Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2002, Side 82

Læknablaðið - 15.10.2002, Side 82
LAUSAR STÖÐUR / ÞING r EILBRIGÐISSTDFNUNIN IsAFJARÐARBÆ Stöður sérfræðinga í lyflækningum og heilsugæslu Staða sérfræðings í lyflækningum við Fjórðungs- sjúkrahúsið á ísafirði er laus til umsóknar. Um er að ræða 100% stöðu. Leitað er eftir manni með fjöl- þætta reynslu í almennum lyflækningum og bráða- lækningum. Staðan er veitt eftir nánara samkomu- lagi. Frekari upplýsingar veitir Þorsteinn Jóhannesson yfirlæknir, thorsteinn.johannesson@fsi.is Við Heilsugæslustöðina á ísafirði er laus staða heilsugæslulæknis. Um er að ræða heila stöðu sem veitt er eftir nánara samkomulagi. Krafist er sér- fræðimenntunar í heimilislækningum. Nánari upplýsingar veitir Hallgrímur Kjartansson yfirlæknir, hallgrimur. kjartansson@fsi.is Upplýsingar um menntun og starfsreynslu sendist Þresti Óskarssyni framkvæmdastjóra fyrir 1. nóvem- ber næstkomandi, throstur@fsi.is Heilbrigðisstofnunin ísafjarðarbæ skiptist í sjúkra- svið og heilsugæslusvið og er vel búin stofnun með rúmgóðri vinnuaðstöðu. Stofnunin þjónar Vestfjörðum, einkum norðanverðum. Við veitum alla almenna þjón- ustu, bæði í heilsugæslu og í skurð- og lyflækningum, fæðingarhjálp, öldrunarlækningum, slysahjálp og end- urhæfingu. Starfsemin hefur verið í örum vexti á undan- förnum árum. Starfsmenn eru rúmlega 150 talsins og starfsandi er mjög góður. ísafjörður er höfuðstaður Vestfjarða og þar blómstrar öflugt lista-, menningar- og félagslíf. íþrótta- og keppnisaðstaða er mjög góð, bæði innan- og utan- húss. Þrír golfvellir eru á svæðinu, fjögur íþróttahús og fimm sundlaugar. Einnig er líkamsræktarstöð í bænum. Hægt er að stunda útivist meó margvíslegum hætti, skíðaland frábært, stutt í veiðilönd og áhugaverð göngusvæði og aðstaða til sjósports er engu lík. Veðursæld er mikil á ísafirði og lognkyrrð algeng. Flug- samgöngur til Reykjavíkur eru tvisvar til þrisvar á dag. Heilbrigðisstofnunin Selfossi Heilsugæslu- læknir Laus er staða sérfræðings í heimilislækningum á heilsugæslustöðinni á Selfossi. Umsóknarfrestur er til 25. október. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir heilsugæslunnar Egill Rafn Sigurgeirsson í síma 482-1300 eða 868- 9832, egill.rs@hss.selfoss.is eða framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar í síma 482-1300. Sjötta vísindaþing Félags íslenskra heimilislækna 25.-26. október í Borgarnesi Á þinginu verða bæði frjálsir fyrirlestrar og spjalda- þing. Kynntar verða rannsóknir og rannsóknaráætl- anir sem tengjast heilsugæslu. Auk þess verða bæði innlendir og erlendir gestafyrirlesarar. Sérstöku blaði þingsins verður dreift til allra lækna á íslandi. Skráning á þingið: jonsteinar@reykjalundur.is Þátttökugjald er kr. 9.000. Þingið er styrkt af Thorarensen Lyf. Vísindaþingsnefndin 786 Læknablaðið 2002/88

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.