Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2003, Page 37

Læknablaðið - 15.01.2003, Page 37
FRÆÐIGREINAR / GALLBLÖÐRUNÁM 61 mínútu og 79,0% aðgerða tók innan við 91 mínútu. Fyrstu 100 aðgerðirnar tóku að meðaltali 89,1 mínútu (dreifing: 45-270), (95% öryggisbil: 80,9-97,3) og styttist tíminn við síðustu 100 aðgerðirnar í 74,7 mínútur (dreifing: 30-180 mínútur), (95% öryggisbil: 67-81,6). Aðgerðartími var hins vegar stystur á miðju tímabilinu eins og mynd 3 sýnir. Bráðaaðgerðir tóku að meðaltali 113,6 mínútur (dreifing: 45-240), (95% öryggisbil: 100,3-126,8), val- aðgerðir hins vegar 68,4 mínútur (dreifing: 20-270), (95% öryggisbil: 65,3-71,6), sjá mynd 4. Legutími eftir aðgerð og veikindadagar: Fjöldi legudaga eftir gallblöðrunám með kviðsjártækni var að meðaltali 3,6 dagar, eftir bráðaaðgerðir 7,8 dagar (dreifing: 1-45) á móti 3,1 degi (dreifing: 1-44) eftir valaðgerðir (mynd 5). Fjöldi legudaga eftir fyrirfram ákveðnar opnar að- gerðir var að meðaltali 12,3 (dreifing: 4-31). Upplýsingar um fjölda veikindadaga fengust hjá 355 (88,8%) sjúklingum, flestir hinna voru öryrkjar og aldrað fólk sem ekki gat gert sér grein fyrir því hvenær það var búið að ná sér. Fjöldi veikindadaga eftir kviðsjáraðgerðir var að meðaltali 13,5 dagar (dreifing: 4-70). Eftir valaðgerðir voru veikindadagar að meðaltali 13,1 (dreifing: 4-70), en 17,7 dagar (dreif- ing: 5-35) eftir bráðaaðgerðir. Rannsókn á gallgöngum og steinar í gallrás (ductus choledochus): Gallgangaþræðing (ERC) var framkvæmd hjá 77 sjúklingum fyrir aðgerð, þar af var gallrásarþrengisskurður (papillotomy) gerð- ur hjá 23 (5,8%) sjúklingum vegna gruns um gall- rásarsteina. Gallvegamynd í aðgerð var framkvæmd hjá 11 sjúklingum (2,8%): í sex tilfellum var um breytingu í opna aðgerð að ræða, en í fimm tilfell- um hafði gallgangaþræðing ekki tekist eða ekki verið gerð þrátt fyrir ábendingu. Eftirlegusteinar (steinar í gallrás eftir aðgerð) ollu gulu eða verkjum í sex tilfellum (1,5%) og voru meðhöndlaðir með gallrásarþrengisskurði, en einn sjúklingur þurfti í opna aðgerð til að fjarlægja slíkan stein. Hjá þremur af þessum sex sjúklingum voru engin einkenni eða afbrigðilegar prufur fyrir kvið- sjáraðgerð. Hjá einum sjúklingi hafði ekki uppgötv- ast að bilirubin var hækkað fyrir aðgerð, hjá hinum tveimur höfðu greindir steinar ekki verið hreinsaðir út nægilega vel, annars vegar í opinni aðgerð og hins vegar við gallgangaþræðingu fyrir aðgerð. Þessi þrjú tilvik eru því flokkuð sem fylgikvillar (tafla III). Fylgikvillar: Fylgikvillar komu upp hjá 40 sjúk- lingum (10,0%). í töflu III er þeim skipt í meiri háttar (dauðsföll í kjölfar aðgerðar eða fylgikvillar, sem þörfnuðust einhverra aðgerða strax til að forða alvar- legum eftirköstum) og minni háttar fylgikvilla. Sýkingar voru algengasti fylgikvillinn. Hjá fjórum sjúklingum myndaðist ígerðarhola (abscess) í kviðar- holi og var lagður inn keri hjá þremur þeirra (tafla IV), en í einu tilfelli þurfti að meðhöndla með opinni 60- 50-| 40- iM H Bráðaaðgerð I I Valaðgerð Hn n Mynd 4. Hlutfallsleg skipting aðgerða sem byrjað var á með kviðsjá, skipt eftir aðgerðartíma og tegund aðgerðar. 0- <61 i i i i i i 61-90 91-120 121-150 151-180 >180 Mfnútur 80- 60- 40- 20- 0- | Bráðaaðgerð □ Valaögerð Mynd 5. Hlutfallsleg skipting á fjölda legudaga eftir gallblöðrunám með kviðsjártækni, skipt eftir tegund aðgerðar. Dagar Tafla III. Fjöldi og hlutfall fylgikvilla eftir kviðsjáraðgerðir. Meiri háttar Minni háttar Samtals % Sýkingar 4 8 12 3,00 Blæöing 3 3 0,75 Eftirlegusteinar í gallrás 3 3 0,75 Gallleki í kviðarhol 3 3 0,75 Hjartabilun/kransæðastífla 3 3 0,75 Dauðsföll 2 2 0,50 Djúpbláæðarsegi 1 1 0,25 Blóðsöfnun undir lifur 4 4 1,00 Haull í öri 3 3 0,75 Loft undir húð 2 2 0,50 Ofnæmisviðbrögö 2 2 0,50 Blóðþurrðar ristilbólga 1 1 0,25 Heyrnarleysi á öðru eyra 1 1 0,25 Samtals: 19 21 40 10,00 Tafla IV. Ábendingar fyrir enduraðgerö. Fjöldi % Opin aðgerð: Gallleki og sýking i 0,25 Gallleki án sýkingar i 0,25 Steinn í gallrás i 0,25 Blæðing frá stungugati i 0,25 Samtals: 4 1,00 Innlögn kera um húð: Sýkingarhola í kvið 3 0,75 Gallleki 1 0,25 Samtals: 4 1,00 aðgerð. í þremur tilfellum myndaðist djúp sýking án ígerðarholu og fólst meðferð í gjöf sýklalyfja. Tveir sjúklingar fengu lungnabólgu, tveir sýkingu í skurð- sár og einn þvagfærasýkingu. Læknablaðið 2003/89 37

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.