Læknablaðið - 15.10.2002, Síða 31
FRÆÐIGREINAR / LITFÍKLAÆXLI
Samspil og áhrif reníns, aldósteróns og katekólamína
Mynd 4.
um til margra mánaða. Köst þessi eru lífeðlisfræðileg-
ar afleiðingar mikillar og skyndilegrar katekólamín-
losunar æxlisins og örvunar adrenvirkra viðtaka um
allan líkamann. Ýmis áreiti geta komið slíkum köstum
af stað en yfirleitt koma þau án nokkurs áreitis (4).
Önnur einkenni eru meðal annars fölvi í andliti,
brjóst- og kviðverkir, svimi og harðlífi. Auk þessa eru
sjaldgæfari einkenni: kvíði, skjálfti, ógleði (með eða
án uppkasta), örmögnun, þreyta, andnauð og þreif-
anleg fyrirferð í kvið (6, 7). Fylgikvillar litfíklaæxlis
eru meðal annars lost, flog, rákvöðvaleysing (rhab-
domyolysis), skyndileg nýrnabilun og jafnvel dauði.
Hjartakvillar eru einnig algengir; allt frá smávægileg-
um breytingum á hjartalínuriti til hjartadreps (myo-
cardial infarction). Enn sjaldgæfara er afleitt aldó-
sterónheilkenni, réttstöðulágþrýstingur (orthostatic
hypotension), taugrænn lungnabjúgur (neurogenic
pulmonary oedema), hitaóþol, skert sykurþol, hátt
kalsíum í blóði og hækkuð hematókrít (4,6).
Ef litið er til sjúkratilfellisins sem lýst er hér að
ofan má sjá að konan hafði sem aðalkvartanir höfuð-
verki, brjóstverki, svima og mæði eða úthaldsleysi
sem væntanlega hefur verið kveikjan að katekól-
amínmælingum heilsugæslulæknisins. Einnig er vert
að minnast þess að niðurgangur og roði í andliti
(flushing) eru ekki algeng einkenni litfíklaæxlis,
gagnstætt því sem margir virðast halda (3,4).
Eins og að ofan er getið myndi háþrýstingur og
kalíumbrestur að öllu jöfnu leiða hugann að ofgnótt
saltstera. í þessu tilfelli reyndist renfnframleiðsla
hins vegar ekki vera bæld þrátt fyrir hækkað aldó-
sterón. Hér var því um 2° aldósterónheilkenni að
ræða. Klassísk orsök þessa er þrenging á nýrnaslagæð
sem veldur lágþrýstingi í nýra og því aukinni renín-
framleiðslu en litfíklaæxli getur þó í undantekningar-
tilfellum valdið þessu. Noradrenalín örvar þá renín-
losun í nýrum með því að tengjast pi-viðtökum (8).
Vakni grunur um litfíklaæxli samkvæmt sjúkra-
Tafla II. Renín og aldósterón viö ýmsar aöstæöur.
p - Renín p - Aldósterón Dæmi
Frumheilkenni aldósteróns 1 t Heilkenni Conns Hnökrastækkuð nýrnahetta
Afleitt aldósterónheilkenni T t Þvagræsilyf Þrengsli í nýrnaslagæö Litfíklaæxli
Aldósterónlíki 1 1 Lakkrísneysla
sögu er rétt að framkvæma þvag- og/eða blóðprufur
til að staðfesta greininguna. Eins og ætíð er mikilvægt
að bíða með myndgreiningu þar til efnafræðileg
greining liggur fyrir þar sem allt að 5% heilbrigðra
hafa saklausar fyrirferðir í nýrnahettum (9). Til efna-
fræðilegrar greiningar eru nokkrar leiðir:
1. Söfnun þvags í sólarhring með tilliti til katekól-
amína (adrenalín, noradrenalín, dópamín):
Sértækni og næmi fer að nokkru eftir rannsókna-
stofum og vali á vikmörkum en er af flestum nú
talið næmasta og sértækasta prófið, með næmi allt
að 100% ef sjúklingur er með einkenni. Sértækið er
meira en 95% ef tvö eða fleiri sýni eru mæld.
2. Söfnun þvags í sólarhring með tilliti til umbrots-
efna katekólamína (VMA, normetadrenalín, met-
adrenalín):
Söfnun þvags með tilliti til vanillínmöndlusýru
(VMA) er nú hvorki talið nógu næmt né sértækt til
þess að hægt sé að mæla með því auk þess sem fleiri
lyþ efni/matvæli trufla þessa mælingu en 1 hér að
ofan (4,5,6). Mat á útskilnaði metanefrína (normet-
adrenah'n, metadrenalín) er víða notað og hefur
gefist vel með næmi og sértækni lítið verri en 1 (5,6).
3. Mæling katekólamína í sermi:
Hefur 95-100% næmi og 95% sértæki (4). Varast
þarf að nálarstunga getur valdið losun katekólam-
ína þannig að setja þarf upp nál talsvert löngu áður
Læknablaðið 2002/88 735