Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2003, Síða 50

Læknablaðið - 15.01.2003, Síða 50
FRÆÐIGREINAR / NÝR DOKTOR í LÆKNISFRÆÐI Doktor í læknisfræði „Barrett“ slímhúðarbreytingar í vélinda Dr. Sunna Guðlaugsdóttir. Sunna Guðlaugsdóttir lyflæknir og sérfræðingur í meltingarsjúkdómum varði doktorsritgerð sína við Erasmus-læknaháskólann í Rotterdam þann 15. maí síðastliðinn. Ritgerðin heitir Barrett's Esophagus - High cancer risk groups, cardiovascular co-morbidity and interaction with Helicobacter pylori. Leiðbein- andi var prófessor JHP Wilson. Andmælendur voru prófessorarnir dr. B Stricker, dr. EJ Kuipers, dr. HW Tilanus, dr. H. van Dekken og dr. T Splinter. Ritgerðin fjallar um rannsóknir á sjúklingum með Barrett slímhúðarbreytingar í vélinda. Nafnið „Barr- elt“ er kennt við breskan skurðlækni sem skilgreindi sjúkdóminn fyrstur manna um miðja síðustu öld. Síð- ari tíma rannsóknir hafa leitt í ljós að þessar breyting- ar koma í kjölfar of mikils sýruálags í vélinda vegna bakflæðisjúkdóms. Rakið er sögulegt yfirlit, orsakir og fylgikvillar þar sem alvarlegasti fylgikvilli Barrett er slímfrumukrabbamein í vélinda. A þeim forsend- um er farið sérstaklega yfir kosti og galla þess að fylgja þessum sjúklingum eftir með vélinda og maga- speglunum. Tilgangur verkefnisins var að fá betri inn- sýn í hvernig best er að þekkja þá Barrett sjúklinga sem hafa aukna áhættu að fá krabbamein í náinni framtíð og athuga hvort þeir hafi auknar líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. í því samhengi voru rann- sakaðir áhættuþættir hjarta og æðasjúkdóma bæði hjá Barrett sjúklingum og sjúklingum með vægari slímhúðarbreytingar vegna bakflæðis. Einnig var leit- ast við að fá innsýn inn í samspil magabakteríunnar Helicobacterpylori við bakflæði sjúkdóminn. algengi sýkingarinnar í þessum sérstæða sjúklingahópi og mikilvægi sýkingarmáttar bakteríunnar á slímhúðar- breytingar í maga, þá sérstaklega Barrett sjúklinga. Lýst er áhyggjum þess eðlis að Helicobacter pylori magabólgur samhliða notkun á sýrubælandi lyfjum (sérstaklega prótón-pumpu bælurum) flýti fyrir þynn- ingu (forstigsbreyting magakrabbameins) á magaslím- húð. Leitast er við að fá innsýn inn í þetta samspil og áhrif þess á þróun magaslímhúðarbólgunnar. Rannsóknir verkefnisins voru gerðar í framhaldi af fyrri rannsóknum í Hollandi. 1. Við háskólasjúkrahús Rotterdam (Dijkzigt) á ár- unum 1994-1996 þar sem Barrett sjúklingar reynd- ust skammlífari en viðmiðunarhópur (normal- þýði). Sérstaklega varð vart aukinnar tíðni hjarta- og æðasjúkdóma. 2. Við háskólasjúkrahús Amsterdam (VU) á árun- um 1994-1996 þar sem notkun kröftugra sýrubæl- andi lyfja, sérstaklega svokallaðra prótónpumpu bælara, jók á þynningu á magaslímhúð í sjúkling- um með magabakteríuna Helicobacter pylori í magaslímhúð. Niðurstöður rannsókna Sunnu sýna að hefðbund- ið eftirlit Barrett sjúklinga með vélinda- og maga- speglun er einungis til heilsufarslegra bóta hjá rétt um 15% þeirra. Gefnar eru heppilegar leiðbeiningar til að vinna eftir og hvernig megi velja Barrett sjúk- linga til eftirlits með reglubundnum vélinda og maga- speglunum og vefjasýnatökum til að meta líkur á að þeir fái vélindakrabbamein í náinni framtíð umfram aðra banvæna sjúkdóma. Þeir sjúklingar sem greinast með Barrett sjúkdóm eða vélindabólgur vegna bak- flæðis reyndust oftar en viðmiðunarhópur (normal- þýði) vera með of háan blóðþrýsting. Barrett sjúk- lingar á aldrinum 55-80 ára reyndust einnig oftar hafa fengið kransæðastíflu og vera með offituvandamál. Sjúklingar með Barrett vélinda reyndust vera með lægri tíðni Helicobacter pylori sýkingar í maga en viðmiðunarhópur. Sá munur var meira áberandi þeg- ar litið var á stofn með mikinn sýkingamátt sem styð- ur þá tilgátu að ákveðnir Helicobacter pylori stofnar geti verndað gegn myndun Barrett vélinda. Niður- stöður benda einnig til þess að sýrubælandi lyf sem bæla starfsemi prótónpumpunnar í magaslímhúð minnki magabólguvirkni og þéttleika Helicobacter pylori bakteríunnar hver sem sýkingarmáttur bakter- íunnar er. Þrátt fyrir það var slímhúðarþynning í maga- helli og slímhúðarbreytingar í maga með tengsl við magakrabbamein marktækt algengari íþeim sem voru sýktir af stofni með meiri sýkingarmátt og á viðhalds- meðferð með sýrubælandi lyfjum sem bæla starfsemi prótónpumpunnar í magaslímhúð. Sunna er fædd í Reykjavík 1962 og foreldrar hennar eru Guðlaugur Maggi Einarsson hæstaréttarlögmað- ur og Svanlaug Þorgeirsdóttir talsímavörður. Eigin- maður Sunnu er Snorri Ingimarsson rafmagnsverk- fræðingur og tölvunarfræðingur. Rekur hann eigin verkfræðistofu. Börn þeirra eru: Svanlaug Dögg f. 1981, Stefán Karl f. 1986 og Sigurþór Maggi f. 2002. Sunna lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 1981 og almennu læknaprófi frá Háskóla íslands 1989. Hún starfaði 1989-1993 á mismunandi deildum við Landspítala þar til hún stundaði sérfræði- 50 Læknablaðið 2003/89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.