Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2003, Side 29

Læknablaðið - 15.02.2003, Side 29
FRÆÐIGREINAR / LAUNEISTAAÐGERÐIR Number of patients 10 -i 9- ---- 8- 7- 6- 5- II ^ Age at diagnosis “1 Age at operarion Age in years Figure 2. The age at diagnosis and at operation in diffe- rent time periods. (1:1970-1975,11:1976-1981, III: 1982- 1987, IV: 1988-1993.) Meðalaldur við greiningu var 3,0 ár (staðalfrávik 3,8 ár) og við aðgerð 7,5 ár (staðalfrávik 4,4 ár). I töflu I má sjá nánari sundurliðun á milli tímabila. Upplýsingar um aldur við greiningu vantaði hjá 85 sjúklinum (14,3%). Tæplega helmingur sjúklinga (n= 277, 46,7%) fengu greininguna launeista strax á fyrsta ári og 45 sjúklingar (7,6%) ekki fyrr en eftir 10 ára aldur. Meðalaldur við greiningu lækkaði úr 3,7 árum á tímabilum I—II í 2,3 ár á tímabilum III-IV (p<0,05) (mynd 2). Meðalaldur við aðgerð lækkaði sömuleiðis úr 8,3 árum í 6,6 ár á sama tímabili (p<0,05). Einungis 32 sjúklingar (5,4%) fóru í aðgerð fyrir eða við tveggja ára aldur. Átta sjúklingar (1,3%) gengust undir aðgerð eftir 18 ára aldur. Alls höfðu 487 drengir launeista öðrum megin (82,1%), marktækt fleiri hægra megin eða 299 (61,4%) samanborið við 188 vinstra megin (38,6%) (p<0,05). Launeista greindist beggja vegna hjá 106 drengjum (17,9%) og er því um 699 launeistu að ræða í rann- sóknarhóp. Eistað var staðsett í náragangi í 350 tilvikum (50%), í kviðarholi í 73 tilvikum (11%) og 236 eistu voru utan leiðar (34%). Hjá níu sjúklingum (1%) fannst ekkert eista og ekki var getið um staðsetningu í 31 tilviki (4%). Eistað/eistun voru færð niður hjá 575 drengjum og var aðgerðin framkvæmd með sambærilegum hætti allt tímabilið. Eistað var fríað með æðum og sæðis- leiðara og síðan saumað fast í pung utan dartos- vöðva (Dartos pouch orchiopexy) (13). Stundum þurfti að færa eistu staðsett í kviðarholi niður í pung í tveimur aðskildum aðgerðum. Ekki var notast við kviðarholsspeglun við launeistaaðgerðir á þessu tíma- bili. Hjá 11 sjúklingum varð að fjarlægja eistað, oftast vegna eistarýrnunar (n=5). I sjö tilvikum vantaði upp- lýsingar um tegund aðgerðar. Fylgikvillar við aðgerð sáust hjá 29 sjúklingum Table II. Surgical complications. Number of patients Hematoma 16 Wound infections 5 Abscess 2 Pneumonia 1 Bleeding 1 Suture-granuloma 1 Orchitis 1 Epididymitis 1 Chronic wound pain 1 Total 29 Table III. Other congenital anomalies and diseases. Number of patients Inguinal hernia 307 Genito-urinary tract anomalies 73 Musculoskeletal diseases 38 Gastrointestinal tract anomalies 21 Central nervous system diseases 19 Congenital heart diseases 11 Various syndromes 8 Other diseases and congenital anomalies 73 Total 550 (4,9%) og voru blóðgúll (2,7%) og skurðsýking (1,2%) algengastir (tafla II). Meirihluti drengjanna (n=307,52%) reyndist auk launeista hafa nárakviðslit, ýmist sömu megin (n=247) eða hinum megin við launeistað (n=17). Einnig voru 23 drengir með launeista beggja vegna en nárakviðslit aðeins öðru megin og 20 höfðu laun- eista öðru megin en nárakviðslit beggja vegna. Aðrir kvillar voru sjaldgæfari og eru helstu flokk- arnir sýndir í töflu III. Prettán sjúklingar voru með inndræg eistu (retractile) hinum megin (2,2%), 22 höfðu vatnshaul (hydrocele) (3,7%), 11 greindust með neðanrás (hypospadias) (1,9%) og 27 sjúklingar greindust með aðra galla á þvag- og kynfærum (4,6%). Þrjátíu og átta drengir (6,4%) voru með ýmsa stoðkerfisgalla og 11 (1,9%) reyndust einnig hafa meðfædda hjartagalla. Átján drengir (3%) gengust einnig undir aðgerð vegna naflakviðslits. Af 593 sjúklingum fóru 15 í enduraðgerð (2,5%), 0- 13 árum eftir aðgerð (meðaltal 3,6 ár, miðgildi 2,0 ár). Hjá sex sjúklingum var ástæðu enduraðgerðar ekki getið en þrír fóru í enduraðgerð vegna rýmunar á eista og var eistað fjarlægt hjá tveimur þeirra. Einn sjúkling- ur greindist með launeista að nýju sömu megin en hjá þremur sjúklingum var enduraðgerð gerð þar sem eistað reyndist fast í örvef. Einn sjúklingur fór í endur- aðgerð vegna þrálátra verkja á aðgerðarsvæði og hjá öðrum fannst eistað ekki við þreifingu fjórum árum eftir aðgerð og því framkvæmd ný aðgerð. Frá 1. janúar 1955 til 31. desember 2000 greindust Læknablaðið 2003/89 121

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.