Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2003, Page 50

Læknablaðið - 15.02.2003, Page 50
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEIMILISLÆKNINGAR í NOREGI Sátt um norskar heimilislækningar Rætt við Magne Nylenna framkvæmdastjóra norsku læknasamtakanna um nýtt fyrirkomulag heimilislækninga sem nýtur almennrar viðurkenningar í Noregi Magne Nylenna fram- kvœmdastjóri Norska lœknafélagsins. Þröstur Haraldsson Meðal gesta á Læknadögum var norski læknirinn Magne Nylenna. Hann var um árabil ritstjóri norska Læknablaðsins en flutti sig um set í fyrra og gegnir nú stöðu framkvæmdastjóra Norska læknafélagsins. Auk þess að flytja bráðskemmtilegan fyrirlestur um ham- ingjusama lækna átti hann fund með forystumönnum íslenskra heilbrigðismála úr heilbrigðisráðuneyti og Tryggingastofnun ríkisins þar sem hann útskýrði fyrir þeim nýtt fyrirkomulag heilsugæslu og heimilislækna sem komið var á í Noregi um mitt ár 2001. Læknablaðinu lék forvitni á að heyra hvernig norskir hafa komið fyrir sínum heimilislækningum, ekki síst í ljósi þeirra deilna sem verið hafa um starf- semi íslenskra heimilislækna. Blaðamaður sat því fyrir Magna og bað hann að lýsa þessu nýja kerfi sem á máli þarlendra nefnist „fastlegeordningen“. „Þetta er kerfi þar sem hver norskur þegn velur sér heimilislækni. Þetta er mikilvægt atriði því það eru sjúklingar sem velja sér lækni en ekki öfugt. Læknar taka ábyrgð á skilgreindum hópi sjúklinga sem hafa einn tiltekinn heimilislækni. Þetta kerfi á sér fyrirmyndir í ýmsum löndum, þar á meðal Dan- mörku, Bretlandi og Hollandi, en helstu markmið þess eru þrjú: 1. að sjá til þess að allir borgarar landsins hafi aðgang að heimilislækni; 2. að bæta aðgengi almennings að heilsugæslu; 3. að bæta samskipti lækna og sjúklinga til lengri tíma litið í því skyni að tryggja stöðugleikann í læknisþjónustunni. Meginhugsunin í kerfinu er að heimilislæknaþjón- ustan sé grunneining heilbrigðiskerfisins og fyrsti við- komustaður sjúklinga. Hann metur þörfina á því að senda sjúklinga sína áfram í kerfinu og gefur út tilvís- anir til sérfræðiþjónustu ef svo ber undir. Þegar sér- fræðingurinn hefur skoðað sjúklinginn og meðhöndl- að hann vísar hann honum aftur til heimilislæknisins sem sér um áframhaldandi meðferð. Heimilislæknir- inn er tengiliður einstaklingsins við heilbrigðiskerfið." Þríþætt fjármögnun Nú starfa um 3700 heimilislæknar í Noregi og er hver þeirra að meðaltali með 1200 sjúklinga á skrá. Sveit- arfélögin sem eru 435 bera ábyrgð á grunnþjónust- unni og þau verða að tryggja nægilegan fjölda lækna miðað við höfðatölu. Fólk getur valið lækni og skipt tvisvar á ári ef menn óska þess. Þegar kerfinu var komið á árið 2001 fengu allir Norðmenn bréf með tilboði um að taka þátt í því og tæplega 80% þjóðarinnar svaraði bréfinu. Af þeim fengu yfir 90% þann lækni sem þeir óskuðu eftir. Nú eru einungis 47 læknar starfandi utan kerfisins en 23.000 Norðmenn völdu að standa utan þess. Það samsvarar því að 99,5% þjóðarinnar og tæplega 98% heimilislækna taki þátt í kerfinu. „Fjármögnunin er þríþætt,“ heldur Magni áfram. „Hver læknir fær rekstrarstyrk frá sveitarfélaginu sem nemur um það bil 300 norskum krónum á ári fyrir hvern sjúkling sem er á skrá hjá honum. Þessi styrkur á að standa undir um það bil 30% af rekstrar- kostnaði læknastofu. Það sem upp á vantar greiðir norska tryggingastofnunin og sjúklingar sjálfir og skiptist nokkuð jafnt á milli þeirra.“ Hér ber að geta þess að komugjöld eru nokkuð hærri í Noregi en hér á landi. Fyrir hverja heimsókn til heimilislæknis á dagtíma greiðir sjúklingur 114 norskar krónur eða ríflega 1300 íslenskar krónur en heimsókn á læknavakt kostar rétt rúmar 2000 krónur. Heimsókn til annarra sérfræðinga kostar hins vegar 2300 krónur og ef sjúklingur er ekki með tilvísun fær læknirinn heldur ekki endurgreitt frá tryggingastofn- un. A þessum kostnaði er þak sem veldur því að eftir að kostnaður við heilbrigðisþjónustu einstaklings fer yfir 15.500 íslenskar krónur á ári fær viðkomandi frí- kort og greiðir ekkert fyrir það sem umfram er (með örfáum undantekningum sem varða sjúkraþjálfun, tannlæknakostnað, endurhæfingardvöl og utanlands- ferðir vegna lækninga en þar er þakið rúmlega 50 þús- und íslenskar krónur). Skyldur lækna „Þetta kerfi er að sjálfsögðu málamiðlun milli þess að stunda algeran einkarekstur og þess að vera í föstu starfi innan hinnar opinberu heilsugæslu," segir Magni. „Læknar taka á sig ýmsar kvaðir í þessu kerfi. Þeir hafa vinnuskyldu 44 vikur á ári, stofan verður að vera opin eigi skemur en 28 klukkustundir á viku og símatímar verða að vera viðunandi þannig að hægt sé að ná í viðkomandi lækni. Auk þess ber þeim skylda til að taka þátt í vaktþjónustu lækna og inna af hendi allt að 7,5 stunda vinnu á viku í opinberri læknisþjón- ustu, til dæmis við mæðravernd, í barnaskóla eða á hjúkrunarheimili. Þeim er líka bannað að taka meira af sjúklingi en verðskráin segir til um. A móti kemur að þeir búa við sjálfstæði og starf- 142 Læknablaðið 2003/89

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.