Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2003, Síða 73

Læknablaðið - 15.01.2003, Síða 73
FRÁ HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTI OG LANDLÆKNI Lyfjamál 111 Skömmtun lyfja í skammtaöskjur NÝ reglugerð hefur verið gefin út um skömmtun lyfja í skammtaöskjur. Slík skömmtun, fyrir þá sem nota lyf reglulega, er tvímælalaust til bóta og eykur öryggi og meðferðarheldni. Læknar, lyfjafræðingar og hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að kynna sér reglugerðina og jafnframt er bent á að nokkrum öðrum reglugerðum hefur verið breytt til samræmis við umrædda reglugerð og eru eftirfarandi breytingar varðandi ávísun lyfja helstar. Breytingarnar eru ská- letraðar. 27. grein reglugerðar nr. 111/2001 um gerð lyfseðla og ávísun lyfja hefur verið breytt og fjallar nú um skamnitaöskjur og skömmtunarlyfseðla. Skammtaöskjur og skömmtunarlyfseðlar Óski útgefandi lyfseðils að ávísuð lyf séu afhent í skammtaöskju er lyfjafræðingi heimilt að rjúfa pakkn- ingar lyfs í því skyni og telst skammtaaskjan þá vera umbúðir. Læknir skal merkja við viðeigandi reit á lyfseðli með upphafsstöfum sínum, sé þess óskað að lyf verði afhent í skammtaöskju. Slíkir lyfseðlar nefn- ast skömmtunarlyfseðlar. Óheimilt er að ávísa á sama lyfseðli lyfi sem afgreiða á í skammtaöskju og lyfi sem ekki á að afgreiða í skammtaöskju. 28. grein reglugerðar nr. 111/2001 um gerð lyfseðla og ávísun lyfja hefur verið einnig verið breytt, og eru breytingar skáletraðar. Lyfseðill/fjölnota lyfseðill Útgefandi lyfseðils skal merkja í þar til gerðan reit á lyfseðilseyðublaði eigi einungis að afgreiða lyfseðil einu sinni. Heimilt er að gefa út fjölnota lyfseðil í tilvikum þar sem sjúklingur er í langtímameðferð. Einungis má ávísa einu lyfi með hverjum fjölnota lyf- seðli og gildir hann mest fyrir fjórar afgreiðslur, sbr. þó skömmtunarlyfseðil skv. 27. gr. 3). Eigi lyfseðill að vera fjölnota skal útgefandi auðkenna í þar til ætlaða reiti hve oft og á hve margra daga fresti að lágmarki megi afgreiða lyfseðilinn og skal þess gætt að sam- ræmi sé á milli áætlaðrar notkunar lyfs og þess tíma er líða skal milli afgreiðslna. Óheimilt er að ávísa eftir- ritunarskyldum lyijum með fjölnota lyfseðli, þó er heimilt að víkja frá þessu, ef tilgreint er á lyfseðli að skammta eigi lyfið og er þá engin fjöldatakmörkun á afgreiðslum skv. lyfseðlinum. Gildistími hans miðast við útgáfudag og gildir lengst í 12 mánuði, ef lœknir takmarkar ekki gildistíma hans, sbr. 33. gr. Samhliða þeim breytingum, sem gerðar voru á 27. og 28. gr. reglugerðar nr. 111/2001 um gerð lyfseðla og ávísun lyfja var einnig gerð breyting á 10. gr. reglu- gerðar nr. 233/2001 um ávana og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni og fer hún hér á eftir. Lyf sem ávísa má í takmörkuðu magni Lyfjum í ATC-flokkum N 05 B A og N 05 C, sem eru merkt PIV í fylgiskjali I má einungis ávísa í magni, sem svarar til 30 daga notkunar og skal að öllu jöfnu mið- að við skilgreindan dagskammt (Defined Daily Dose (DDD)). Við veitingu markaðsleyfís ofangreindra lyfja skal Lyfjastofnun ákveða það magn, sem leyfilegt er að ávísa hverju sinni og taka tillit til þeirra pakkninga, sem veitt er markaðsleyfi fyrir. Að jafnaði skal miðað við, að fremur sé heimilað minna magn en meira. Lyfjastofnun getur í samráði við landlækni, heimilað að ákveðin lyf, lyfjaform eða styrkleika sé ávísað í meira magni, en svarar til 30 daga notkunar. Upplýs- ingar um það magn, sem leyfilegt er að ávísa skulu birtar í Sérlyfjaskrá, en Lyfjastofnun skal á aðgengi- legan hátt birta upplýsingar um leyfilegt hámarks- magn á lyfseðli við veitingu markaðsleyfis. Víkja má frá ákvœðum 1. og 2. mgr., eflœknir óskar eftir því á lyfseðli að þessi lyf verði skömmtuð í sérstakar skammtaöskjur, ásamt öðrum lyfseðilsskyldum lyfj- um, sbr. ákvœði reglugerðar um gerð lyfseðla og ávís- un lyfja nr. 111/2001. Eggert Sigfússon Höfundur er deildarstjóri í Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti. Læknablaðið 2003/89 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.