Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2003, Qupperneq 27

Læknablaðið - 15.01.2003, Qupperneq 27
FRÆÐIGREINAR / ÚTGJÖLD VEGNA HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU um, þó svo að þörf sé talin á þjónustunni (12-14). í nýlegri innlendri rannsókn meðal 18-75 ára íslend- inga kom í ljós að heildarútgjöld heimila vegna heil- brigðisþjónustu og hlutfall heildarútgjalda af heimil- istekjum tengdust frestun eða niðurfellingu á heim- sókn til læknis (6). Þessar niðurstöður benda til að kostnaður margra heimila vegna heilbrigðisþjónustu bitni á áframhaldandi notkun heimilismanna á heil- brigðisþjónustunni. Erlendar rannsóknir, einkum bandarískar, benda til að beinum útgjöldum heimilanna vegna heilbrigð- isþjónustu sé misjafnlega deilt. Útgjaldaupphæðir virð- ast hæstar hjá eldra fólki, giftum, útivinnandi, og fólki með meiri menntun og tekjur. Séu útgjöldin skoðuð sem hlutfall af heimilistekjum virðist kostnaðarbyrð- in mest hjá eldra fólki, giftum, barnafjölskyldum, þeim sem ekki eru á vinnumarkaði, og þeim sem hafa minnsta menntun og tekjur (15-21). Lítið er vitað um bein útgjöld almennings á Islandi til heilbrigðismála og mun á útgjöldum eftir þjóðfé- lagshópum. í þessari rannsókn er ætlunin að varpa nokkru ljósi á þessi útgjöld. Athuguð eru útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu í heild, og vegna einstakra þjónustuþátta, svo sem læknisþjónustu, lyfja og tann- læknisþjónustu. Útgjöld eru metin í krónum og sem hlutfall af heimilistekjum. Við samanburð milli hópa er úrtaki rannsóknarinnar skipt eftir kynferði, aldri, hjúskaparstöðu, foreldrastöðu, heimilisstærð, atvinnu- stöðu, námsstöðu, atvinnuleysi, búsetu, menntun og heimilistekjum. Efniviður og aðferðir Byggt er á gögnum úr heilbrigðiskönnuninni Heil- brigði og lífskjör Islendinga. Könnunin var samstarfs- verkefni aðila innan Háskóla íslands og landlæknis- embættisins. Að henni stóðu dr. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor, sem var verkefnisstjóri, Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, dr. Jóhann A. Sigurðsson, prófessor, og dr. Tryggvi Þór Herbertsson, dósent. Tölvunefnd (nú Persónuvernd) og Vísindasiðanefnd veittu leyfi fyrir framkvæmd könnunarinnar. Þátttakendur voru íslenskir ríkisborgarar, búsettir á íslandi, á aldrinum 18-75 ára, sem voru valdir með tilviljunaraðferð úr Þjóðskrá. Alls skiluðu 1924 ein- staklingar útfylltum spurningalista og voru heimtur í heild 69%. Lýðfræðileg samsetning svarendahóps og þýðis reyndist mjög áþekk sem bendir til þess að svar- endahópurinn endurspegli þýðið almennt vel. Svör- un var þó hærri meðal kvenna en karla og íbúa á lands- byggðinni en íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Svör þátt- takenda voru því vegin eftir búsetu og kynferði svo svarendahópurinn endurspeglaði þýðið betur (22). Framkvæmd könnunarinnar byggðist á svonefndri heildaraðferð, en sú aðferð hefur reynst betri en eldri aðferðir og hafa heimtur almennt verið góðar (23, 24). Aðferðin byggist á því að fyrst er sendur út spurningalisti ásamt fylgibréfi þar sem fjallað er um ástæður og mikilvægi rannsóknarinnar og innihald spurningalistans. Einnig er fólki bent á nafnleynd, rétt sinn að hafna þátttöku, og hvert það geti beint spurningum ef einhverjar eru. Viku eftir að spurningalistarnir eru sendir út er öllum þátttakendum sent póstkort þar sem þeim sem þegar hafa sent listann er þökkuð þátttakan en hinir hvattir til að taka þátt. Að þremur vikum liðnum er þeim sem ekki hafa svarað eða neitað þátttöku sendur spurningalistinn í annað sinn ásamt nýju fylgibréfi. Þegar sjö vikur eru liðnar frá fyrstu póstsendingu er þeim sem þá hafa ekki svarað eða neitað þátttöku sent nýtt fylgibréf og spurningalistinn í þriðja sinn. Að loknum póstsendingum er hringt í þá sem ekki hafa skilað spurningalistanum eða neitað þátttöku og þeir spurðir hvort þeir vilji skila útfylltum spurningalista (22). Háðar breytur þessa rannsóknarverkefnis varða kostnað vegna heilbrigðisþjónustu. Spurningarnar voru eftirfarandi: Hver áætlar þú að sé samanlagður kostnaður vegna notkunar þinnar og heimilismanna þinna (svo sem maka, barna og foreldra á heimili þínu) á eftirfarandi þáttum það sem af er þessu ári (1998)?: a) Komur til lækna, komur á göngu- og slysadeild og bráðamót- töku, húsvitjanir lækna (ekki lyf), b) Lyf samkvæmt lyfseðli, c) Lyf án lyfseðils, d) Tannlæknisþjónusta, e) Sjúkraþjálfun, f) Sálfræðiþjónusta, g) Hjálpartæki (svo sem hækjur, hjólastóll, hálskragi, spelkur, gervi- útlimur), h) Gleraugu (kaup á nýjum eða viðhald), i) Heyrnartæki (kaup á nýjum eða viðhald), j) Sjúkra- og hjúkrunarvörur (til dæmis sjúkrakassi, plástur, teygjubindi, mælar af ýmsu tagi, bleyjur fyrir full- orðna), k) „Óhefðbundin” læknisþjónusta (svo sem hnykklæknar, svæðanudd, náttúrulyf og -lækningar, huglækningar, nálastungur, jóga). I rannsókninni voru könnuð tengsl kostnaðarþátta við eftirfarandi bakgrunnsbreytur: Kynferði (karl, kona), aldur (í sex árabilum), hjúskaparstöðu (gift(ur)/ Tafla 1. Sundurliðuö meðalútgjöld heimila vegna heilbrigðisþjónustu á ársgrundvelli (1998). Heilbrigóisþjónustuþættir Krónur Hlutfall af heildarútgjöldum1 Heildarkostnaður 57.499 100,0% Formleg heilbrigðisþjónusta 55.569 96,6% Þar af: Tannlæknisþjónusta 16.405 28,5% Heildarlyfjakostnaður 14.840 25,8% Lyfseðilskyld lyf 11.089 19,3% Ekki lyfseðilskyld lyf 3.878 6,7% Taski og lyfjabúðarvörur 11.592 20,2% Læknisþjónusta 9.623 16,7% Sjúkraþjálfun 2.966 5,2% Sálfræðiþjónusta 841 1,5% Annars konar heilbrieðisþiónusta 2.011 3,5% 'Samtala lióa er ekki nákvæmlega 100% vegna námundunar og þess að fjöldi svarenda í hverjum lió er ekki alveg sá sami. Læknablaðið 2003/89 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.