Læknablaðið - 15.02.2003, Page 48
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNADAGAR 2003
frá tillögum til úrbóta sem komið hefðu frá stýrihópi á
vegum embættisins. Þar er meðal annars gert ráð fyrir
því að landlæknir geti sótt gögn beint og milliliðalaust
í persónugreinanlegan gagnagrunn um lyfsölu. Auk
þess þurfi að koma á sérstöku eftirliti með öllum
ávana- og fíkniefnum og ráða sérstaka starfsmenn að
embættinu til þess að sinna slíku eftirliti. Við þetta
mætti bæta þeirri spurningu hvort ekki væri rétt að
fjölga þeim lyfjum sem væru eftirritunarskyld.
En meginmálið í þessu væri þó að heilbrigðis-
starfsmenn töluðu meira saman um sjúklinga sína og
meðferðina. Hann sagði að umræðan um persónu-
vemd og trúnaðarsamband við sjúklinga hefði gert
marga starfsmenn óörugga um það hvað þeir mættu
segja við samstarfsfólk sitt. Þetta gæti endað með því
að læknir á stofugangi spyrði hjúkrunarfræðing hvort
það væri búið að sprauta tiltekinn sjúkling en hjúkr-
unarfræðingurinn neitaði að gefa það upp og vísaði
til trúnaðarskyldunnar.
I umræðum sem urðu að loknum framsöguerind-
um tóku margir í sama streng. Þórarmn Tyrfingsson
yfirlæknir á Vogi sagði þörf á því að koma á fót leið-
beiningaþjónustu við lækna sem lentu á villigötum.
Þeir þyrftu að geta leitað til einhverra með sín vanda-
mál áður en þau eru komin í fjölmiðla eða inn í
réttarsali.
Hvernig halda áramótaheitin?
Fíkniefni komu einnig við sögu á öðru málþingi sem
blaðamaður sótti daginn eftir. Þar var það tóbakið
sem átti hug manna en yfirskrift málþingsins var:
Hvernig halda áramótaheitin? Að styðjafólk til breyt-
inga á lífsstíl.
Gunnar Sigurðsson hjá Hjartavernd greindi frá
niðurstöðum úr rannsóknum samtakanna á hættunni
af reykingum hér á landi en þær hafa birst áður.
Helstu niðurstöður eru þær að þriðjungur dauðsfalla
meðal fólks á aldrinum 35-69 ára tengist reykingum.
Af þeim þriðjungi er helmingurinn af völdum hjarta-
og æðasjúkdóma. Samt reykir þriðjungur fólks á
miðjum aldri. Vissulega hafa reykingar karlmanna
minnkað en konurnar hafa heldur sótt í sig veðrið
undanfarin ár. Þeir sem hætta gera það yfirleitt vegna
þess að þeir hafa áhyggjur af heilsufari sínu eða finnst
kostnaðurinn orðinn of mikill.
Aðalfyrirlesari þessa málþings var velski sálfræð-
ingurinn Stephen Rollnick sem er prófessor í sam-
skiptum á sjúkrahúsum og innan heilsugæslunnar við
læknadeild háskólans í Cardiff. Hann hefur ritað
bækur um samtöl lækna og sjúklinga og hvernig
læknar geta stutt sjúklinga í því að breyta um lífsstíl.
Rollnick lagði áherslu á að það væri sjúklingsins
að ákveða hvað hann gerði og hvernig hann hagaði
lífi sínu en læknar gætu vissulega haft áhrif á slíkar
ákvarðanir. Þeir þyrftu hins vegar að gera það á rétt-
an hátt, ráðgjöf þeirra þyrfti að vera vönduð og fag-
leg. Þegar sjúklingur kemur til læknis með margþætt-
an vanda sem tengist lífsstíl viðkomandi væru það
eðlileg viðbrögð læknis að hneykslast dálítið og halda
vandlætingartölu yfir sjúklingnum. Það væri þó ekki
heppilegt að mæta sjúklingnum á þann hátt og alls
ekki líklegt til árangurs.
Ekki dæma heldur hvetja
Rollnick sagðist hafa unnið um árabil á meðferðar-
stofnun fyrir áfengissjúklinga þar sem menn höfðu
það að leiðarljósi að fá sjúklinginn til að horfast í
augu við eigin vanda, með góðu eða illu ef svo má
segja. Smátt og smátt fór hann að efast um að þetta
væri rétta aðferðin. Sjúklingamir voru í afneitun þeg-
ar þeir komu inn á stofnunina og afneitun eflist við
mótlæti. Þeir væru ekki ósvipaðir börnum sem neit-
uðu að fara í bað. Því oftar sem foreldrarnir segja
þeim að fara í bað, þeim mun staðfastari verða þau í
því að fara alls ekki í bað.
Rollnick sagðist hafa komist að því að flestir sem
leituðu sér meðferðar við fíkn hefðu raunverulegan
áhuga á að ná tökum á vandanum. Það þyrfti ekki að
kveikja þann áhuga með því að útlista fyrir þeim
hversu slæmt líferni þeirra væri. Læknirinn ætti því að
einbeita sér að því að ýta undir áhuga þeirra, laða
hann fram og styrkja hann á jákvæðan hátt. Hann
ætti að hlusta á sjúklinginn og hvetja hann, ekki með
óvirkum hætti heldur leiðandi. Hér greip Rollnick til
líkingamáls og sagði að samband sjúklings og læknis
ætti að vera líkara dans en glímu.
Hann benti á að oft ættu sjúklingar við samþættan
vanda að stríða, þeir væru of feitir, þeir reyktu og
neyttu áfengis. Þótt rót þessara vandamála væri
kannski að hluta til sú sama væri það góð aðferð að
hvetja fólk til þess að takast á við eitt vandamál í
einu. Aðalatriðið væri þó að hverfa frá þeirri gömlu
aðferð að læknirinn segi sjúklingnum hvað hann eigi
að gera. Flestum finnist sér stillt upp við vegg þegar
þeir mæta slíku viðhorfi. í stað þess að læknirinn þylji
upp staðreyndir um slæm áhrif reykinga á heilsu sjúk-
lingsins og dragi síðan ályktanir fyrir hann um hvað
hann þurfi að gera þá eigi læknirinn að leggja stað-
reyndirnar á borðið en fá sjúklinginn til þess að hug-
leiða þær og taka sjálfur ákvörðun.
Fólk er misjafnlega mikið tilbúið að hætta að
reykja. Sumir vilja það endilega en telja vonlítið að
þeir geti hætt, aðrir sjá ekki ástæðu til þess að hætta.
í slíkum tilvikum þarf læknirinn að laða fram vilja og
áhuga sjúklingsins á að breyta lífemi sínu til hins
betra. í lokin tók Rollnick fram að samtalsaðferðin
sem hann kenndi væri hvorki tímafrek né flókin.
Læknar ættu að líta á samtölin sem ijárfestingu til
framtíðar því ef þeir sýna sjúklingi sínum virðingu
eru meiri líkur á að með tímanum verði hægt að beita
hann meiri þrýstingi til að fá hann til að breyta líferni
sínu.
140 Læknablaðið 2003/89