Læknablaðið - 15.10.2002, Page 37
FRÆÐIGREINAR / HÆTTA A F LIRFUM BLÓÐAGÐA
fæðu undir vatnsborði eða fær sér að drekka. Egg iðra-
blóðagða rjúfa sér aftur á móti leið út úr æðinni sem
umlukti kvendýrið. Berist eggið í gegnum þarmavegg-
inn fer það út úr líkamanum með saur fuglsins. Ef drit
með eggi í lendir í vatni klekst þar bifhærð lirfa (1,4).
Bifhærðar lirfur synda um í vatninu í leit að snigl-
inum þar sem kynlausa æxlunin getur átt sér stað. Beri
leitin árangur meltir lirfan sér leið inn í fót hans og
breytist þar í móðurlirfuhylki (mother sporocyst). í því
verður kynslaus æxlun og þar myndast svonefnd dótt-
urlirfuhylki (daughter sporocyst) sem færast upp í melt-
ingarkirtla snigilsins. Eftir að hafa þroskast þar um hríð
taka dótturlirfuhylkin að framleiða kynstrin öll af sund-
lirfum (cercaríae), einnig með kynlausri æxlun (1,4).
Sundlirfur sem náð hafa fullum þroska yfirgefa
snigilinn og taka til við að leita uppi lokahýsilinn.
Þroskatíminn er einkum háður hitastigi og tekur þrjár
til 10 vikur. Gagnstætt því sent gildir um bifhærðu lirf-
una þá eru sundlirfurnar fjærri því að vera hýsilsér-
hæfðar. Finni þær hörund, hvort sem það er sundfit
fugla, hörund manns eða einhvers annars spendýrs,
festa þær sig þar með sogskálinni og taka til við að
tæma innihald kirtla, sem meðal annars seyta prótein-
sundrandi hvötum út um göng á framenda lirfanna
(mynd 2). Lítið gat rofnar á homhúðina og eftir að hafa
kastað halanum smýgur framhluti sundlirfunnar þar í
gegn á nokkrum mínútum. Hefst þá þroskun svo-
nefndrar schistósómúlu (schistosomula) sem þroskast
annaðhvort sem kynþroska kven- eða karlormur (1,4).
Þroskatími schistósómúla í fuglum tekur oftast
tvær til þrjár vikur. Schistósómúlur iðrablóðagða ber-
ast á áfangastað eftir blóðrás en schistósómúlur nasa-
blóðagða ferðast frá sýkingarstaðnum, oftast fótum,
eftir taugum fuglsins. Fyrst ferðast þær eftir úttaug-
um í átt að mænunni, síðan eftir henni upp í heila og
að lokum fara þær þvert í gegnum heilann á leið sinni
til nefholsins. Á þessari leið éta lirfurnar taugavefinn,
stækka og þroskast. Hýsillinn verður því óhjákvæmi-
lega fyrir taugaskemmdum sem standa í hlutfalli við
fjölda lirfanna sem þroskast (1,4).
Fullorðnu ormamir eru yfirleitt 5-10 mm að lengd
og 0,02-0,10 mm í þvermál. Karlormar eru svipaðir
kvenormunum að stærð en kynin em frábmgðin í útliti.
Yfirleitt lifa ormamir ekki nema í nokkra daga, í
hæsta lagi fáar vikur, áður en þeir drepast. Kvendýrin
verpa miklum fjölda eggja á þessum stutta tíma. Ein-
ungis hluti þeirra nær að bijótast út úr líkamanum
(inn í þarminn eða út í nefhol) en afgangurinn verður
eftir inni í líkamanum og veldur margvíslegum sjúk-
dómseinkennum sem þó em ólík hjá iðra- og nasa-
blóðögðum, meðal annars vegna þess að egg iðra-
blóðagðanna berast út um líkamann með blóðrás
hýsilsins og lokast af í hinum ýmsu líffærum þar sem
dæmigerð hýsilviðbrögð eiga sér stað (1,4).
Sundmannakláði
Sundlirfur fuglablóðagða ráðast einnig á spendýr.
Þannig sýkjast menn iðulega þegar þeir vaða eða
synda í vötnum eða tjörnum þar sem sundlirfur hafa
þroskast í vatnasniglum (1). Á ensku er sjúkdómur-
inn þekktur undir heitinu „swimmer’s itch“ eða cer-
carial dermatitis og höfum við kosið að þýða sjúk-
dómsheitið beint, sundmannakláða, þótt lítið sé unt
að synt sé í vötnum hér á landi.
I fyrsta sinn sem menn verða fyrir árás sundlirfa
eru ónæmisviðbrögð líkamans yfirleitt lítil. Lýsa ein-
kennin sér þannig að fljótlega eftir að lirfan hefur
smogið í gegnum hornlag húðarinnar finna menn
kitlandi óþægindi sem oftast standa í nokkrar mínút-
ur, stundum þó nokkru lengur, og kringlóttur blettur,
allt að 10 mm í þvermál, kemur í ljós. Oftast hverfa
þessi einkenni eftir nokkrar klukkustundir. Stundum
eru einkennin þó mun meiri og upphleypt kláðabóla
myndast á smugustaðnum eftir 10 til 15 klukkustund-
ir. Á öðrum og þriðja degi myndast oft í miðju kláða-
bólunnar vessafylltar blöðrur, allt að 2 mm í þvermál.
Springa þær gjarnan þegar við þær er komið. Frá og
með fjórða degi taka bólurnar að hjaðna, roði og
kláði að minnka og yfirleitt eru þær horfnar eftir 10
daga þótt iðulega skilji þær eftir sig dökka bletti á
húðinni í mánuð eða jafnvel lengur.
Sumir eru ofurnæmir fyrir árás sundlirfa fugla-
blóðagða. Hjá þeim myndast vökvafylltar bólur um-
hverfis smugustaðinn innan klukkustundar. Svæðið
bólgnar hratt upp og stækkar þannig að ofnæmisvið-
brögðin geta náð yfir svæði sem eru allt að 10 cm í
þvermál. Mikill kláði fylgir þessum kláðabólum og
tekur það þær mun lengri tíma að hjaðna heldur en
hjá fólki sem ekki telst vera ofurnæmt (1). Þar sem
mikið er af lirfum í vatni geta menn orðið fyrir árás
mikils fjölda lirfa á tiltölulega stuttum tíma og of-
næmisviðbrögðin orðið svæsin, sérstaklega þó hjá
þeim sem ofurnæmir eru fyrir sundlirfum.
Sundmannakláði er þekktur í öllum heimsálfum
nema á Suðurskautslandinu (1). Útbreiðslan er fyrst
og fremst háð útbreiðslu fuglategundanna sem fóstra
fullorðnu ormana en auk þess þarf snigiltegundin að
lifa í viðkomandi vatnakerfi. Veðurfar ræður miklu
um það hversu mikil brögð eru að því að menn fái
sundmannakláða, einkum vegna þess að í heitu veðri
syndir fólk meira eða baðar sig í vatni heldur en þeg-
ar kalt er úti (15). Börn verða oft ver úti en fullorðnir,
vegna þess hversu lengi þau leika sér oft í vatni.
Schistósómúlur fuglablóðagða geta þroskast
í spendýrum
Fram á síðustu ár hafa vísindamenn yfirleitt talið að
lirfur fuglablóðagða drepist strax eftir að vera komn-
ar inn í húð spendýra. Nýlegar dýratilraunir hafa þó
sýnt hið gagnstæða og staðfest að schistósómúlur
bæði iðra- og nasablóðagða geta lifað tímabundið í
ýmsum spendýrum og valdið í þeim sjúkdómum.
Hvað iðrablóðögður snertir hafa tilraunir verið gerð-
ar meðal annars á músum, stökkmúsum, hömstrum,
Læknablaðið 2002/88 741