Læknablaðið - 15.10.2002, Side 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MÁLEFNI HEILSUGÆSLUNNAR
hafi yfirhöfuð einhverja stefnu í málefnum heilsu-
gæslunnar.
Það hefur ekki gengið þrautalaust að fá svar við
þessari spurningu og nú er svo komið að á næstu vik-
um munu rúmlega 20 heimilislæknar láta af störfum
við heilsugæslustöðvar í Hafnarfirði, á Suðurnesjum,
ísafirði og víðar. Þeir bætast við ámóta stóran hóp
eða stærri sem hefur yfirgefið hina opinberu heilsu-
gæslu á síðustu tveimur árum. I mörgum tilvikum
hafa þeir einnig horfið úr sérgrein sinni sem þeir eru
búnir að mennta sig til að sinna. Ástæðan er sú að
þeim líður ekki vel í heilsugæslunni en hún er eini
starfsvettvangurinn sem opinn er heimilislæknum.
Heimilislæknar hafa barist fyrir því undanfarin
fimm ár að fá að starfa sjálfstætt með gjaldskrár-
samningi við Tryggingastofnun ríkisins líkt og aðrir
sérfræðingar. Þessu hefur alltaf verið hafnað og nú er
liðið nokkuð á annan áratug síðan heimilislæknir
hefur opnað stofu í Reykjavík með samningi við TR.
Greinilegt er að nú hyggjast heimilislæknar láta
reyna á það til þrautar hvort þeirri stíflu verði rutt úr
vegi.
Ríkið hefur brugðist eigin kerfi
En af hverju líður heimilislæknum ekki vel í heilsu-
gæslunni? Að því spurði Læknablaðið Gunnstein
Stefánsson sem er einn af tíu læknum við heilsugæslu-
stöðina Sólvang. Hann sagði að skipulag heilsugæsl-
unnar í landinu væri byggt á lögum sem sett voru árið
1973.
„Þá teiknuðu yfirvöld upp skipulag sem gerði ráð
fyrir tvískiptu heilbrigðiskerfi,“ sagði Gunnsteinn.
„Annars vegar skyldi vera heilsugæslan sem sinnti
grunnþjónustu, hins vegar þjónusta annarra sér-
menntaðra lækna utan sjúkrastofnana. Læknar og
þáverandi læknanemar féllust á þetta skipulag og
veittu því brautargengi. Þannig gekk þetta í áratugi
að ríkið lagði til húsnæði og tæki en læknar sáu um að
skipuleggja þjónustuna og þróa starfsemi heilsugæsl-
unnar. Með samlíkingu við tölvuheiminn má segja að
ríkið hafi lagt til vélbúnaðinn en við hugbúnaðinn.
Við þetta kerfi höfum við staðið en það sama
verður ekki sagt um ríkisvaldið. Raunar má skipta
þessum tíma í tvennt, fyrir og eftir stríðið 1996.
Nokkru áður en það hófst var okkur orðið ljóst að
ríkið ætlaði ekki að standa við sinn hlut og láta okkur
eftir að annast grunnþjónustuna. Reyndar sveikst
ríkisvaldið bæði um að sinna uppbyggingu heilsu-
gæslunnar með viðunandi hætti og að fylgja eigin
skipulagi.
Þegar okkur varð þetta ljóst sáum við að ekki
væru lengur neinar forsendur fyrir því að við störfuð-
um í anda hugmyndanna frá 1973 um samfélagslega
uppbyggingu grunnþjónustunnar. Okkar framlags
væri einfaldlega ekki óskað lengur. Þá urðum við að
söðla um. Við litum þá til þeirrar staðreyndar að við
erum menntuð sem sérfræðingar á sama hátt og aðrir
sérfræðingar og fyrst ríkið væri fallið frá því að koma
á lagskiptu kerfi hlytum við að taka mið af því. Við
gátum ekki séð að forsendur væru fyrir því að með-
höndla okkur eitthvað sérstaklega. Þess vegna væri
réttast að við fengjum sömu kjör og réttindi og aðrir
sérfræðingar, þar með talið val um að starfa á heilsu-
gæslustöð eða á eigin stofu með gjaldskrársamning
við TR eða einhverja blöndu af þessu tvennu. Við
settum fram þá kröfu að sérfræðimenntun okkar væri
viðurkennd, að öðrum kosti myndi enginn leggja það
á sig að mennta sig í þessu fagi og stéttin deyja út.
Þetta er því fyrst og fremst réttindabarátta, ekki kjara-
barátta, þótt kjörin muni eflaust batna með auknum
réttindum."
Gunnsteinn Stefánsson
heilsugœslulœknir á Sól-
vangi er einn þeirra sem
láta af störfum 1. desember
nœstkomandi.
Búnir að fá nóg
Þetta er kjarni deilunnar. Eins og allar deilur hefur
þessi farið út um víðan völl og snúist um ýmis atriði,
smá og stór. Alltaf endar hún þó í því meginatriði
sem Gunnsteinn orðar svona:
„Við sættum okkur ekki við stöðuna eins og hún
er og komum ekki auga á að ráðuneytið hafi neina
framtíðarsýn fyrir heilsugæsluna. Framkoma ráðu-
neytisins ber þess vitni að þar á bæ skortir menn jarð-
samband. Þeir vilja hafa heilsugæsluna eins og hún er
Læknablaðið 2002/88 761