Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2002, Page 17

Læknablaðið - 15.10.2002, Page 17
FRÆÐIGREINAR / ALVARLEGAR AUKAVERKANIR KÍNÍNS meðal einstaklinga af báðum kynjum sem hafa þenn- an kvilla. Prír af þessum 17 sjúklingum létust og átta af þeim sem eftir lifðu fengu langvinna nýrnabilun, þar af þurftu tveir skilunarmeðferð til langframa. Þessi útkoma sýnir hversu alvarlegt vandamál þetta er. Engar leiðbeiningar liggja fyrir um meðferð blóð- lýsu- og nýrnabilunarheilkennis af völdum kíníns en almennt er álitið að blóðvökvaskipti séu kjörmeðferð líkt og þegar aðrar orsakir eru að baki. Meinmyndun blóðlýsu- og nýrnabilunarheilkenn- is er óþekkt en sköddun æðaþelsfrumna í nýrum er almennt talinn vera frumatburðurinn í sjúkdómsferl- inu (24). Rannsóknir á sjúklingum með blóðlýsu- og nýrnabilunarheilkenni af völdum kíníns hafa varpað nokkru ljósi á meinmyndunarferlið. Glynne og sam- starfsmenn sýndu fram á margvísleg kínínháð mót- efni sem bundust meðal annars við æðaþelsfrumur og miðluðu virkjun þeirra (20). Petta bendir til að kínín- háð mótefni geti valdið æðaþelsskaða. Þá sýndu rannsóknir Stroncek og samstarfsmanna að sermi sjúklings orsakaði aukna viðloðun hlutleysiskyrninga við æðaþelsfrumur í nærveru kíníns og drógu vfsinda- mennirnir þá ályktun að sköddun æðaþelsfrumnanna kunni að vera miðlað af hlutleysiskymingum (8). Klumpun blóðflagna er einnig mikilvægur þáttur í meinmyndunarferlinu en aukin viðloðun þeirra verð- ur fyrir tilstilli fjölliða von Willebrands-þáttar sem losna úr sködduðum æðaþelsfrumum og bindast við viðtæki blóðflagna, GPIb/IX og Ilb/IIIa (25). Þrír af sjúklingum okkar voru með blóðstorkusótt á vægu stigi. Aðeins sjö tilfellum af blóðstorkusótt af völdum kíníns hefur áður verið lýst (5,17,18,26,27) en það gefur líklega ekki rétta mynd af tíðni þessa vandamáls þar sem ekki er alltaf hugað að því. í nokkrum tilfellum voru merki um blóðlýsu- og nýma- bilunarheilkenni einnig til staðar. Þetta er frábrugðið dæmigerðu blóðlýsu- og nýrnabilunarheilkenni þar sem teikn um ræsingu storkukerfis eru yfirleitt ekki fyrir hendi. Möguleg skýring á ræsingu storkukerfis- ins fyrir tilstilli kíníns er binding mótefna við ónæmis- vaka æðaþels sem hefur í för með sér losun storku- hvetjandi efna. Töf á sjúkdómsgreiningu var algeng meðal þeirra sjúklinga sem hér er lýst, líkt og greint hefur verið frá áður (7). Það skýrist án efa af fjölbreytileika klínísku myndarinnar sem er ruglað saman við aðra sjúk- dóma, til að mynda blóðsýkingu. Athyglisvert er að enginn sjúklinganna sagði frá töku kíníns við komu á sjúkrahús. Þekkt er að lausasölulyf eru iðulega ekki nefnd þegar tekin er sjúkrasaga og þarf því að spyrja sérstaklega eftir þeim. Mikilvægt er að spyrja alla sjúklinga með blóðlýsu- og nýrnabilunarheilkenni um töku kíníns. Ef sterkur grunur er fyrir hendi en saga um töku kíníns fæst ekki fram er hægt að mæla kínín í blóði og þvagi. Einnig geía kímnháð mótefni í sermi verið hjálpleg við greiningu. Gjöf kíníns í þeim tilgangi að framkalla sjúkdómseinkenni í greiningar- skyni, eins og gert var í tilviki tveggja af þeim sjúk- lingum sem hér er lýst, kemur ekki lengur til greina þar sem nú er þekkt hve hættulegar aukaverkanir lyfsins geta verið. Kínín finnst einnig í neysludrykkjum, einkum beiskum sítrónudrykkjum. Þekktastur slíkra drykkja hér á landi er tónik en kíníninnihald þess getur verið allt að 80 mg/L (28). Vitað um tvö tilfelli þar sem kínín í drykk framkallaði blóðlýsu- og nýrnabilunar- heilkenni (6,18). Þá er þekkt eitt tilfelli þar sem kínín í drykk virðist hafa orsakað ofnæmi því sjúklingurinn veiktist alvarlega eftir töku sinnar fyrstu kíníntöflu (17). Þar sem flest tilfelli alvarlegra aukaverkana kín- íns hafa átt sér stað eftir inntöku þess í töfluformi er talið að hærri skammtar séu líklegri til að framkalla ofnæmi. Allir þeir sjúklingar sem hér er lýst tóku kínín í töfluformi (100 eða 250 mg) en auk þess hafði einn þeirra endurtekið fengið svæsin einkenni sem mögulega má rekja til kíníns í tónik. Lýst hefur verið efasemdum um gagnsemi kíníns í meðferð vöðvakrampa í ganglimum. Fáar vel hann- aðar samanburðarrannsóknir hafa verið gerðar og hafa niðurstöður þeirra ekki verið samhljóða. Tvær fjölrannsóknagreiningar á niðurstöðum slembirað- aðra, lyfleysustýrðra rannsókna sýndu að fyrirbyggj- andi notkun kíníns dregur úr tíðni vöðvakrampa en lyfið virtist ekki koma að gagni væri það tekið eftir að vöðvakrampi hófst (29, 30). Tvær nýlegar tvíblindar lyfleysustýrðar rannsóknir, sem hvor um sig saman- stóð af um 100 sjúklingum, hafa staðfest þessa niður- stöðu en báðar sýndu að kínín veldur fremur hóflegri en tölfræðilega marktækri fækkun vöðvakrampa (31, 32). Ýmsum spurningum er þó enn ósvarað, meðal annars hvað snertir skammta og meðferðarlengd. Loks er mikilvægt að rannsaka þennan kvilla nánar í þeirri von að unnt verði að þróa lyfjameðferð sem er bæði virkari og öruggari en kínín. Erfitt er að gera sér grein fyrir tíðni alvarlegra aukaverkana kíníns, enda hefur hún ekki verið rann- sökuð með markvissum hætti. Eitthvað kann að vera um ógreind tilfelli þar sem greining aukaverkana kíníns er ekki alltaf auðveld. auk þess sem óvíst er að læknum sé almennt kunnugt um tilvist þeirra. í ljósi talsverðrar notkunar þessa lyfs er þó h'klegt að alvar- legar aukaverkanir séu mjög fátíðar. Engu að síður ákvað Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna að stöðva sölu kíníns án ávísunar læknis árið 1994 vegna alvarlegra aukaverkana þess (33). Hér á landi hefur kínín verið fáanlegt í takmörkuðu magni í lausasölu frá því um 1960 (upplýsingar frá Lyljastofnun). Sam- kvæmt söluskrá hefur orðið um það bil þreföld aukn- ing á sölu lyfsins hér á landi á síðustu tveimur áratug- um og má áætla að árið 2000 hafi um 1800 einstak- lingar tekið lyfið á hverjum tíma (upplýsingar frá Skrifstofu lyfjamála Heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytis). Ekkert þeirra tilfella sem hér er greint frá var tilkynnt til heilbrigðisyfirvalda er þau áttu sér stað. Læknablaðið 2002/88 721

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.