Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2003, Qupperneq 56

Læknablaðið - 15.01.2003, Qupperneq 56
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BARNASPÍTALI Nýi Barnaspítalinn að verða tilbúinn Skynsamlegt hús fyrir góða starfsemi - segir Ásgeir Haraldsson prófessor um nýbyggingu Barnaspítala Hringsins Staðreyndir um spítalann: Flatarmál: 6800 m2 á fjórum hæðum Sex deildir með um 80 legurými Kostnaður: 1.500 millj- ónir króna. Par af leggur Hringurinn fram 150 milljónir króna, auk 50 millj- óna sem renna eiga til tækjakaupa Arkitektar: Teiknistofan Tröð, Signður Magn- úsdóttir og Hans Olav Andersen Aðalverktaki: ÓG Bygg Húsið verður tekið formlega í notkun á 99 ára afmæli Hringsins 26. janúar næstkomandi Þröstur Haraldsson Það má meta þjóðfélög eftir því hvernig þau búa að veikum börnum sínum. Þessi orð eru Asgeiri Har- aldssyni prófessor og forstöðumanni á Barnaspítala Hringsins töm á tungu. Nú þegar hillir undir nýjan barnaspítala á Landspítalalóðinni er það niðurstaða hans að með byggingunni sé stigið skref í þá átt að Island standist slíkt próf. Undir lok janúar rætist langþráður draumur margra þegar nýtt og glæsilegt húsnæði verður tekið í notk- un. Læknablaðið tók forskot á sæluna og fékk Ásgeir til að sýna blaðamanni húsakynnin á miðri aðventu. Þá voru iðnaðarmenn enn að störfum, lítill sem eng- inn búnaður kominn á sinn stað og hæðirnar fjórar mislangt á veg komnar. Sama dag var nýtt listaverk afhjúpað en það er gert af Sigurði Guðmundssyni myndlistarmanni og er einkar glæsilegt. Það leyndi sér ekki að Ásgeir er stoltur og ánægð- ur með nýja húsið. „Hér er enginn íburður en allt ákaflega vel gert og fallega. Þegar við hófum undir- búning að byggingu hússins kölluðum við til ýmsa hópa starfsfólks og notenda og báðum þá að búa til ítarlega þarfagreiningu. Flestir starfsmenn tóku þátt í þeirri vinnu. Þessi góði undirbúningur er nú að skila sér. Hér er öllu haganlega fyrir komið, gott pláss og margir hlutir hafa tvennan og jafnvel þrennan til- gang,“ segir hann. Fjölbreytt starfsemi Þegar blaðamaður hafði samband við Ásgeir var hon- um stefnt á vökudeildina á kvennadeildinni þar sem fyrirburum og öðrum nýburum sem fylgjast þarf með er sinnt. Tilgangurinn var að sýna muninn en þegar blaðamann bar að garði voru þar 10 böm á deild sem með réttu ætti að rúma tvö til þijú böm. Starfsfólkið þurfti að smeygja sér á milli rúma og augljóst að til þess að allt gengi upp þurfti samkomulagið að vera gott. Svo lá leiðin yfir í nýja húsið sem tengist kvenna- deildinni (sem hét nú reyndar fæðingardeild þegar blaðamaður kom þar í heiminn um miðja síðustu öld) á tveimur stöðum. Fæðingarstofumar verða áfram á sínum stað á efstu hæð en gjörgæslan og hágæslan verður rétt handan við hornið í nýja húsinu. Þar hefur þessi starfsemi tvær stórar stofur til umráða, hvora um sig öllu stærri en núverandi deild og eru þá ótald- ar geymslur og annað stoðrými. Húsaskipan er að öðru leyti með þeim hætti að á neðstu hæð er bráðamóttaka ásamt göngu- og dag- deildum. Þar er einnig kaffitería sem Hringurinn mun starfrækja og verður hún opin öllum starfsmönnum Ásgeir Haraldsson prófessor í anddyri nýja barnaspítalans. og almenningi. Þar verður flygill og aðstaða til tón- leikahalds sem ætlunin er að verði fastur liður í starfi spítalans. Þessi hæð tengist svo öðrum hlutum spítal- ans um undirgöng en þar sem þau hefjast verður kennslustofa og „auditorium“, sérbúinn fyrirlestra- salur fyrir allan Landspítalann sem tekur á annað hundrað manns í sæti, raunar sá fyrsti sem rís við spít- alann. Á annarri hæð verða skrifstofur, skóli, leikskóli, kapella og fleira, allt saman starfsemi sem á það sam- merkt að þurfa ekki „gas eða súr“ úr vegg eða sér- stakan sjúkrahúsbúnað. Á þriðju hæð eru lyflækningadeild og barnaskurð- deild, sú eina sinnar tegundar hér á landi. Einnig er þar stofa þar sem hægt verður að taka á móti bruna- sjúklingum sem þurfa að vera í einangrun. Þar er legudeild með einbýli og tveggjamanna stofur, dag- stofa þar sem börnin og aðstandendur geta matast og fleira. Á efstu hæð er svo vökudeildin og lyflækninga- deild fyrir yngri börn. Á vökudeildinni eru meðal ann- ars tvær gjörgæslustofur, fyrir fjögur eða sex börn þar sem einnig verður hægt að gera minniháttar skurð- aðgerðir. Hins vegar er hágæsla þar sem rúm er fyrir allt að 12 börn sem ekki þurfa að vera í öndunarvél. Á þeirri hæð verður einnig hægt að taka við hópum sem þurfa að vera í einangrun. 56 Læknablaðið 2003/89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.