Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2003, Síða 29

Læknablaðið - 15.02.2003, Síða 29
FRÆÐIGREINAR / LAUNEISTAAÐGERÐIR Number of patients 10 -i 9- ---- 8- 7- 6- 5- II ^ Age at diagnosis “1 Age at operarion Age in years Figure 2. The age at diagnosis and at operation in diffe- rent time periods. (1:1970-1975,11:1976-1981, III: 1982- 1987, IV: 1988-1993.) Meðalaldur við greiningu var 3,0 ár (staðalfrávik 3,8 ár) og við aðgerð 7,5 ár (staðalfrávik 4,4 ár). I töflu I má sjá nánari sundurliðun á milli tímabila. Upplýsingar um aldur við greiningu vantaði hjá 85 sjúklinum (14,3%). Tæplega helmingur sjúklinga (n= 277, 46,7%) fengu greininguna launeista strax á fyrsta ári og 45 sjúklingar (7,6%) ekki fyrr en eftir 10 ára aldur. Meðalaldur við greiningu lækkaði úr 3,7 árum á tímabilum I—II í 2,3 ár á tímabilum III-IV (p<0,05) (mynd 2). Meðalaldur við aðgerð lækkaði sömuleiðis úr 8,3 árum í 6,6 ár á sama tímabili (p<0,05). Einungis 32 sjúklingar (5,4%) fóru í aðgerð fyrir eða við tveggja ára aldur. Átta sjúklingar (1,3%) gengust undir aðgerð eftir 18 ára aldur. Alls höfðu 487 drengir launeista öðrum megin (82,1%), marktækt fleiri hægra megin eða 299 (61,4%) samanborið við 188 vinstra megin (38,6%) (p<0,05). Launeista greindist beggja vegna hjá 106 drengjum (17,9%) og er því um 699 launeistu að ræða í rann- sóknarhóp. Eistað var staðsett í náragangi í 350 tilvikum (50%), í kviðarholi í 73 tilvikum (11%) og 236 eistu voru utan leiðar (34%). Hjá níu sjúklingum (1%) fannst ekkert eista og ekki var getið um staðsetningu í 31 tilviki (4%). Eistað/eistun voru færð niður hjá 575 drengjum og var aðgerðin framkvæmd með sambærilegum hætti allt tímabilið. Eistað var fríað með æðum og sæðis- leiðara og síðan saumað fast í pung utan dartos- vöðva (Dartos pouch orchiopexy) (13). Stundum þurfti að færa eistu staðsett í kviðarholi niður í pung í tveimur aðskildum aðgerðum. Ekki var notast við kviðarholsspeglun við launeistaaðgerðir á þessu tíma- bili. Hjá 11 sjúklingum varð að fjarlægja eistað, oftast vegna eistarýrnunar (n=5). I sjö tilvikum vantaði upp- lýsingar um tegund aðgerðar. Fylgikvillar við aðgerð sáust hjá 29 sjúklingum Table II. Surgical complications. Number of patients Hematoma 16 Wound infections 5 Abscess 2 Pneumonia 1 Bleeding 1 Suture-granuloma 1 Orchitis 1 Epididymitis 1 Chronic wound pain 1 Total 29 Table III. Other congenital anomalies and diseases. Number of patients Inguinal hernia 307 Genito-urinary tract anomalies 73 Musculoskeletal diseases 38 Gastrointestinal tract anomalies 21 Central nervous system diseases 19 Congenital heart diseases 11 Various syndromes 8 Other diseases and congenital anomalies 73 Total 550 (4,9%) og voru blóðgúll (2,7%) og skurðsýking (1,2%) algengastir (tafla II). Meirihluti drengjanna (n=307,52%) reyndist auk launeista hafa nárakviðslit, ýmist sömu megin (n=247) eða hinum megin við launeistað (n=17). Einnig voru 23 drengir með launeista beggja vegna en nárakviðslit aðeins öðru megin og 20 höfðu laun- eista öðru megin en nárakviðslit beggja vegna. Aðrir kvillar voru sjaldgæfari og eru helstu flokk- arnir sýndir í töflu III. Prettán sjúklingar voru með inndræg eistu (retractile) hinum megin (2,2%), 22 höfðu vatnshaul (hydrocele) (3,7%), 11 greindust með neðanrás (hypospadias) (1,9%) og 27 sjúklingar greindust með aðra galla á þvag- og kynfærum (4,6%). Þrjátíu og átta drengir (6,4%) voru með ýmsa stoðkerfisgalla og 11 (1,9%) reyndust einnig hafa meðfædda hjartagalla. Átján drengir (3%) gengust einnig undir aðgerð vegna naflakviðslits. Af 593 sjúklingum fóru 15 í enduraðgerð (2,5%), 0- 13 árum eftir aðgerð (meðaltal 3,6 ár, miðgildi 2,0 ár). Hjá sex sjúklingum var ástæðu enduraðgerðar ekki getið en þrír fóru í enduraðgerð vegna rýmunar á eista og var eistað fjarlægt hjá tveimur þeirra. Einn sjúkling- ur greindist með launeista að nýju sömu megin en hjá þremur sjúklingum var enduraðgerð gerð þar sem eistað reyndist fast í örvef. Einn sjúklingur fór í endur- aðgerð vegna þrálátra verkja á aðgerðarsvæði og hjá öðrum fannst eistað ekki við þreifingu fjórum árum eftir aðgerð og því framkvæmd ný aðgerð. Frá 1. janúar 1955 til 31. desember 2000 greindust Læknablaðið 2003/89 121
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.