Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 30
FRÆÐIGREINAR / LITFÍKLAÆXLI 06 6 0 14 1 6 18 20 22 24 02 04 06 C6 10 12 TTni œlarhrings Mynd 1. Mynd 3. háþrýstingur með lágu renín —> hnökrastækkun —> Conns æxli. Ymis skimpróf eru nefnd til sögunnar en ekkert þeirra hefur reynst óbrigðult (1). Eins og sést af mynd 4 hlýtur styrkur reníns í sermi að vera lágur ef um er að ræða stjórnlausa fram- leiðslu aldósteróns. Hins vegar er það einnig ljóst að ýmislegt annað hefur áhrif og að í þessu sem og ýms- um öðrum innkirtlaæxlum er framleiðsla viðkomandi hormóns ekki fullkomlega stjórnlaus. Því er mikil- vægt að meta kerfið í heild við staðlaðar og þekktar aðstæður. Þannig var ekki ljóst í ofannefndu tilfelli hvenær dags eða við hvaða líkamsstöðu aldósterón hafði verið mælt heima í héraði, né hvort kalíumgildi í sermi hafi verið eðlilegt eða hvernig saltneyslu var háttað. Enn fremur er óvenjulegt að kalíumbrestur fylgi offramleiðslu katekólamína af völdum litfíkla- æxlis og ýmis lyf, þar með taldir kalsíumblokkar, geta truflað mat á framleiðslu katekólamína (3). Enn er þó ótalin algengasta orsök háþrýstings með kalíumbresti, en það er lakkrísneysla sem kalla mætti saltsteralíki. Lakkrís inniheldur virka efnið glycyrrhe- tinic sýru sem hefur þann eiginleika að hemja virkni ensímsins 11 p-hydroxysteroid dehydrogenase. Hlut- verk þessa ensíms er meðal annars að sjá til þess að saltsteraviðtakinn geri greinarmun á aldósteróni og kortisóli in-vivo. Hömlun á virkni llþ-hydroxysteroid dehydrogenase leiðir því til þess að kortisól virkjar saltsteraviðtakann í óleyfi með augljósum afleiðing- um. í því tilfelli má því búast við að ekki bara aldó- sterón, heldur einnig renín sé bælt (1) (tafla II). Litfíklaœxli Litfíklaæxli er upprunnið í semjuhluta sjálfvirka taugakerfisins (sympathetic nervous system) og er því æxli er seytir katekólamínum (oftast noradrenlín og adrenalín). Samkvæmt hefðbundnum greiningar- aðferðum meinafræði er vefurinn krómsækinn (chromaffin tissue). Sjúkdómurinn er lífshættulegur en horfur eru góðar ef hann greinist snemma. Tíðni sjúkdómsins er svipuð í báðum kynjum og talið að hann valdi tæplega 0,1% þekktra háþrýstingstilfella. Algengasta staðsetning litfíklaæxhs er í nýrnahettum en 10% reglan gildir um þessi æxli: 10% utan nýrna- hettna, 10% eru ættgeng og 10% eru illkynja. Sjúk- dómurinn hrjáir fólk á öllum aldri en flestir greinast á tvítugs- og þrítugsaldri. Rúmlega 50% tilfella grein- ast við krufningu (4). Megineinkenni litffklaæxlis er háþrýstingur. Flestir halda að hann komi í köstum en þegar betur er að gáð reynist helmingur sjúklinga hafa viðvarandi háþrýst- ing og fimmtungur eðlilegan blóðþrýsting (okkar sjúk- lingur fékk ekki slík köst, samanber mynd 1). Sjúk- lingar fá hins vegar tiltekin köst sem bera með sér þrjú megineinkenni; höfuðverk, sláttarónot (palpitations) og mikla og óeðlilega svitamyndun (5). Köstin geta varað frá nokkrum mínútum til nokkurra klukku- stunda og á milli þeirra geta liðið allt frá nokkrum dög- 734 Læknablaðið 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.