Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 12
RITSTJÓRNARGREINAR Margt bendir til þess að grunnvatn nútímasamfé- lags sé mengað og stuðli að faraldri kvíða og þung- lyndis. Einstakir heilbrigðisstarfsmenn geta í tak- mörkuðum mæli breytt þróun samfélagsins, en þeir gegna mikilvægu hlutverki við að fylgjast með og miðla þekkingu um mannleg lífsskilyrði. Ef læknirinn þorir að hlusta kemur oft skilmerkileg saga sem áður hefur ekki verið sögð eða sem afar fáir þekkja. Oft er það saga um niðurbrjótandi samskipti manna á milli, en þau eru þekktir orsakavaldar þunglyndis (4-6). Má þar nefna hvernig aukinn hraði og samkeppni í atvinnulífinu, oft með tilheyrandi gjaldþrotum, lend- ir harkalega á einstaklingum, eða hvernig andlegt og líkamlegt ofbeldi, einelti eða kynferðisleg misnotkun varpa löngum skuggum á líf margra. Kynferðisleg misnotkun virðist vera algeng hér á landi (7), en erlendis sýna rannsóknir að um 15% íbúa hafa orðið fyrir slíkri reynslu (8). Þegar þolandi leitar sér aðstoðar vegna vanlíðunar í kjölfar mis- notkunar getur þunglyndisgreining og ávísun geð- lyfja verið viðeigandi, en kenningin um serótónín- skort segir lítið til um ástæður þess að einstaklingur hafi minnkaða framleiðslu boðefnisins og þar með orsök vandans. Siðfræðilega er ófullnægjandi að sjúkdómsgreina þolanda ofbeldis eða misnotkunar. Viðurkenna verður að líðan einstaklingsins, og jafnvel líffræðilegar breytingar í heila hans (9), má túlka sem eðlileg viðbrögð líkamans við óeðlilegu álagi. Þannig hefst nýtt ferli sem miðar að því að einstaklingurinn nái aftur virðingu sinni, reisn og sjálfstrausti sem ofbeldið hefur brotið niður. Áhugavert er að skoða vaxandi notkun geðlyfja í ljósi umræðu um sjúkdómsvæðingu, en þar er átt við að eðlileg mannleg fyrirbæri, svo sem ótti, depurð og sorg, eru skilgreind sem Iíffræðileg röskun eins og til dæmis í sykursýki (líffræðikenningin). í þeim tilvik- um þykir rökrétt að meðhöndla með tæknilegum hætti, það er að segja með lyfjum (10-12). í þessu fræðilega umhverfi á öflug markaðssetning geðlyfja eflaust stóran þátt í aukinni sölu geðlyfja (13,14). Flestir eru sammála um réttmæti þess að nota geð- deyfðarlyf við alvarlegu þunglyndi, þar eð þetta er sjúkdómur sem getur dregið einstaklinginn til dauða. Margar rannsóknir sýna hins vegar að hægt er að meðhöndla meðalsvæsið þunglyndi með góðum ár- angri, bæði með og án lyfja. Þegar maður stendur frammi fyrir vali ber að hafa í huga að sálarkreppu og vanlíðan má oft túlka sem heilbrigt ástand sem bend- ir á nauðsyn þess að einstaklingurinn breyti lífi sínu. Þessi viðhorf er ekki bara að finna á meðal þeirra sem stunda sálgæslu og viðtalsmeðferð - þau skipa einnig mikilvægan sess í Darwinistískri læknisfræði, líffræðilegri fræðigrein sem hefur vakið nokkra at- hygli síðastliðinn áratug (15). Líklegt er að það sé oft jákvæðara fyrir sjálfs- ímynd og þroska einstaklingsins að finna rót andlegr- ar vanlíðunar og sigrast á vandamálinu með góðra manna aðstoð, frekar en að upplifa sig sem fórnar- lamb sjúkdóms og grípa til tækniúrlausna. Nýleg bresk rannsókn sýndi að meirihluti einstaklinga með fremur alvarlegt þunglyndi óskaði frekar eftir viðtals- meðferð en lyfjameðferð þegar þeim var gefinn kost- ur á því að velja (16). Greiningarkerfi, staðlaðir mælikvarðar og þung- lyndislyf eru mikilvæg tæki í höndum læknisins en slík tæki mega aldrei koma í staðinn fyrir það sem maðurinn í myrkrinu þarf á að halda; hann þarf að sjá nýja möguleika ístöðunni. Til þess þarf hann tíma, að það sé hlustað á hann og að honum sé sýnd virðing, samkennd og þolinmæði. Mikilvægt er að heilbrigðis- kerfið bjóði upp á réttar starfsaðstæður þannig að læknar geti sinnt þessu mikilvægu hlutverki. Heimildir 1. Morgunblaðið, 28. maí, 26. október 2002. Viðtöl við Sigurð Pál Pálsson. 2. Helgason T, Tómasson K, Zoéga T. Algengi og dreifing nokk- urra geðdeyfðar-, kvíða- og svefnlyfja. Læknablaðið 2003; 89: 15-22. 3. Sigurðsson JÁ, Stefánsson G, Sverrisson G, Njálsson Þ, Jóels- son H. Notkun róandi lyfja og svefnlyfja. Upplýsingar frá apó- teki og úr sjúkraskrám í Egilsstaðalæknishéraði 1986-1989. Læknablaðið 1994; 80: 99-103. 4. Lundberg GD, Young RK, Flanagin A, Koop CE. Violence. A compendium from JAMA, American Medical News, and the speciality journals of the American Medical Association. Chicago: Am Med Ass, 1992. 5. Krug EG, Mercy JA, Dahlberg LL. Zwi AB. The world report on violence and health. Lancet 2002; 360:1083-8. 6. Kirkengen AL. Inscribed bodies. Health impact of sexual boundary violation in childhood. Dordrecht: Kluwer Aca- demic Publishers, 2001. 7. Morgunblaðið, 17. september 2002. Fimmta hver stúlka mis- notuð og tíundi hver drengur. Kynning á rannsókn Hrefnu Ólafsdóttur. 8. Svedin CG, Back C, Soderback SB. Family relations, family climate and sexual abuse. Nord J Psychiatry 2002; 56: 355-62. 9. Childhood post-traumatic stress may affect brain develop- ment. Findings presented at the 49th meeting of the American Academy of Child and Adolecent Psychiatry (AACAP), Oct 23rd 2002. www.docguide.com/ 10. Summerfield D. The invention of post-traumatic stress dis- order and the social usefulness of a psychiatric category. BMJ 2001; 322: 95-8. 11. Dworkin RW. The medicalization of unhappiness. Public Inte- rest; Washington; 2001: 85-99. 12. Double D. The limits of psychiatry. BMJ 2002; 324: 900-4. 13. Antonuccio DO, Burns DD, Danton WG. Antidepressants: A triumph of marketing over science? Prevention & Treatment 2002. www.journals.apa.org/ 14. Nikelly AG. Drug advertisments and medicalization of uni- polar depression in women. Health Care Women Int 1995; 16: 229-42. 15. Nesse RM, Williams GC. Why we get sick - the new science of Darwinian medicine. New York: Random House, 1994. 16. Chilvers C, Dewey M, Fielding K, Gretton V, Miller P, Palmer B. Antidepressant drugs and generic counselling for treatment of major depression in primary care: randomised trial with patient preference arms. BMJ 2001; 322:772-5. 12 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.