Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2003, Page 45

Læknablaðið - 15.02.2003, Page 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ / FORMANNARÁÐSTEFNA LÍ Þriðji og þýðingarmesti hluti yfirlýsingarinnar er að þróað verði fyrirkomulag sjálfstætt starfandi heim- ilislækna. Þeir samningar verði byggðir á gildandi samningum heimilislækna utan heilsugæslustöðva. Hins vegar verði lögð áhersla á að samið verði um stærð samlags heimilislækna, bæði sjálfstætt starfandi og á heilsugæslustöðvum, og þar með skapast forsend- ur fyrir mati á því hversu marga heimilislækna þarf á íslandi sem yrði viðurkennt af heilbrigðisráðuneytinu og ætti að stefna að. Þegar hefur verið skipuð samn- inganefnd af LÍ og þessir samningar eru í undirbúningi. Staða heimilislækninga ætti að verða mun öflugri ef þessar úrbætur fást fram og má líta svo á að for- sendur séu þá fengnar fyrir að sérfræðingsstarf í þess- ari grein sé orðið sambærilegt starfi í öðrum greinum. Þannig á starfið að geta verið áhugavert fyrir sér- fræðilækninn og einnig unglækninn sem hyggst velja sér grein. Því miður eru launakjör unglækna í heilsu- gæslu þó ekki ásættanleg enn, ekki frekar en á sjúkra- húsum og hefur það verið rætt við ráðamenn. Þetta atriði og fleiri þarfnast frekari úrbóta. Ef þessum áfanga lýkur farsællega taka við aðrar áherslur meðal heimilislækna. Efla þarf fagið sjálft. Vinna þarf að símenntun, fræðslu og gæðamálum. Erlendis hefur gífurleg uppbygging orðið í þessum málaflokkum heimilislækna einmitt í kjölfar farsælla úrlausna á kjara- og stéttarmálum. Slík efling á fag- legri vinnu eykur ánægju í starfi og styrkir stöðu fags ins sem nauðsynlegt er í kjölfar erfiðra átaka og óánægju. Eins og fram kemur að ofan eru væntingar okkar heimilislækna til yfirlýsingar ráðherra miklar og nú verða verk hans að tala. Forsendur úrbóta eru fyrir hendi, ber ráðherra gæfu til að sjá til þess að þær verði að veruleika? Formannaráðstefna Læknafélags íslands Boðað er til formannafundar skv. 9. grein laga Læknafélags íslands föstudaginn 11. apríl í húsnæði læknasamtakanna að Hlíðasmára 8, Kópavogi. Dagskrá: 10:00-12:30 Skýrsla formanns LÍ um afgreiðslu ályktana aðalfundar 2002, störf stjórnar og stöðu helstu mála. Skýrslur formanna aðildarfélaga, samninganefnda og helstu starfsnefnda eftir atvikum. 12:30-13:30 Matarhlé 13:30-15:00 Skýrslur helstu starfsnefnda Umræður 15:00-15:30 Kaffihlé 15:30-17:00 Áframhald umræðna Önnur mál Fundarlok verða á heimili formanns að Hæðarseli 28, Reykjavík. Læknablaðið 2003/89 137

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.