Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2003, Síða 46

Læknablaðið - 15.02.2003, Síða 46
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNADAGAR 2003 Læknadagar 2003 Lyfjamál, lífsstíll og læknar með skeifu Mikil þátttaka á fræðsludögum lækna Þröstur Haraldsson Ljóst er að Læknadagar hafa fest sig í sessi sem helsta samkoma íslenskra lækna á ári hverju. Mikil þátttaka er í þeim og þrátt fyrir þá ákvörðun Fræðslunefndar að innheimta þátttökugjald í fyrsta sinn mætti á sjötta hundrað lækna til að hlýða á erindi, sýna sig og sjá aðra. Ekki bar á öðru en að almenn ánægja ríkti með það sem í boði var, í það minnsta var stemmningin góð og bros á hverju and- liti, svona oftast nær. Blaðamaður Læknablaðsins var að sjálfsögðu á vettvangi og sat nokkur málþing sem hann valdi út frá þeirri forsendu að þau væru ekki mjög klínísk! Hér á eftir verður greint frá því sem fyrir augu og eyru bar en það var raunar svo mikið að nægir í tvö blöð. I fyrsta skammti verður fjallað um læknadóp og lyfjaávísanir, meðhöndlun reykingamanna sem vilja hætta og síðast en ekki síst spurninguna sem brennur á stéttinni: Eru læknar virkilega svona óhamingju- samir? Þunglamalegt eftirlit Frummælendur á málþingi um lyfjaávísanir lækna og eftirlit með þeim voru Rannveig Gunnarsdóltir for- stjóri Lyfjastofnunar, Unnur Björgvinsdóttir lyfja- fræðingur og fjórir læknar: Margrét Georgsdóttir heimilislæknir, Vilhelmína Haraldsdóttir sjúkrahús- læknir, Einar Axelsson vímuefnalæknir og Haukur Valdimarsson aðstoðarlandlæknir. í upphafi ávarpaði Inga Sif Ólafsdóttir unglæknir fundargesti en ung- læknar áttu frumkvæðið að því að þetta málþing var haldið. í máli frummælenda kom greinilega í ljós að regl- ur um meðferð upplýsinga og hvaða upplýsingar má veita og hverjar ekki eru ekki nógu skýrar. Flestir kvörtuðu málshefjendur yfir því að reglurnar væru gallaðar, óskýrar og að heilbrigðisstarfsfólki væri ekki ljóst hvað það mætti segja hvert öðru. Rannveig Gunnarsdóttir greindi frá því að Lyfja- stofnun héldi utan um gagnagrunn þar sem í eru upp- lýsingar um lyfseðla og lyfsölu. Lyfjabúðir senda Tryggingastofnun ríkisins daglega alla lyfseðla sem afgreiddir hafa verið á rafrænu formi. Lyfjastofnun fær hins vegar upplýsingar frá þeim um eftirritunar- skyld lyf mánaðarlega. Stofnuninni berast einnig sölutölur frá heildsölum og ábendingar frá lyfjafræð- ingum og fleirum. Stofnunin fylgist með hvort lyfseð- ill sé falsaður, hvort læknir ávísi lyfjum til eigin nota, hvort læknar ávísi miklu magni eftirritunarskyldra lyfja og hvort sjúklingar fái lyfseðla frá fleiri en ein- um lækni. Vakni grunsemdir um óeðlilegar lyfjaávís- anir er landlæknir látinn vita. Utan um gagnagrunn stofnunarinnar heldur einn starfsmaður því aðrir hafa ekki aðgang að honum. Verði hann veikur kemst enginn í grunninn og á með- an fær landlæknir engar upplýsingar úr honum. Rann- veig sagði það vilja stofnunarinnar að landlæknis- embættið tæki við þessum kaleik og fengi milliliða- lausan aðgang að gagnagrunninum en gildandi reglur leyfa það ekki. Aukum samstarfið Unnur Björgvinsdóttir lýsti stöðu lyfjafræðinga og starfsfólks í lyfjabúðum en þar vaknar vissulega oft grunur um að „óeölilegir" lyfseðlar séu í umferð. Þar getur verið um að ræða stolnar lyfjaávísanir en tölu- verð brögð eru að því að þeim sé stolið. Einnig vakna grunsemdir þegar sömu menn koma oft með ávísanir á verkjalyf eða geðlyf, jafnvel frá mörgum læknum. Starfsfólk lyfjabúða á hins vegar erfitt með að sinna eftirliti vegna þess að það hefur ekki aðgang að sölu- tölum annarra lyfjabúða sem tilheyra öðrum keðjum. Einnig veigrar það sér oft við að hafa samband við lækni af ótta við að rjúfa trúnað og þagnareið sem það er bundið af. Unnur benti á að fleira kæmi til í þessu sambandi en hugsanleg fíkn viðskiptavinanna. Þeir sem eru með lyfjakort þurfa ekki að greiða fyrir lyfin og stundum vaknar grunur um að verið sé að ávísa lyfj- um til þeirra sem eru í raun öðrum ætluð. Þá eru dæmi þess að lyfi sé ávísað á annan en sjúkling ef hann er ekki sjúkratryggður hér á landi. Unnur sagði að fjölmiðlaumræða hefði greinileg áhrif á lyfsölu. Þannig hefði sala á verkjalyfinu con- talgin dregist verulega saman eftir að umræðan um læknadóp hófst á síðastliðnu sumri. Á hinn bóginn hefði sala á amfetamíni og rítalíni aukist. Lagði Unn- ur til að menn hugleiddu hvort ekki væri rétt að taka aftur upp lyijakort fyrir þessum tveimur lyfjum. Auk þess vildi hún að menn íhuguðu hvort ekki væri rétt að þrengja eitthvað rétt lækna til að skrifa upp á eftir- ritunarskyld lyf. En mikilvægast væri þó að auka samstarfið milli lækna, lyfjafræðinga, Lyfjastofnunar og landlæknisembættisins. 138 Læknablaðið 2003/89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.