Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2003, Qupperneq 39

Læknablaðið - 15.01.2003, Qupperneq 39
FRÆÐIGREINAR / GALLBLÖÐRUNÁM Rannsóknir hafa sýnt að tíðni breytingar úr kvið- sjáraðgerð í opna aðgerð liggur oft á bilinu 10-22% (1,3,6,10-13), þó svo að einnig hafi verið sýnt að hún getur verið svo lág sem 1,2-5,4% (14-16). Algengustu ástæður opnunar eru mikil bólga í gallblöðru, graftr- arsöfnun við gallblöðru, óljós líffæralega, samvextir í kviðarholi, steinar í gallrás og blæðing. Rannsóknir hafa einnig sýnt aðra áhættuþætti sem auka líkur á opnun og má þar nefna háan aldur, bráða gallblöðru- bólgu, þekkta steina í gallrás, veggþykknun á gall- blöðru við ómskoðun og bráðainnlögn (10, 12, 17). Menn hafa fundið að allt að fimmfalt meiri líkur eru á að breyta þurfi kviðsjáraðgerð hjá karlmanni í opna aðgerð (18). Þó svo að nú sé almennt talið öruggt að framkvæma kviðsjáraðgerð við bráða gallblöðru- bólgu (19) eru dæmi um áttfaldar líkur á að kviðsjár- aðgerð hjá sjúklingi með bráða gallblöðrubólgu verði breytt í opna aðgerð (15). Árangur við kviðsjárað- gerðir vegna bráðrar gallblöðrubólgu með tilliti til fylgikvilla og líðanar sjúklinga eftir aðgerð er svipað- ur og jafnvel betri en við opnar aðgerðir (7,20). Einn mikilvægasti þátturinn í að tryggja öryggi sjúklingsins við þessar aðstæður er reyndur skurðlæknir (7,19) og best virðist að framkvæma aðgerðina innan 48 klukku- stunda frá innlögn (6, 7,19). Ekki þarf að líta á það sem fylgikvilla að breyta þurfi kviðsjáraðgerð í opna aðgerð þar sem líkur á alvarlegri fylgikvillum geta minnkað í staðinn (10). Aðgerðartími var í samræmi við það besta sem gerist (1, 3,11, 21). Bráðaaðgerð og karlkyn leiddu til lengri aðgerðartíma, en með meiri reynslu skurðlækna styttist meðalaðgerðartími. Lenging meðalaðgerðar- tíma síðustu ár rannsóknartímans miðað við mitt tíma- bil (mynd 3) má skýra með breyttri dreifingu aðgerða milli sérfræðinga og auknum kennsluþætti við aðgerð- irnar. I samanburði við innlendar niðurstöður má finna að aðgerðartími á FSA er nokkuð lægri (1, 3). Hvað veldur er ekki ljóst, en sú staðreynd að mun fleiri sjúk- lingar fara í bráðaaðgerð á sjúkrahúsum í Reykjavík gæti skipt máli í þessu sambandi. Fjöldi legudaga var nokkuð hærri eftir gallblöðru- nám um kviðsjá á FSA en almennt er (tafla V). Tals- verður munur var á fjölda legudaga eftir bráða- og valaðgerðir og aldur sjúklinga skipti máli. Aðrir þættir virtust ekki vega þungt. Líkleg skýring á langri legu er minni þrýstingur á útskrift sjúklinga á FSA, sérstaklega ef um langtaðkomna og gamla einstaklinga er að ræða. Fjöldi veikindadaga eða tími til fýrri fæmi er í góðu samræmi við það sem þekkt er (1,3,11). Lengd veikindaleyfis fór mikið eftir því hvort aðgerð var gerð brátt eða ekki. Hvað varðar fylgikvilla er beinn samanburður á milli rannsókna erfiður, því skilgreining á fylgikvilla er misjöfn og tölur misháar (tafla V). Við reyndum að skipta fylgikvillum í meiri- og minniháttar, en skil- greininguna höfum við ekki séð annars staðar. Rann- sóknir hafa sýnt að með tilkomu kviðsjáraðgerða fækkaði bæði almennum fylgikvillum, sem og dauðs- föllum tengdum aðgerð (8). I sambandi við téða fækkun fylgikvilla og dauðsfalla verður að taka tillit til þess að erfiðustu tilfellin eru enn framkvæmd í opinni aðgerð hjá mörgum rannsóknaraðilum. í sum- um rannsóknum hefur komið fram aukning á fylgi- kvillum í aðgerðinni sjálfri með tilkomu kviðsjár og dæmi um slíka eru gallleki, skaði á gallvegum og blæðing (8). Fylgikvillum er lýst í 2-18% tilfella (1,3, 9, 11, 13, 14, 20) og þeir algengustu eru: sýking og blóðsöfnun á skurðsvæði, blæðing í aðgerð og i kjöl- far aðgerðar, þvagteppa og gallleki, en skaði á gallrás hefur verið sá fylgikvilli sem menn óttast mest. Á FSA hefur ekki komið upp skaði á gallrás við gallblöðrunám með kviðsjártækni. Gallleki, sem get- ið er um í þremur tilfellum í töflu III, er stundum nefndur gallsöfnun (biloma) og oft er ekki hægt að sýna fram á orsök lekans. í einu tilviki kom kona viku eftir aðgerð með óþægindi í hægri síðu og greindist með gallsöfnun sem gert var að með kerainnlögn um húð með góðum árangri. I öðru tilfelli var um 76 ára konu að ræða sem fékk gulu og óþægindi tveimur mánuðum eftir valaðgerð. í aðgerð reyndist hún hafa tvo lítra af galli við lifrina og greinilegan afbrigðileg- an gallgang í lifrarbeðnum (Luschkas gang) sem saumað var fyrir og farnaðist henni vel eftir það. Síð- asti sjúklingurinn var 43 ára kona sem þurfti að snúa í opna aðgerð vegna mikilla bólgusamvaxta og þurfti að taka hana aftur í aðgerð viku síðar vegna vaxandi sýkingareinkenna frá kviðarholi. Reyndist hún hafa mikið sýkt gall (E. coli) undir og við lifur. Enginn leki fannst frá gallvegum, en líklegast þótti að um af- brigðilegan lítinn gallgang frá lifrarbeð hefði verið að ræða. Lagður var inn keri og gefin sýklalyf og enginn gallleki var eftir þetta. I þeim tveimur tilfellum þar sem dauðsfall átti sér stað í kjölfar aðgerðar var um mjög veika sjúklinga með alvarlega áhættuþætti að ræða. Búið var að upp- lýsa vel um áhættu við aðgerð. Tíðni dauðsfalla er í samræmi við niðurstöður annarra sambærilegra kann- ana (3,8,9,13,22). Það er mat okkar að gallblöðrunám um kviðsjá sé örugg aðgerð á FSA. Hlutfall kviðsjáraðgerða sem breyta þurfti í opna aðgerð er sambærilegt og jafnvel lægra en aðrar innlendar og erlendar rannsóknir sýna. Tíðni fylgikvilla er ekki hærri og færni sjúklinga eftir aðgerð er sambærileg við aðrar rannsóknir (tafla V). Þakkir Sérstakar þakkir fá Nick Cariglia, sérfræðingur í meltingarfærasjúkdómum L-deild FSA, fyrir hjálp við gallgangaþræðingar og mat á sjúklingum, og Þor- valdur Ingvarsson, framkvæmdastjóri lækninga á FSA, fyrir yfirlestur greinarinnar og ábendingar. Sótt hefur verið um styrk til Vísindasjóðs FSA til lokafrágangs rannsóknarinnar. Læknablaðið 2003/89 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.