr blóðsýnum frá heilbrigðum gjöfum. Kíníni (0,3 mmól/1) var blandað saman við frumurnar og þær látnar standa við 20°C í 15 mínútur. Sermi sjúklings, þynnt t/io, var bætt saman við og frumurnar látnar standa við 20°C í 15 mínútur. Til samanburðar voru blóðflögur og kleyfkymingar sem ekki höfðu verið meðhöndlaðir með kíníni og sermi frá heilbrigðum einstaklingi. Að loknum þvotti var frumunum brugðið við flúrskins- tengdu kanínumótefni, sértæku fyrir IgG mótefni úr mönnum (DAKO a/s, Glostrup, Denmark), á ís í 30 mínútur í myrkri. Að því búnu voru frumumar þvegnar og meðhöndlaðar með 0,5% formaldehýði í fimm mínútur við 20°C. Að lokum voru frumurnar rannsakaðar í flæðisfrumusjá (FACScan, Becton, Dickinson and Company, San Jose, CA, USA). Efniviöur og aðferöir Sjúklingar Lýst er sjö sjúklingum sem greindust með alvarlegar aukaverkanir af völdum kíníns á Landspítala eða Niðurstöður Tafla I gefur yfirlit yfir klíníska mynd og helstu niður- stöður blóðrannsókna hjá sjúklingunum sjö sem allir voru konur á aldrinum 52-79 ára (meðalaldur 64,7 718 Læknablaðið 2002/88
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.