Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2003, Page 56

Læknablaðið - 15.01.2003, Page 56
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BARNASPÍTALI Nýi Barnaspítalinn að verða tilbúinn Skynsamlegt hús fyrir góða starfsemi - segir Ásgeir Haraldsson prófessor um nýbyggingu Barnaspítala Hringsins Staðreyndir um spítalann: Flatarmál: 6800 m2 á fjórum hæðum Sex deildir með um 80 legurými Kostnaður: 1.500 millj- ónir króna. Par af leggur Hringurinn fram 150 milljónir króna, auk 50 millj- óna sem renna eiga til tækjakaupa Arkitektar: Teiknistofan Tröð, Signður Magn- úsdóttir og Hans Olav Andersen Aðalverktaki: ÓG Bygg Húsið verður tekið formlega í notkun á 99 ára afmæli Hringsins 26. janúar næstkomandi Þröstur Haraldsson Það má meta þjóðfélög eftir því hvernig þau búa að veikum börnum sínum. Þessi orð eru Asgeiri Har- aldssyni prófessor og forstöðumanni á Barnaspítala Hringsins töm á tungu. Nú þegar hillir undir nýjan barnaspítala á Landspítalalóðinni er það niðurstaða hans að með byggingunni sé stigið skref í þá átt að Island standist slíkt próf. Undir lok janúar rætist langþráður draumur margra þegar nýtt og glæsilegt húsnæði verður tekið í notk- un. Læknablaðið tók forskot á sæluna og fékk Ásgeir til að sýna blaðamanni húsakynnin á miðri aðventu. Þá voru iðnaðarmenn enn að störfum, lítill sem eng- inn búnaður kominn á sinn stað og hæðirnar fjórar mislangt á veg komnar. Sama dag var nýtt listaverk afhjúpað en það er gert af Sigurði Guðmundssyni myndlistarmanni og er einkar glæsilegt. Það leyndi sér ekki að Ásgeir er stoltur og ánægð- ur með nýja húsið. „Hér er enginn íburður en allt ákaflega vel gert og fallega. Þegar við hófum undir- búning að byggingu hússins kölluðum við til ýmsa hópa starfsfólks og notenda og báðum þá að búa til ítarlega þarfagreiningu. Flestir starfsmenn tóku þátt í þeirri vinnu. Þessi góði undirbúningur er nú að skila sér. Hér er öllu haganlega fyrir komið, gott pláss og margir hlutir hafa tvennan og jafnvel þrennan til- gang,“ segir hann. Fjölbreytt starfsemi Þegar blaðamaður hafði samband við Ásgeir var hon- um stefnt á vökudeildina á kvennadeildinni þar sem fyrirburum og öðrum nýburum sem fylgjast þarf með er sinnt. Tilgangurinn var að sýna muninn en þegar blaðamann bar að garði voru þar 10 böm á deild sem með réttu ætti að rúma tvö til þijú böm. Starfsfólkið þurfti að smeygja sér á milli rúma og augljóst að til þess að allt gengi upp þurfti samkomulagið að vera gott. Svo lá leiðin yfir í nýja húsið sem tengist kvenna- deildinni (sem hét nú reyndar fæðingardeild þegar blaðamaður kom þar í heiminn um miðja síðustu öld) á tveimur stöðum. Fæðingarstofumar verða áfram á sínum stað á efstu hæð en gjörgæslan og hágæslan verður rétt handan við hornið í nýja húsinu. Þar hefur þessi starfsemi tvær stórar stofur til umráða, hvora um sig öllu stærri en núverandi deild og eru þá ótald- ar geymslur og annað stoðrými. Húsaskipan er að öðru leyti með þeim hætti að á neðstu hæð er bráðamóttaka ásamt göngu- og dag- deildum. Þar er einnig kaffitería sem Hringurinn mun starfrækja og verður hún opin öllum starfsmönnum Ásgeir Haraldsson prófessor í anddyri nýja barnaspítalans. og almenningi. Þar verður flygill og aðstaða til tón- leikahalds sem ætlunin er að verði fastur liður í starfi spítalans. Þessi hæð tengist svo öðrum hlutum spítal- ans um undirgöng en þar sem þau hefjast verður kennslustofa og „auditorium“, sérbúinn fyrirlestra- salur fyrir allan Landspítalann sem tekur á annað hundrað manns í sæti, raunar sá fyrsti sem rís við spít- alann. Á annarri hæð verða skrifstofur, skóli, leikskóli, kapella og fleira, allt saman starfsemi sem á það sam- merkt að þurfa ekki „gas eða súr“ úr vegg eða sér- stakan sjúkrahúsbúnað. Á þriðju hæð eru lyflækningadeild og barnaskurð- deild, sú eina sinnar tegundar hér á landi. Einnig er þar stofa þar sem hægt verður að taka á móti bruna- sjúklingum sem þurfa að vera í einangrun. Þar er legudeild með einbýli og tveggjamanna stofur, dag- stofa þar sem börnin og aðstandendur geta matast og fleira. Á efstu hæð er svo vökudeildin og lyflækninga- deild fyrir yngri börn. Á vökudeildinni eru meðal ann- ars tvær gjörgæslustofur, fyrir fjögur eða sex börn þar sem einnig verður hægt að gera minniháttar skurð- aðgerðir. Hins vegar er hágæsla þar sem rúm er fyrir allt að 12 börn sem ekki þurfa að vera í öndunarvél. Á þeirri hæð verður einnig hægt að taka við hópum sem þurfa að vera í einangrun. 56 Læknablaðið 2003/89

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.