Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2002, Side 44

Læknablaðið - 15.10.2002, Side 44
FRÆÐIGREINAR / DOKTORSVARNIR spárgildi sjúkdómsvísanna hvað varðar lengd og kostnað við sjúkrahúsvist var svipað í báðum hópun- um, er undirstaða þess að unnt verði að nota vísana til að þróa tölfræðilegar aðferðir til að leiðrétta fyrir áhrif samverkandi sjúkdóma á klínískar og rekstrar- fræðilegar útkomur. María lauk prófi frá Læknadeild Háskóla Islands 1990 og MBA prófi (heilbrigðisrekstrarhagfræði) frá School of Business, University of Connecticut, 1997. Hún starfaði hjá Krabbameinsskrá Massachusetts fylkis og á Baystate Medical Center þar til hún hóf störf hjá íslenskri erfðagreiningu 1999, þar sem hún er forstöðumaður á gagnagrunnssviði. María er gift Ófeigi Þorgeirssyni lækni og eiga þau tvo syni. Samhengi lakkrísneyslu og háþrýstings Helga Ágústa Sigurjónsdóttir varði doktorsritgerð sína við Gautaborgarháskóla þann 7. júní síðastlið- inn. Andmælandi ritgerðarinnar var Per Manhem, Málmey, Svíþjóð. Fyrstu rannsóknirnar sem ritgerðin byggir á fóru fram á íslandi og þær seinni í Svíþjóð. Hér fer á eftir ágrip ritgerðarinnar og enskur litill hennar. Kánari upplýsingar um doktorsvörnina er enn fremur að finna á heimasíðu Gautaborgarháskóla, www.ub.gu.se/Gdig/dissdatabas/detaljvy.html7id-5567 Inhibition of 11 þ-HSD Hemodynamic and hormonal response induced by liquorice Inngangur: Ensímið 11 p-hydroxysteroid-dehydro- genas (11 p-HSD) týpa 2 sem umbreytir hinu virka hormóni kortisól í hið óvirka kortisón, er hamið með glycyrrhetinic acid (GA), sem er hið virka efni í lakkrís. Þetta leiðir til háþrýstings, lækkunar í blóð- gildi kalíums og natríum- og vökvasöfnunar, the syn- drome of pseudo-hyperaldosteronism. Tilgangur þess- arar doktorsritgerðar var að rannsaka nánar áhrif á hemodínamík og hormón við hömlun á 11 þ-HSD með GA. Aðferðir: Hormónáhrif lakkrísneyslu voru rann- sökuð með fimm mismunandi skömmtum af GA (75, 135,150, 270 og 540 mg). Við samanburð á kynjum, hófu konur þátttöku í rannsókninni á 1.-4. degi í tíðahringnum í tveimur síðustu rannsóknunum. I fjórðu tilrauninni neyttu 36 einstaklingar 150 mg GA (15 konur og 21 karl) þar af 11 með háþrýsting af óþekktri orsök (essential hypertension). Blóðþrýst- ingur, blóðprufur og sólarhrings þvagsöfnun voru tekin við upphaf rannsóknarinnar (baseline), eftir tveggja og fjögurra vikna lakkrísneyslu og loks fjór- um vikum eftir að lakkrísneyslu lauk (eftir wash-out period). Niðurstöður: Dagleg neysla 75 mg GA (50 gr af lakkrís) orsakaði marktækar hemodínamískar breyt- ingar, lægsti skammtur sem okkur er kunnugt um sem hefur þessi áhrif. Blóðþrýstingshækkunin af völdum GA hafði línulegt skammtaháð samband (a linear dose-response relationship). Mest hækkun í blóðþrýstingi mældist eftir tvær vikur og hækkaði ekki þrátt fyrir áframhaldandi neyslu. Blóðþrýstings- hækkun fylgdi normaldreifingunni. Sjúklingar með háþrýsting hækkuðu meira í blóðþrýstingi en frískir einstaklingar óháð aldri, saltnæmi og þyngd. Mis- munur á blóðþrýstingshækkun milli kynja var ekki marktæk, en fleiri konur en karlar hættu þátttöku í rannsókninni vegna aukaverkana. Hormónaáhrif voru fyrst og fremst á kortisól, aldósterón og dehydro- epiandrostenedion-súlfat (DHEA-s). Lækkun á blóð- gildi aldósteróns leiddi til meiri hækkunar á blóð- þrýstingi hjá körlum en konum og hjá einstaklingum með háþrýsting en frískum einstaklingum. Breyting- ar í androgen hormónum voru vægar. Breytingar í blóðgildi testósteróns voru ósamkvæmar og í mót- sögn við eldri rannsóknir. Áhrif á prólaktín voru minniháttar. Saniantekt: Hófleg, dagleg neysla GA, 75 mg, er nægjanleg til að orsaka hemodínamískar breytingar sem hafa línulegt skammtaháð samband (a linear dose-response relationship). Þessi áhrif á hækkun blóðþrýstings fylgja normaldreifingu. Einstaklingar með háþrýsting af óþekktri orsök (essential hyper- tenison) eru viðkvæmari fyrir hömlun á 11 þ-HSD með GA en frískir einstaklingar. Þessi ensímhömlun hefur fyrst og fremst áhrif á nýrnahettuhormón og aðeins væg áhrif á kynhormón. 748 Læknablaðið 2002/88

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.