Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2003, Qupperneq 52

Læknablaðið - 15.02.2003, Qupperneq 52
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BARNA- OG UNGLINGAGEÐLÆKNINGAR Staða barna- og unglíngageðlækninga í Evrópu Greinargerð Evrópusamtaka barna- og unglingageðlækna Helga Hannesdóttir Dagbjörg Sigurðardóttir í barna- og unglingageðlækningum er unnið með alþjóðlega viðurkenndar læknisfræðilegar aðferðir, staðla og viðhorf við greiningu, fyrirbyggingu og meðferð á geðröskunum fólks undir 18 ára aldri. Einnig að unnið sé að framgangi fræðanna í þágu aukins geðheilbrigðis. Heiti og titlar Innan evrópsku sérgreinasamtakanna UEMS er heitið barna- og unglingageðlækningar/sálgreining (Child and Adolescent Psychiatry Psychotherapy; CAPP) notað til að sýna að sálgreining á ungu fólki, framkvæmd af barna- og unglingageðlæknum, sé hluti af starfi sérfræðinga í barna- og unglingageð- lækningum. Sálgreining er hluti af sérnámi bama og unglingageðlækna, er faglega unnin og veitt innan ramma greiningar. Þetta kallar á sérstaka viðurkenn- ingu, og því er það haft í titli UEMS-kaflans. í CAPP-samtökunum eru vanalega ekki læknisfræði- lega menntaðir sálgreinar fyrir fullorðna sjúklinga. Heitin „barna- og unglingageðlækningar“, „barnageðlækningar", „barna- og unglingataugageð- lækningar“, „pedopsychiatry" og fleiri eru útbreidd í Evrópulöndum. í raun þýða þau öll hið sama, þótt mismunandi sé eftir löndum hvernig barna- og ung- lingageðheilsuþjónusta er skipulögð eftir aldurshóp- um, og hversu mikil skörun er við barnatauga- læknisfræði. Heitið „CAPP“ er notað í þessu skjali til styttingar þegar læknisþjónustunni er lýst, þótt heitið barna- og unglingageðlæknir sé notað til glöggvunar þegar vísað er til iðkandans. Störf CAPP Helga er dr. med. og fulltrúi íslands í Evrópusamtökum barna- og unglingageðlækna fyrir hönd Félags íslenskra barna- og unglingageðlækna og Læknafélags íslands. Dagbjörg er barna- og ung- lingageðlæknir og formaður í Félagi íslenskra barna- og unglingageðlækna. Barna- og unglingageðlæknar eru með mikla sér- þekkingu. Ekki kalla öll geðheilsuvandamál ung- menna á sérhæfða þekkingu geðlækna né lækna yfir- höfuð. Vægar geðraskanir geta foreldrar eða ósér- hæfðir einstaklingar oftast ráðið við. Við sum alvar- legri vandkvæði er hins vegar þörf á faglegri þekk- ingu annarra en þeirra sem hafa læknisfræðilega kunnáttu, svo sem sálfræðinga, sálgreina, hjúkrunar- fræðinga, kennslufræðinga, félagsráðgjafa og svo framvegis. Sumar alvarlegar geðraskanir geta barna- eða heimilislæknar séð um. Alvarlegustu og erfið- ustu geðraskanirnar þurfa þó aðstoð barna- og ung- iingageðlæknis. Möguleiki er á frekari sérhæfingu á CAPP-sér- sviðinu. Barna- og unglingageðlæknar nota staðlaðar læknisfræðilegar aðferðir (greiningu, lyfjameðferð og fleira) en eru einnig þjálfaðir í sálfræðilegum að- ferðum, greiningum og sálfræðimeðferðum sem sum- ir sérfræðingar nota mikið. Sums staðar er vinna barna- og unglingageðlækna nátengd vinnu barna- taugalækna. Til er úrval af aðferðum sem gefa færi á mjög fjölbreyttri meðferð þannig er unnt að velja um marga möguleika. Mismunandi vinnuaðferðir kunna að ráða því hvaða geðröskunum er vísað áfram til tiltekins barna- og unglingageðlæknis. Þótt barnið (heiti sem er látið ná til unglinga einn- ig), sé meginviðfangsefni barna- og unglingageð- lækna, þarf að taka tillit til þess að næstum öll börn lifa og þroskast hjá fjölskyldum sínum. Meðferð CAPP beinist að því að vinna með foreldra jafnt sem börn vegna þess að foreldrar hafa valdið til að veita þroska barnanna brautargengi. Viðhorf foreldra eru mikilvæg með tilliti til hegðunarmótunar og lyfja- gjafar til að meðferðarheldi sé til staðar. Stundum er viðeigandi að hafa alla fjölskylduna í meðferð, sér- staklega þegar tilfinningavandi og hegðun barnsins stafa af misverkunum í fjölskyldukerfinu. Framkvæmd greiningar Geðtruflanir barna eru vel skýrðar og til eru umfangs- mikil gögn um uppruna þeirra og orsakir. Venjulega er um að ræða samspil erfða, líffræðilegra þátta og umhverfisþátta. Geðraskanimar eru oft langvinnar, þrúgandi fyrir fjölskyldu og umhverfi, og kostnaðar- samar fyrir þjóðfélagið. Þær kunna að skaða persónu- þroska einstaklingsins, setja skólagönguna í uppnám og valda foreldrum og systkinum verulegri óham- ingju. Greiningarferlið er margbrotið og í því felst meira en það að bera kennsl á tiltekið mynstur af sjúk- dómseinkennum. Það beinist einnig að því að skoða samspil einstaklinga og fjölskyldna, og að lýsa kerfi þar sem einkennum er haldið við með ákveðinni hegðun og hugsun sem lagast illa að aðstæðum. Stundum eiga fleiri en ein sjúkdómsgreining rétt á sér. Við þetta bætist sú staðreynd að barnið er ein- staklingur að þroskast - en ekki lítil fullorðin mann- eskja - og taka þarf tillit til aldurs einstaklingsins við greiningu og meðferð. Þjálfun Af ofangreindu sést að greiningarhlutverk CAPP- sérfræðings kallar á hæfni á mörgum sviðum læknis- fræði jafnt sem sálfræðiþekkingar og þekkingar í fé- 144 Læknablaðið 2003/89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.