Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 38
FRÆÐIGREINAR / HÆTTA AF LIRFUM BLÓÐAGÐA kanínum og rhesus öpum og hafa schistósómúlur einkum fundist í lungum, stundum þegar eftir 10 klukkustundir. Hafa þær fundist þar á lífi allt að sex dögum síðar. Einnig hafa schistósómúlur iðrablóð- agða fundist í nýrum, hjarta og meltingarvegi spen- dýra (1,16,17). Hvað nasablóðögðurnar varðar þá hefur þekking á hegðun þeirra í spendýrum einkum fengist við ný- legar rannsóknir á T. regenti (4). Lifir hún í nefholi andfugla í Mið-Evrópu og hefur hingað til verið eina þekkta nasablóðagðan í Evrópu. Aðrar þekktar nasa- blóðögður lifa í Ástralíu eða Afríku (1, 2,5, 6). Eftir smittilraunir á músum hafa schistósómúlur T. regenti þráfaldlega fundist í úttauga- og miðtaugakerfi (18- 22) en einnig hafa þær iðulega fundist í lungum til- raunamúsa (23). Lífshættir nasablóðögðunnar sem fundist hefur í vaðtjörn Fjölskyldugarðsins virðast vera hinir sömu sé miðað við þær rannsóknir sem þegar hafa verið gerðar (sjá síðar). Rannsóknir á sundmannakláða á íslandi Lirfur fuglablóðagða finnast í Reykjavík í byrjun september 1997 fundust lirfur fuglablóðagða í fyrsta sinn á íslandi. Voru þær þá í miklum mæli í vatni allstórrar tjarnar sem búin hafði verið til fjórum árum áður í Fjöldskyldugarðinum í Reykjavík. I ágúst þetta ár bárust starfsfólki garðsins ítrekað fregnir um kláðabólur á fótum barna sem höfðu verið að vaða í tjörninni því fjöldi áhyggjufullra for- eldra hringdi til að grennslast fyrir um orsakir útbrotanna. í lok mánaðarins komu fjögur börn með stuttu millibili til Jens Magnússonar heimilislæknis á Heilsugæslustöðinni í Grafarvogi. Voru þau öll með kláðabólur fyrir neðan hné og höfðu nýlega vaðið í tjörn Fjölskyldugarðsins. Borgarlækni var tilkynnt um málið og leitaði hann þegar ráða hjá dýrafræðing- um á Tilraunastöðinni á Keldum. Næsta dag var gerð frumrannsókn á lífríki tjarnarinnar sem strax miðaði að því að kanna hvort þarna væri sundmannakláði á ferðinni. Einungis ein snigiltegund reyndist vera í tjörninni; vatnabobbinn Radix peregra og við athug- un á þeim fundust fljótlega sniglar sem sundlirfur fuglablóðagða voru að yfirgefa. Var þetta í fyrsta sinn sem sundamannakláði var staðfestur í mönnum hér á landi. Ekki er ljóst hversu mörg böm fengu kláðabólur eftir að hafa vaðið þarna árið 1997. Líklegt er talið að sundlirfur hafi einnig hrjáð unga gesti garðsins árin 1995 og 1996 því starfsfólki bárust þá einnig upplýs- ingar síðsumars um útbrot á fótum barna sem höfðu verið að leika sér í tjörninni. Allt bendir því til þess að sundlirfur fuglablóðagða hafi þegar verið til staðar tveim árum eftir að vatni var fyrst safnað í tjörnina en það var gert um miðjan júní 1993, rétt áður en garð- urinn var tekinn í notkun. Tafla I. Sýkingartíöni í vatnabobbum (Radix peregraj af Trichobilharzia sundlirfum í vaötjörn Fjöl- skyldugarösins í Reykjavík 1997-2001. Ár Fjöldi athugaöra snigla Sýkingartíðni (%) 1997 162 7,9 1998 2967 0,4 1999 3520 0 2000 676 1,5 2001 1014 3,7 Araskipti á sýkingartíðni í sniglunum Fylgst hefur verið með sýkingartíðni Trichobilharzia sundlirfa í vatnabobbum í vaðtjörn Fjölskyldugarðs- ins undanfarin fimm ár (tafla I). Smittíðnin var langhæst árið 1997 en hefur síðan verið allbreytileg milli ára. Fjölmargir þættir geta haft áhrif á sýkingar- tíðni í sniglunum þótt líklega magnist smit mest upp þegar margir fuglar, hver um sig smitaður af mörgum ormum, halda lengi til á tjörninni því þá berst mikið af bifhærðum lirfum úr nasaholi fuglanna út í vatnið. Sniglastofninn hefur verið svipaður milli ára, og ávallt mjög stór, þannig að sveiflur í smittíðni verða tæplega raktar til millihýsilsins sem lifir við kjörað- stæður í tjörninni. Árið 2001 var sýkingartíðnin könnuð fjórum sinn- um. Jókst hún úr 2,3% í lok júlí (130 sniglar rannsak- aðir) í 6,5% í byrjun september (355) en hafði fallið í 2,2% um miðjan október (491) og virtist horfin um miðjan desember (38). Líklegt er að smitaðir sniglar geti fundist í tjörninni strax og hitna fer í veðri á vorin en tíðnin virðist ná hámarki síðsumars og í byrjun hausts og er það svipað og gerist annars staðar í Norður-Evrópu (1). Útbreiðsla fuglablóðagða á íslandi Sumarið 2001 var leitað að blóðögðulirfum í 2435 vatnasniglum sem safnað var í átta vötnum eða tjöm- um á Vestur- og Suðausturlandi. Auk þess að finnast í vaðtjöminni í Fjölskyldugarðinum fundust Tricho- bilharzia sundlirfur einnig í sniglum sem safnað var í Reykjavíkurtjörn (þar höfðu þær raunar fundist strax haustið 1997) og í Síkinu neðan við Deildartungu í Borgarfirði. í ágúst og september 2002 fundust sams- konar lirfur einnig í sniglum úr Mývatni, Víkingavatni í Kelduhverfi, Hrísatjöm við Dalvík og Oslandstjörn á Hornafirði þannig að augljóslega má búast við fugla- blóðögðum í lífmiklum vötnum um land allt. Athuganir á lokahýslum Fram hefur komið að erfitt er að staðfesta fullorðins- stig blóðagða í fuglum vegna þess hversu stuttan tíma þær lifa í hýslinum, auk þess sem ormarnir eru faldir inni í æðum (iðra- og nasablóðögður) eða í slím- himnu nefholsins (nasablóðögður). Engu að síður hafa tvær ólíkar tegundir iðrablóðagða þegar fundist í álftum hér á landi. Benda ýmis útlitsfræðileg ein- kenni til þess að hvomgri þessara tegunda hafi áður 742 Læknablaðið 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.