Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2003, Page 50

Læknablaðið - 15.01.2003, Page 50
FRÆÐIGREINAR / NÝR DOKTOR í LÆKNISFRÆÐI Doktor í læknisfræði „Barrett“ slímhúðarbreytingar í vélinda Dr. Sunna Guðlaugsdóttir. Sunna Guðlaugsdóttir lyflæknir og sérfræðingur í meltingarsjúkdómum varði doktorsritgerð sína við Erasmus-læknaháskólann í Rotterdam þann 15. maí síðastliðinn. Ritgerðin heitir Barrett's Esophagus - High cancer risk groups, cardiovascular co-morbidity and interaction with Helicobacter pylori. Leiðbein- andi var prófessor JHP Wilson. Andmælendur voru prófessorarnir dr. B Stricker, dr. EJ Kuipers, dr. HW Tilanus, dr. H. van Dekken og dr. T Splinter. Ritgerðin fjallar um rannsóknir á sjúklingum með Barrett slímhúðarbreytingar í vélinda. Nafnið „Barr- elt“ er kennt við breskan skurðlækni sem skilgreindi sjúkdóminn fyrstur manna um miðja síðustu öld. Síð- ari tíma rannsóknir hafa leitt í ljós að þessar breyting- ar koma í kjölfar of mikils sýruálags í vélinda vegna bakflæðisjúkdóms. Rakið er sögulegt yfirlit, orsakir og fylgikvillar þar sem alvarlegasti fylgikvilli Barrett er slímfrumukrabbamein í vélinda. A þeim forsend- um er farið sérstaklega yfir kosti og galla þess að fylgja þessum sjúklingum eftir með vélinda og maga- speglunum. Tilgangur verkefnisins var að fá betri inn- sýn í hvernig best er að þekkja þá Barrett sjúklinga sem hafa aukna áhættu að fá krabbamein í náinni framtíð og athuga hvort þeir hafi auknar líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. í því samhengi voru rann- sakaðir áhættuþættir hjarta og æðasjúkdóma bæði hjá Barrett sjúklingum og sjúklingum með vægari slímhúðarbreytingar vegna bakflæðis. Einnig var leit- ast við að fá innsýn inn í samspil magabakteríunnar Helicobacterpylori við bakflæði sjúkdóminn. algengi sýkingarinnar í þessum sérstæða sjúklingahópi og mikilvægi sýkingarmáttar bakteríunnar á slímhúðar- breytingar í maga, þá sérstaklega Barrett sjúklinga. Lýst er áhyggjum þess eðlis að Helicobacter pylori magabólgur samhliða notkun á sýrubælandi lyfjum (sérstaklega prótón-pumpu bælurum) flýti fyrir þynn- ingu (forstigsbreyting magakrabbameins) á magaslím- húð. Leitast er við að fá innsýn inn í þetta samspil og áhrif þess á þróun magaslímhúðarbólgunnar. Rannsóknir verkefnisins voru gerðar í framhaldi af fyrri rannsóknum í Hollandi. 1. Við háskólasjúkrahús Rotterdam (Dijkzigt) á ár- unum 1994-1996 þar sem Barrett sjúklingar reynd- ust skammlífari en viðmiðunarhópur (normal- þýði). Sérstaklega varð vart aukinnar tíðni hjarta- og æðasjúkdóma. 2. Við háskólasjúkrahús Amsterdam (VU) á árun- um 1994-1996 þar sem notkun kröftugra sýrubæl- andi lyfja, sérstaklega svokallaðra prótónpumpu bælara, jók á þynningu á magaslímhúð í sjúkling- um með magabakteríuna Helicobacter pylori í magaslímhúð. Niðurstöður rannsókna Sunnu sýna að hefðbund- ið eftirlit Barrett sjúklinga með vélinda- og maga- speglun er einungis til heilsufarslegra bóta hjá rétt um 15% þeirra. Gefnar eru heppilegar leiðbeiningar til að vinna eftir og hvernig megi velja Barrett sjúk- linga til eftirlits með reglubundnum vélinda og maga- speglunum og vefjasýnatökum til að meta líkur á að þeir fái vélindakrabbamein í náinni framtíð umfram aðra banvæna sjúkdóma. Þeir sjúklingar sem greinast með Barrett sjúkdóm eða vélindabólgur vegna bak- flæðis reyndust oftar en viðmiðunarhópur (normal- þýði) vera með of háan blóðþrýsting. Barrett sjúk- lingar á aldrinum 55-80 ára reyndust einnig oftar hafa fengið kransæðastíflu og vera með offituvandamál. Sjúklingar með Barrett vélinda reyndust vera með lægri tíðni Helicobacter pylori sýkingar í maga en viðmiðunarhópur. Sá munur var meira áberandi þeg- ar litið var á stofn með mikinn sýkingamátt sem styð- ur þá tilgátu að ákveðnir Helicobacter pylori stofnar geti verndað gegn myndun Barrett vélinda. Niður- stöður benda einnig til þess að sýrubælandi lyf sem bæla starfsemi prótónpumpunnar í magaslímhúð minnki magabólguvirkni og þéttleika Helicobacter pylori bakteríunnar hver sem sýkingarmáttur bakter- íunnar er. Þrátt fyrir það var slímhúðarþynning í maga- helli og slímhúðarbreytingar í maga með tengsl við magakrabbamein marktækt algengari íþeim sem voru sýktir af stofni með meiri sýkingarmátt og á viðhalds- meðferð með sýrubælandi lyfjum sem bæla starfsemi prótónpumpunnar í magaslímhúð. Sunna er fædd í Reykjavík 1962 og foreldrar hennar eru Guðlaugur Maggi Einarsson hæstaréttarlögmað- ur og Svanlaug Þorgeirsdóttir talsímavörður. Eigin- maður Sunnu er Snorri Ingimarsson rafmagnsverk- fræðingur og tölvunarfræðingur. Rekur hann eigin verkfræðistofu. Börn þeirra eru: Svanlaug Dögg f. 1981, Stefán Karl f. 1986 og Sigurþór Maggi f. 2002. Sunna lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 1981 og almennu læknaprófi frá Háskóla íslands 1989. Hún starfaði 1989-1993 á mismunandi deildum við Landspítala þar til hún stundaði sérfræði- 50 Læknablaðið 2003/89

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.